Afléttu lögbanni á transbann Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2019 20:57 Trump telur að of mikill tilkostnaður fylgi því að leyfa transfólki að þjóna í Bandaríkjaher. Martin H. Simon/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti í dag tímabundnu lögbanni á svokallað transbann Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem ætlað er að gera stórum hluta transfólks í Bandaríkjunum ókleift að ganga í herinn. Alríkisdómstólar í landinu höfðu áður stöðvað bannið frá því að taka gildi á meðan það væri til meðferðar dómstóla. Rétturinn, sem er skipaður níu dómurum, kaus um málið. Fimm voru fylgjandi því að aflétta lögbanninu, en fjórir á móti og skiptust atkvæðin eftir því hvort dómararnir við réttinn höfðu verið skipaðir af íhaldsömum forsetum eða ekki. Stefna forsetans gengur út á að banna „transfólki sem þarf eða hefur gengist undir kynleiðréttingaraðgerð.“ Aflétting réttarins á lögbanninu er þó ekki bindandi, heldur gefur hún hernum aðeins leyfi til þess að taka transbannið svokallaða upp þar til dómstólar í Bandaríkjunum hafa fjallað um það efnislega. Málið komst fyrst í fréttir árið 2017 þegar Trump tilkynnti á Twitter að Bandaríkin myndu ekki lengur „samþykkja eða leyfa“ bandarískt transfólk í hernum og rökstuddi afstöðu sína með vísan til „himinhás læknis- og lyfjakostnaðar og truflunar [á starfi hersins].“After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017....Transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military. Our military must be focused on decisive and overwhelming..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gerði síðan nokkrar breytingar á stefnunni þar sem bannið var þrengt að einstaklingum sem vitað væri að ættu við kynáttunarvanda að stríða og einstaklingum hvers líkamlegt kyn og kyngervi voru ekki það sama. Það varð til þess að því transfólki sem þjónaði í hernum áður en stefnan um bannið var tekin fékk undanþágu, auk þess sem transfólki sem tilbúið væri að skrá sig í herinn samkvæmt líffræðilegu kyni sínu yrði ekki meinað að gera slíkt. Rétt tæplega tíu þúsund transfólks sinna nú herþjónustu í Bandaríkjaher. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti í dag tímabundnu lögbanni á svokallað transbann Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem ætlað er að gera stórum hluta transfólks í Bandaríkjunum ókleift að ganga í herinn. Alríkisdómstólar í landinu höfðu áður stöðvað bannið frá því að taka gildi á meðan það væri til meðferðar dómstóla. Rétturinn, sem er skipaður níu dómurum, kaus um málið. Fimm voru fylgjandi því að aflétta lögbanninu, en fjórir á móti og skiptust atkvæðin eftir því hvort dómararnir við réttinn höfðu verið skipaðir af íhaldsömum forsetum eða ekki. Stefna forsetans gengur út á að banna „transfólki sem þarf eða hefur gengist undir kynleiðréttingaraðgerð.“ Aflétting réttarins á lögbanninu er þó ekki bindandi, heldur gefur hún hernum aðeins leyfi til þess að taka transbannið svokallaða upp þar til dómstólar í Bandaríkjunum hafa fjallað um það efnislega. Málið komst fyrst í fréttir árið 2017 þegar Trump tilkynnti á Twitter að Bandaríkin myndu ekki lengur „samþykkja eða leyfa“ bandarískt transfólk í hernum og rökstuddi afstöðu sína með vísan til „himinhás læknis- og lyfjakostnaðar og truflunar [á starfi hersins].“After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017....Transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military. Our military must be focused on decisive and overwhelming..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gerði síðan nokkrar breytingar á stefnunni þar sem bannið var þrengt að einstaklingum sem vitað væri að ættu við kynáttunarvanda að stríða og einstaklingum hvers líkamlegt kyn og kyngervi voru ekki það sama. Það varð til þess að því transfólki sem þjónaði í hernum áður en stefnan um bannið var tekin fékk undanþágu, auk þess sem transfólki sem tilbúið væri að skrá sig í herinn samkvæmt líffræðilegu kyni sínu yrði ekki meinað að gera slíkt. Rétt tæplega tíu þúsund transfólks sinna nú herþjónustu í Bandaríkjaher.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00
Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41