Nektarmálverk og brjóstabylting Nanna Hermannsdóttir skrifar 22. janúar 2019 10:55 Ætli ein mest deilda frétt helgarinnar hafi ekki verið sú að opinber stofnun hafi tekið tillit til beiðni starfsmanna og fjarlægt listaverk af nöktum konum af skrifstofum yfirmanna. Myndirnar höfðu valdið starfsmönnum óþægindum. Þó mig hafi klæjað í puttana hef ég ekki nennt að svara þeim röddum sem vilja stimpla þetta sem viðkvæmni hjá starfsmönnunum. Í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun tengdi listamaðurinn Goddur ákvörðun stofnunarinnar við frelsun geirvörtunnar og feminíska baráttu. Sambærileg rök komu fram í Kastljósi gærkvöldsins frá safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, Ólöfu Sigurðardóttur. Þá fóru fingurnir að hreyfast á lyklaborðinu.Ég vil því vekja athygli á eftirfarandi: Það er sorglegt að heyra einhvern nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún snerist í raun gegn.#FreeTheNipple snýst um að rétt kvenna til að stjórna því hvernig brjóst þeirra eru sýnd og skilgreind. Brjóstabyltingin snýst ekki um að karlar megi núna hafa naktar konur á skrifstofunni sinni ef undirmönnum þeirra og samstarfsfélögum finnist það óþægilegt. Verkefnið Demoncrazy (sem Goddur vísar í), gengur jafnframt út á að berbrjósta ungar konur ögri þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. Markmiðið er ekki að ýta undir valdaójafnvægi með því að ögra kvenkyns starfsmönnum. Vandamálið er ekki listin, heldur staðsetning listarinnar, þær aðstæður og umhverfi sem hún er sýnd í. Alveg eins og þú ferð kannski ber að ofan í sund - en ert ekki ber að ofan í vinnunni. Líklega hvorugt þó ef þú ert kona. List sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra. Að kalla þetta ritskoðun sýnir að viðkomandi hefur ekki skilið um hvað málið snýst í raun. Hvort er mikilvægara: réttur fólks til þess að líða vel í sínu starfsumhverfi eða réttur yfirmanna til þess að velja listaverk á skrifstofuna sína?Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein #FreeTheNipple Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Ætli ein mest deilda frétt helgarinnar hafi ekki verið sú að opinber stofnun hafi tekið tillit til beiðni starfsmanna og fjarlægt listaverk af nöktum konum af skrifstofum yfirmanna. Myndirnar höfðu valdið starfsmönnum óþægindum. Þó mig hafi klæjað í puttana hef ég ekki nennt að svara þeim röddum sem vilja stimpla þetta sem viðkvæmni hjá starfsmönnunum. Í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun tengdi listamaðurinn Goddur ákvörðun stofnunarinnar við frelsun geirvörtunnar og feminíska baráttu. Sambærileg rök komu fram í Kastljósi gærkvöldsins frá safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, Ólöfu Sigurðardóttur. Þá fóru fingurnir að hreyfast á lyklaborðinu.Ég vil því vekja athygli á eftirfarandi: Það er sorglegt að heyra einhvern nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún snerist í raun gegn.#FreeTheNipple snýst um að rétt kvenna til að stjórna því hvernig brjóst þeirra eru sýnd og skilgreind. Brjóstabyltingin snýst ekki um að karlar megi núna hafa naktar konur á skrifstofunni sinni ef undirmönnum þeirra og samstarfsfélögum finnist það óþægilegt. Verkefnið Demoncrazy (sem Goddur vísar í), gengur jafnframt út á að berbrjósta ungar konur ögri þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. Markmiðið er ekki að ýta undir valdaójafnvægi með því að ögra kvenkyns starfsmönnum. Vandamálið er ekki listin, heldur staðsetning listarinnar, þær aðstæður og umhverfi sem hún er sýnd í. Alveg eins og þú ferð kannski ber að ofan í sund - en ert ekki ber að ofan í vinnunni. Líklega hvorugt þó ef þú ert kona. List sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra. Að kalla þetta ritskoðun sýnir að viðkomandi hefur ekki skilið um hvað málið snýst í raun. Hvort er mikilvægara: réttur fólks til þess að líða vel í sínu starfsumhverfi eða réttur yfirmanna til þess að velja listaverk á skrifstofuna sína?Höfundur er nemi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun