Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2019 06:41 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) ásamt fulltrúum SAF á BSÍ í morgunsárið. Vísir/Jóhann K. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar, sem fréttastofa hefur rætt við í morgun, hafa ekki orðið varir við verkfallsverði frá stéttarfélögunum VR og Eflingu það sem af er morgni. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir verkfallið ekki ná til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR.Starfsmenn tuga hótela og rútubílstjórar sem eru félagsmenn í Eflingu og VR lögðu niður störf á miðnætti. Verkfallið á að standa í sólahring og er sagt ná til rúmlega tvö þúsund félagsmanna. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri kynnisferða var staddur á Umferðarmiðstöðinni BSÍ klukkan fjögur í morgun. Á þeim tímapunkti var akstur Kynnisferða upp á Keflavíkurflugvöll hafinn. Aðspurður sagðist Björn ekki líta svo á að fyrirtækið væri að brjóta verkfallslög en nokkur ágreiningur hefur verið á milli stéttarfélaganna og atvinnurekenda um það hverjir eigi að fara í verkfall. „Nei, við lítum svo á að verkfallið nái til félaga í VR og Eflingu og hjá okkur eru bílstjórar sem eru ekki í þessum stéttarfélögum og þeir mega vinna sína vinnu að mati okkar lögmanna. Og þeir hafa fengið þær upplýsingar frá sínum stéttarfélögum, þannig að þeir vinna.“Rútur lögðu af stað frá BSÍ í morgun. Ljóst er þó að þjónusta verður skert í dag.Vísir/Jói K.Inntur eftir því hvort verkfallsverðir hafi reynt að stöðva störf starfsmanna segir Björn svo ekki vera. „Nei, ekki eins og er. Við höfum verið óáreitt hérna í morgun og það hefur allt gengið vel.“ Hið sama var uppi á teningnum á þeim stöðum sem fréttastofa hefur heimsótt í morgun. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki orðið varir við verkfallsverði á vegum stéttarfélaganna og hafa starfsmenn og stjórnendur unnið óáreittir. Björn vonaðist til þess að dagurinn gangi vel fyrir sig og að áætlun sem lagt var upp með haldist. Töluverð röskun verður á starfsemi Kynnisferða vegna verkfallsins en fimmtán bílstjórar eru á vaktinni í dag. „Það lögðu niður störf um 50 manns sem hefðu verið á vaktinni í dag. Þannig að við lögðum töluvert mikið, erum að draga saman flugrútuaksturinn, erum ekki að sinna „pikköppum“ á hótelum og svo erum við ekki að sinna dagsferðum af neinu viti.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar, sem fréttastofa hefur rætt við í morgun, hafa ekki orðið varir við verkfallsverði frá stéttarfélögunum VR og Eflingu það sem af er morgni. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir verkfallið ekki ná til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR.Starfsmenn tuga hótela og rútubílstjórar sem eru félagsmenn í Eflingu og VR lögðu niður störf á miðnætti. Verkfallið á að standa í sólahring og er sagt ná til rúmlega tvö þúsund félagsmanna. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri kynnisferða var staddur á Umferðarmiðstöðinni BSÍ klukkan fjögur í morgun. Á þeim tímapunkti var akstur Kynnisferða upp á Keflavíkurflugvöll hafinn. Aðspurður sagðist Björn ekki líta svo á að fyrirtækið væri að brjóta verkfallslög en nokkur ágreiningur hefur verið á milli stéttarfélaganna og atvinnurekenda um það hverjir eigi að fara í verkfall. „Nei, við lítum svo á að verkfallið nái til félaga í VR og Eflingu og hjá okkur eru bílstjórar sem eru ekki í þessum stéttarfélögum og þeir mega vinna sína vinnu að mati okkar lögmanna. Og þeir hafa fengið þær upplýsingar frá sínum stéttarfélögum, þannig að þeir vinna.“Rútur lögðu af stað frá BSÍ í morgun. Ljóst er þó að þjónusta verður skert í dag.Vísir/Jói K.Inntur eftir því hvort verkfallsverðir hafi reynt að stöðva störf starfsmanna segir Björn svo ekki vera. „Nei, ekki eins og er. Við höfum verið óáreitt hérna í morgun og það hefur allt gengið vel.“ Hið sama var uppi á teningnum á þeim stöðum sem fréttastofa hefur heimsótt í morgun. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki orðið varir við verkfallsverði á vegum stéttarfélaganna og hafa starfsmenn og stjórnendur unnið óáreittir. Björn vonaðist til þess að dagurinn gangi vel fyrir sig og að áætlun sem lagt var upp með haldist. Töluverð röskun verður á starfsemi Kynnisferða vegna verkfallsins en fimmtán bílstjórar eru á vaktinni í dag. „Það lögðu niður störf um 50 manns sem hefðu verið á vaktinni í dag. Þannig að við lögðum töluvert mikið, erum að draga saman flugrútuaksturinn, erum ekki að sinna „pikköppum“ á hótelum og svo erum við ekki að sinna dagsferðum af neinu viti.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent