Spjall Haukur Örn Birgisson skrifar 14. maí 2019 08:00 Við lifum á tímum stafrænna samskipta. Það er frábært að mörgu leyti en hefur aukaverkanir, eins og margt annað. Í viðskiptum getur fólk fundað, skrifast á og jafnvel undirritað samninga í gegnum tölvubúnað. Þeir námfúsu geta nælt sér í heilu háskólagráðurnar án þess að stíga fæti inn í skólabyggingu og ástvinir geta viðhaldið tengslum þrátt fyrir að búa í sitthvoru heimshorninu. En á sama tíma og við nýtum okkur kosti stafrænna samskipta þá fer okkur aftur í mannlegum samskiptum. Við erum hætt að hittast jafn mikið og við gerðum. Tala saman. Tjáningin fer nú fram með þumlum, fýluköllum, hlægiköllum og emoji-táknum. Merking raunverulegra orða tapast í stafrænni þýðingu og svipbrigðin eru falin á bak við svarta spegla snjallsímanna. Við glötum smátt og smátt hæfileikanum til þess að eiga spjall um ekki neitt, sem eru oft skemmtilegustu spjöllin. Þeir sem stunda heitu pottana eru reyndar öruggir með að halda í hæfileikann. Ég hitti prófessor á þessu sviði í gær, þegar ég ferðaðist með leigubíl að Keflavíkurflugvelli. Bílstjórinn kunni spjalllistina betur en flestir og það var augljóst að samfélagsmiðlunum hefur ekki tekist að eyðileggja hann. Á hálftíma ferðalagi ræddi hann við mig um allt frá gagnaverum á Suðurnesjum til barnanna minna. Frá Íslendingasögunum til lélegrar lögfræðiþjónustu. Þar sem ég bý stærstan hluta ársins í hinum stafræna heimi þá bar hann samræðurnar uppi. Ég svaraði bara. Það kom aldrei dauð stund þar sem þögnin réði ríkjum. Þetta var yndisleg bílferð og nærandi. Hann Egill ætti að halda námskeið í spjalli fyrir okkur hin og námskeiðið ætti að vera skyldufag, sem því miður endar líklegast á því að vera kennt í fjarnámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum stafrænna samskipta. Það er frábært að mörgu leyti en hefur aukaverkanir, eins og margt annað. Í viðskiptum getur fólk fundað, skrifast á og jafnvel undirritað samninga í gegnum tölvubúnað. Þeir námfúsu geta nælt sér í heilu háskólagráðurnar án þess að stíga fæti inn í skólabyggingu og ástvinir geta viðhaldið tengslum þrátt fyrir að búa í sitthvoru heimshorninu. En á sama tíma og við nýtum okkur kosti stafrænna samskipta þá fer okkur aftur í mannlegum samskiptum. Við erum hætt að hittast jafn mikið og við gerðum. Tala saman. Tjáningin fer nú fram með þumlum, fýluköllum, hlægiköllum og emoji-táknum. Merking raunverulegra orða tapast í stafrænni þýðingu og svipbrigðin eru falin á bak við svarta spegla snjallsímanna. Við glötum smátt og smátt hæfileikanum til þess að eiga spjall um ekki neitt, sem eru oft skemmtilegustu spjöllin. Þeir sem stunda heitu pottana eru reyndar öruggir með að halda í hæfileikann. Ég hitti prófessor á þessu sviði í gær, þegar ég ferðaðist með leigubíl að Keflavíkurflugvelli. Bílstjórinn kunni spjalllistina betur en flestir og það var augljóst að samfélagsmiðlunum hefur ekki tekist að eyðileggja hann. Á hálftíma ferðalagi ræddi hann við mig um allt frá gagnaverum á Suðurnesjum til barnanna minna. Frá Íslendingasögunum til lélegrar lögfræðiþjónustu. Þar sem ég bý stærstan hluta ársins í hinum stafræna heimi þá bar hann samræðurnar uppi. Ég svaraði bara. Það kom aldrei dauð stund þar sem þögnin réði ríkjum. Þetta var yndisleg bílferð og nærandi. Hann Egill ætti að halda námskeið í spjalli fyrir okkur hin og námskeiðið ætti að vera skyldufag, sem því miður endar líklegast á því að vera kennt í fjarnámi.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun