Á meðan hinn þrautreyndi þjálfari Kansas City Chiefs, Andy Reid, var sem steinrunninn á hliðarlínunni er Tom Brady gekk frá leiknum var Romo að lesa Brady eins og opna bók.
Hann tjáði áhorfendum CBS frá því hvað myndi gerast í nánast hverju einasta kerfi undir lokin. Algjörlega magnað að fylgjast með lýsaranum.
.@TonyRomo was calling plays before they happened! pic.twitter.com/4jdm9I8Pl5
— NFL (@NFL) January 22, 2019
CBS líst ekkert á þessa umræðu og er víst tilbúið að bjóða Romo mikla launahækkun til þess að halda honum í lýsaraklefanum.
Romo á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum við CBS en hann er sagður fá 4 milljónir dollara á ári eða rúmar 480 milljónir króna.
Launahæsti lýsari í sögu NFL-deildarinnar var goðsögnin John Madden sem fékk 8 milljónir dollara fyrir veturinn 1993. Romo gæti hugsanlega slegið það met ef hann kýs að semja upp á nýtt og halda sig við sjónvarpið.