Heimamaður fagnar ógurlega framlagi Hatara en telur fæsta landa sína sammála Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 23:00 Nevo Lederman, fimmti frá hægri, var í skýjunum með úrslitin og ekki síður að kynnast fólkinu á bak við Hatara. Vísir/Kolbeinn Tumi Nevo Lederman er Ísraeli búsettur í Tel Aviv en grjótharður stuðningsmaður Íslands í Eurovision. Hann var í skýjunum eftir að í ljós kom að Hatari var kominn í úrslit. „Ég studdi Ísland líka í Eurovision 2017, þegar Svala keppti. Ég er bara grjótharður stuðningsmaður Íslands,“ sagði Lederman augnablikum eftir að úrslitin voru ljós.En af hverju Ísland?„Þið sendið bara bestu lögin í Eurovision, ég ræð ekki við mig. Og með þessi skilaboð í ár. Stjórnmál eru stór hluti daglegs lífs í Ísrael. Ísland hundsaði ekki ástandið heldur sendi lag með skilaboð sem tekur á stöðunni.“Lederman hitti meðlimi Hatara á rennslinu í gær.Nevo LedermanLederman og vinur hans eru sannfærðir um að Hatari hafi hafnað í öðru tveggja efstu sætanna í kvöld. Hann fagnar framlagi Hatara. „Lagið á svo vel við nú árið 2017. Þetta er ekki bara eitthvert ár. Þetta talar til mín í minni Eurovision í minni heimaborg.“ Hann telur þó alls ekki marga samlanda hans á sömu skoðun. Meiri mótbyr sé með laginu en meðbyr hér í landi. „En Tel Aviv er ekki eins og restin á Ísrael. Eins og Eurovision blaðran þá er Tel Aviv öðruvísi en restin af landinu. Þetta er líklega víða svona að í stórum borgum er fólk með opnari hug á meðan íhaldsemin og hræðslan ræður meira ríkjum í minni plássum.“ Eftir fjögur mögur ár er Ísland loksins komið í úrslit. Lederman fagnar ógurlega. „Þið eigið það svo skilið. Þetta hefur tekið alltof langan tíma.“ Lederman datt í lukkupottinn en hann eignaðist íslenska vini á meðan á keppni stóð. Fjölskyldur meðlima Hatara. „Ég kallaði áfram Ísland og þau sögðust vera fjölskyldan. Gleðin var svo fölskvalaus og yndislegt að fá að vera hluti af því.“Nevo Lederman með söngvurunum Klemensi og Matthíasi Tryggva.Nevo LedermanÞótt Lederman sé mikill aðdáandi Hatara er annar íslensku tónlistarmaður í uppáhaldi, söngkonan Svala Björgvinsdóttir. „Ég hitti Svölu árið 2017 í Íslendingapartýinu í Kiev. Ég er vandræðalega mikill aðdáandi hennar. Hún áritaði lítið plakat fyrir mig sem hangir í svefnherberginu mínu.“ Svala keppti fyrir Íslands hönd fyrir tveimur árum með lag sitt Paper. „Ég elska hana, fylgist með henni og varð fyrir vonbrigðum að lagið hennar komst ekki í úrslit Söngvakeppninnar. Ég elskaði lagið hennar, sendi henni mínar bestu kveðjur og vonandi man hún eftir mér.“ Eurovision Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af fögnuði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Nevo Lederman er Ísraeli búsettur í Tel Aviv en grjótharður stuðningsmaður Íslands í Eurovision. Hann var í skýjunum eftir að í ljós kom að Hatari var kominn í úrslit. „Ég studdi Ísland líka í Eurovision 2017, þegar Svala keppti. Ég er bara grjótharður stuðningsmaður Íslands,“ sagði Lederman augnablikum eftir að úrslitin voru ljós.En af hverju Ísland?„Þið sendið bara bestu lögin í Eurovision, ég ræð ekki við mig. Og með þessi skilaboð í ár. Stjórnmál eru stór hluti daglegs lífs í Ísrael. Ísland hundsaði ekki ástandið heldur sendi lag með skilaboð sem tekur á stöðunni.“Lederman hitti meðlimi Hatara á rennslinu í gær.Nevo LedermanLederman og vinur hans eru sannfærðir um að Hatari hafi hafnað í öðru tveggja efstu sætanna í kvöld. Hann fagnar framlagi Hatara. „Lagið á svo vel við nú árið 2017. Þetta er ekki bara eitthvert ár. Þetta talar til mín í minni Eurovision í minni heimaborg.“ Hann telur þó alls ekki marga samlanda hans á sömu skoðun. Meiri mótbyr sé með laginu en meðbyr hér í landi. „En Tel Aviv er ekki eins og restin á Ísrael. Eins og Eurovision blaðran þá er Tel Aviv öðruvísi en restin af landinu. Þetta er líklega víða svona að í stórum borgum er fólk með opnari hug á meðan íhaldsemin og hræðslan ræður meira ríkjum í minni plássum.“ Eftir fjögur mögur ár er Ísland loksins komið í úrslit. Lederman fagnar ógurlega. „Þið eigið það svo skilið. Þetta hefur tekið alltof langan tíma.“ Lederman datt í lukkupottinn en hann eignaðist íslenska vini á meðan á keppni stóð. Fjölskyldur meðlima Hatara. „Ég kallaði áfram Ísland og þau sögðust vera fjölskyldan. Gleðin var svo fölskvalaus og yndislegt að fá að vera hluti af því.“Nevo Lederman með söngvurunum Klemensi og Matthíasi Tryggva.Nevo LedermanÞótt Lederman sé mikill aðdáandi Hatara er annar íslensku tónlistarmaður í uppáhaldi, söngkonan Svala Björgvinsdóttir. „Ég hitti Svölu árið 2017 í Íslendingapartýinu í Kiev. Ég er vandræðalega mikill aðdáandi hennar. Hún áritaði lítið plakat fyrir mig sem hangir í svefnherberginu mínu.“ Svala keppti fyrir Íslands hönd fyrir tveimur árum með lag sitt Paper. „Ég elska hana, fylgist með henni og varð fyrir vonbrigðum að lagið hennar komst ekki í úrslit Söngvakeppninnar. Ég elskaði lagið hennar, sendi henni mínar bestu kveðjur og vonandi man hún eftir mér.“
Eurovision Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af fögnuði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Sjá meira