Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segir í samtali við Vísi að brakið af efri hluta strompsins hafi fallið í rétta átt en það kom smávegis svig á það sem gerði það að verkum að brakið féll á víra sem tengdir voru neðri sprengjuhleðslunni. Af öryggisástæðum var neðri sprengjuhleðslan handvirk til að tryggja að strompurinn færi í rétta átt.
Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá sprengingu strompsins hér.

Uppfært klukkan 14:33:
ÍATV, sem sýnir beint frá fellingu turnsins, segir að neðri helmingurinn verði sprengdur um klukkan 15.