Íslenski píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hefur verið tilnefndur til verðlauna á vegum tónlistartímaritsins BBC Music Magazine, sem eins og nafnið gefur til kynna er haldið úti af breska ríkisútvarpinu, BBC.
Víkingur er tilnefndur í flokki hljóðfæraleiks fyrir plötu sína, þar sem hann flytur verk eftir Johann Sebastian Bach.
Tilnefningar eru valdar úr hópi um 200 platna sem tímaritið hefur gefið fullt hús stiga í tónlistargagnrýni sinni á síðastliðnum 12 mánuðum.
Skorið verður úr um sigurvegara með kosningu sem opin er öllum. Kosningunni lýkur 19. febrúar. Hægt er að kjósa hér.
Víkingur Heiðar tilnefndur til verðlauna tónlistartímarits BBC
