Borgin synjar fötluðum manni um NPA á röngum forsendum Sveinn Arnarsson skrifar 22. janúar 2019 07:00 Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir forsendur synjunar borgarinnar einfaldlega rangar. Fréttablaðið/Anton Brink Einstaklingi var synjað um NPA aðstoð hjá Reykjavíkurborg í janúar á þeim grundvelli að reglugerð ráðherra um aðstoðina væri ekki til. Hún var hins vegar samþykkt fyrir áramót. Formaður Sjálfsbjargar segir málið með ólíkindum og sviðsstjóri velferðarsviðs segir þetta leið mistök. „Reglugerð um NPA liggur ekki fyrir og þar af leiðandi ekki regluverk Reykjavíkurborgar um NPA. Þegar reglugerð ráðherra liggur fyrir mun verða unnið eins hratt og unnt er að reglum borgarinnar um NPA,“ segir í bréfi þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts til mannsins.Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Það er hins vegar ekki rétt. Lögin tóku gildi 1. október síðastliðinn og Ásmundur Einar Daðason gaf út reglugerð um málið fyrir áramót. því er ekkert í þessu sem strandar á ríkinu hvað varðar þjónustu við fatlað fólk. „Ég verð að segja að þessi neitun kom mér verulega á óvart. Loksins þegar allt er klárt hvað varðar NPA, þá synjar Reykjavíkurborg viðkomandi umsækjanda á forsendum sem eru einfaldlega rangar og standast enga skoðun,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. „Fatlað fólk er búið að bíða lengi eftir að allir lausir endar verði klárir og síðan þegar það sækir um eru svörin þessi. Þetta er vægast sagt mjög undarlegt allt saman.“ Frá Reykjavíkurborg fengust þau svör að þarna sé líkast til um mistök að ræða sem verði vonandi leiðrétt. Hið rétta sé að reglur Reykjavíkurborgar séu ekki enn þá tilbúnar og það sé í raun ástæða þess að ekki sé hægt að þjónusta þessa borgara eftir lögunum. „Þarna hafa átt sér stað leið mistök. Reglur borgarinnar eru ekki tilbúnar en reglugerðin var samþykkt í lok árs,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Allar umsóknir verða afgreiddar eins fljótt og auðið er, eftir að þær liggja fyrir. Við vonumst til að það verði hægt að leggja þær fyrir fyrsta fund velferðarráðs í febrúar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Einstaklingi var synjað um NPA aðstoð hjá Reykjavíkurborg í janúar á þeim grundvelli að reglugerð ráðherra um aðstoðina væri ekki til. Hún var hins vegar samþykkt fyrir áramót. Formaður Sjálfsbjargar segir málið með ólíkindum og sviðsstjóri velferðarsviðs segir þetta leið mistök. „Reglugerð um NPA liggur ekki fyrir og þar af leiðandi ekki regluverk Reykjavíkurborgar um NPA. Þegar reglugerð ráðherra liggur fyrir mun verða unnið eins hratt og unnt er að reglum borgarinnar um NPA,“ segir í bréfi þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts til mannsins.Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Það er hins vegar ekki rétt. Lögin tóku gildi 1. október síðastliðinn og Ásmundur Einar Daðason gaf út reglugerð um málið fyrir áramót. því er ekkert í þessu sem strandar á ríkinu hvað varðar þjónustu við fatlað fólk. „Ég verð að segja að þessi neitun kom mér verulega á óvart. Loksins þegar allt er klárt hvað varðar NPA, þá synjar Reykjavíkurborg viðkomandi umsækjanda á forsendum sem eru einfaldlega rangar og standast enga skoðun,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. „Fatlað fólk er búið að bíða lengi eftir að allir lausir endar verði klárir og síðan þegar það sækir um eru svörin þessi. Þetta er vægast sagt mjög undarlegt allt saman.“ Frá Reykjavíkurborg fengust þau svör að þarna sé líkast til um mistök að ræða sem verði vonandi leiðrétt. Hið rétta sé að reglur Reykjavíkurborgar séu ekki enn þá tilbúnar og það sé í raun ástæða þess að ekki sé hægt að þjónusta þessa borgara eftir lögunum. „Þarna hafa átt sér stað leið mistök. Reglur borgarinnar eru ekki tilbúnar en reglugerðin var samþykkt í lok árs,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Allar umsóknir verða afgreiddar eins fljótt og auðið er, eftir að þær liggja fyrir. Við vonumst til að það verði hægt að leggja þær fyrir fyrsta fund velferðarráðs í febrúar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira