Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2019 08:22 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Egill „Ég les það út úr þessum aðstæðum að staða WOW hefur versnað frá því Icelandair gekk frá borðinu en staða Icelandair hefur sömuleiðis versnað vegna MAX-vélanna,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, um viðræður íslensku flugfélaganna tveggja sem ganga út á að Icelandair hafi aðkomu að rekstri WOW Air. Steinn Logi segir auðsýnt að Airbus-vélar WOW Air gætu nýst við að leysa úr vandanum sem Icelandair stendur frammi fyrir eftir að Boeing 737 MAX-vélar voru kyrrsettar. Icelandair er með þrjár slíkar í rekstri og sex til viðbótar væntanlegar í reksturinn. „Rekstur WOW Air skiptir því meira máli í dag,“ segir Steinn Logi og vísar þar til þess í hver munurinn verður á fyrri viðræðum Icelandair og WOW Air sem sigldu í strand undir lok síðasta árs og þeim sem eiga að standa yfir næstu daga.Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird.fbl/ValliSteinn segir mikla hagsmuni undir hjá íslenska ríkinu sem getur þó ekki komið að flugrekstrinum með beinum framlögum út af Evrópureglum. Hann segir það einnig spurning hvort að Icelandair geti einfaldlega keypt eigur úr rekstri WOW air, en þó sé óvíst hvað Icelandair ætli sér að fá út úr þessum viðræðum. Steinn segir að miðað við hversu mikið viðræður WOW Air og bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners drógust á langinn þá sé hægt að lesa úr því að Indigo hafi reynt að ganga ansi langt að Skúla Mogensen, forstjóra WOW. „Þeir virðast hafa algjörlega ætlað að slíta Skúla og hann fengi ekkert út úr þessu. Auðvitað reynir Skúli allar leiðir, það gera særð ljón. Það er mannlegt og eðlilegt og auðvitað hefur það áhrif,“ segir Skúli. Kröfur Indigo hafi aukist til muna um framlög í WOW ásamt því að reyna að kreista skuldabréfaeigendur WOW air enn frekar.Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins.Mynd/Icelandair.Í tilkynningu frá Icelandair Group um viðræðurnar kom fram að þeim eigi að ljúka fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. Steinn segir ljóst að um kapphlaup við tíma sé að ræða fyrir bæði félög. „Og hvað ætla menn að ná samkomulagi um. Ef Icelandair ætlar að kaupa fyrirtækið þá þarf að ná samkomulagi við skuldabréfaeigendur, flugvélaeigendur og stóra lánardrottna, flugvelli og Isavia og fleira. Þetta er kapphlaup við tímann enda setja þeir sér knappan tíma,“ segir Steinn. Í tilkynningu frá Icelandair kom fram að viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Steinn segir það liggja í augum uppi miðað við tilkynninguna að staða WOW Air er ekki björt gangi viðræðurnar ekki eftir. Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
„Ég les það út úr þessum aðstæðum að staða WOW hefur versnað frá því Icelandair gekk frá borðinu en staða Icelandair hefur sömuleiðis versnað vegna MAX-vélanna,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, um viðræður íslensku flugfélaganna tveggja sem ganga út á að Icelandair hafi aðkomu að rekstri WOW Air. Steinn Logi segir auðsýnt að Airbus-vélar WOW Air gætu nýst við að leysa úr vandanum sem Icelandair stendur frammi fyrir eftir að Boeing 737 MAX-vélar voru kyrrsettar. Icelandair er með þrjár slíkar í rekstri og sex til viðbótar væntanlegar í reksturinn. „Rekstur WOW Air skiptir því meira máli í dag,“ segir Steinn Logi og vísar þar til þess í hver munurinn verður á fyrri viðræðum Icelandair og WOW Air sem sigldu í strand undir lok síðasta árs og þeim sem eiga að standa yfir næstu daga.Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird.fbl/ValliSteinn segir mikla hagsmuni undir hjá íslenska ríkinu sem getur þó ekki komið að flugrekstrinum með beinum framlögum út af Evrópureglum. Hann segir það einnig spurning hvort að Icelandair geti einfaldlega keypt eigur úr rekstri WOW air, en þó sé óvíst hvað Icelandair ætli sér að fá út úr þessum viðræðum. Steinn segir að miðað við hversu mikið viðræður WOW Air og bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners drógust á langinn þá sé hægt að lesa úr því að Indigo hafi reynt að ganga ansi langt að Skúla Mogensen, forstjóra WOW. „Þeir virðast hafa algjörlega ætlað að slíta Skúla og hann fengi ekkert út úr þessu. Auðvitað reynir Skúli allar leiðir, það gera særð ljón. Það er mannlegt og eðlilegt og auðvitað hefur það áhrif,“ segir Skúli. Kröfur Indigo hafi aukist til muna um framlög í WOW ásamt því að reyna að kreista skuldabréfaeigendur WOW air enn frekar.Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins.Mynd/Icelandair.Í tilkynningu frá Icelandair Group um viðræðurnar kom fram að þeim eigi að ljúka fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. Steinn segir ljóst að um kapphlaup við tíma sé að ræða fyrir bæði félög. „Og hvað ætla menn að ná samkomulagi um. Ef Icelandair ætlar að kaupa fyrirtækið þá þarf að ná samkomulagi við skuldabréfaeigendur, flugvélaeigendur og stóra lánardrottna, flugvelli og Isavia og fleira. Þetta er kapphlaup við tímann enda setja þeir sér knappan tíma,“ segir Steinn. Í tilkynningu frá Icelandair kom fram að viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Steinn segir það liggja í augum uppi miðað við tilkynninguna að staða WOW Air er ekki björt gangi viðræðurnar ekki eftir.
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira