Lífið

Jóhanna Guðrún komin 34 vikur á leið í Hataragalla

Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar
Jóhanna Guðrún söng Is it true í Moskvu árið 2009.
Jóhanna Guðrún söng Is it true í Moskvu árið 2009. Ólafur Már Svavarsson
Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tekur sig vel út í Hataragalla komin 34 vikur á leið. Jóhanna Guðrún á von á sínu öðru barni í júní.

Fjarðarpósturinn fékk þá hugmynd að fá Hafnfirðinginn Jóhönnu Guðrúnu til að klæða sig upp í Hataragalla í tilefni þess að tíu ár eru síðan hún lenti í öðru sæti í Eurovision í Moskvu árið 2009. Um er að ræða jafnbesta árangur Íslendinga en Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti, einmitt hér í Ísrael, árið 1999.

Sjá einnig: Þetta eru lögin sem ógna Hatara

Jóhanna Guðrún á von á syni en um er að ræða annað barn þeirra Davíðs Sigurgeirssonar. Olga Björt Þórðardóttir, ritstjóri Fjarðarpóstsins, segir Jóhönnu Guðrúnu hafa tekið vel í hugmynd hennar og Heiðrúnar Bjarkar Jóhannsdóttur.

Að neðan má sjá Jóhönnu Guðrúnu en Ólafur Már Svavarsson tók myndina en auk þeirra komu Elín Reynisdóttir og Rakel María Hjaltadóttir að tökunni.

Nánar á Fjarðarpóstinum.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir á von á sínu öðru barni í júní.Ólafur Már Svavarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×