Innlent

Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál

Birgir Olgeirsson skrifar
Það lá vel á Mike Pompeo og Guðlaugi Þór þegar þeir hittust í Hörpu í dag.
Það lá vel á Mike Pompeo og Guðlaugi Þór þegar þeir hittust í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hittust á fundi í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í hádeginu í dag. Þar ræddu kollegarnir viðskipti Íslands og Bandaríkjanna, varnar- og öryggismál og norðurslóðmál.

Þetta er í annað skiptið sem Guðlaugur Þór og Pompeo hittast en í janúar síðastliðnum áttu þeir fund í Washington þar sem sömu mál voru til umræðu.

Féllust þeir í faðma fyrir framan ljósmyndara.Vísir/Vilhelm
Þetta er í fyrsta skiptið frá árinu 2008 sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir til Íslands í opinberum erindagjörðum en síðast sótti Condoleezza Rice Íslendinga heim.

Ísland tekur brátt við formennsku í Norðurskautsráðinu og má ætla að það hafi verið til umræðu hjá Guðlaugi Þór og Pompeo en fundur þeirra stóð yfir í um klukkustund.

Pompeo heldur af landi brott síðdegis í dag en áður mun hann kynna sér starfsemi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.


Tengdar fréttir

Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu norðurskautið

Yfirvöld Íslands og Bandaríkjanna ætla að kanna leiðir til að bæta viðskipti og fjárfestingar ríkja á milli og þar að auki auka samstarf varðandi öryggismál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×