Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 16:10 Vel fór á með þeim Pompeo og Guðlaugi Þór í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Sérstökum samráðsvettvangi á sviði viðskipta á milli Íslands og Bandaríkjanna verður komið á fót til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli ríkjanna. Þetta tilkynntu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund þeirra í Hörpu í dag. Pompeo fundaði með íslenska starfsbróður sínum og ræddu þeir meðal annars um viðskipti, öryggismál og norðurslóðir. Að þeim fundi loknum hitti bandaríski utanríkisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þau eru sögð hafa rætt um loftslagsmál, kjarnorkuafvopnun, norðurskautsmál auk tvíhliða samskipta ríkjanna. Guðlaugur Þór tilkynnti að þeir Pompeo hefðu í dag ákveðið að stofna viðræðuvettvang í viðskiptamálum. Í honum fælist meðal annars tvíhliða viðræður embættismanna en einnig einkageirans með það markmið að auka viðskipti og fjárfestingar á milli landann og efla tengsl einkageiranna. Pompeo sagðist telja að samráðsvettvangurinn myndi skila árangri strax en einnig til lengri framtíðar. Viðskiptasamband ríkjanna væri sterkt en hægt væri að bæta það enn frekar. Mikilvægt væri að fá einkaaðila til að tala saman og sjá tækifærin og markaðina sem væru til staðar í hvoru landinu fyrir sig. „Hvort sem það verður með formlegum viðskiptasamningi, sem væri mjög góð útkoma ef okkur tækist það, eða með almennum skilningi á að draga úr kostnaði, fyrirstöðum og hindrunum í vegi fyrirtækja að vinna í löndunum þá væri það líka gott,“ sagði Pompeo þegar hann var spurður hvort að fríverslunarsamningur á milli Íslands og Bandaríkjanna væri jafnvel í spilunum. Guðlaugur Þór sagði að aðild Íslands að Evrópska efnahagsbandalaginu kæmi ekki í veg fyrir að hægt væri að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin þar sem Ísland væri ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins. „Auðvitað viljum við náið viðskiptasamband við Bandaríkin og fríverslunarsamningur er auðvitað eitthvað sem við sækjumst eftir,“ sagði Guðlaugur Þór.Vanrækja ekki lengur vini sína Pompeo lofaði hlutverk Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og skaut í leiðinni á fyrri ríkisstjórn Baracks Obama forseta sem hann gaf í skyn að hefði vanrækt bandalagsþjóðir eins og Íslands og Austur-Evrópuþjóðir sem hann heimsótti fyrr í ferð sinni til Evrópu. „Við tökum ekki lengur vini okkar, sanna bandamenn, félaga okkar sem gefnum hlut. Við höfum einfaldlega ekki efni á að vanrækja þá. Til þess eru hagkerfi okkar bundin of nánum böndum,“ sagði bandaríski utanríkisráðherrann.Hægt er að horfa á blaðamannafund Pompeo og Guðlaugs Þórs í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Klippa: Blaðamannafundur Mike Pompeo og Guðlaugs Þórs Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Sérstökum samráðsvettvangi á sviði viðskipta á milli Íslands og Bandaríkjanna verður komið á fót til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli ríkjanna. Þetta tilkynntu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á sameiginlegum blaðamannafundi eftir fund þeirra í Hörpu í dag. Pompeo fundaði með íslenska starfsbróður sínum og ræddu þeir meðal annars um viðskipti, öryggismál og norðurslóðir. Að þeim fundi loknum hitti bandaríski utanríkisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þau eru sögð hafa rætt um loftslagsmál, kjarnorkuafvopnun, norðurskautsmál auk tvíhliða samskipta ríkjanna. Guðlaugur Þór tilkynnti að þeir Pompeo hefðu í dag ákveðið að stofna viðræðuvettvang í viðskiptamálum. Í honum fælist meðal annars tvíhliða viðræður embættismanna en einnig einkageirans með það markmið að auka viðskipti og fjárfestingar á milli landann og efla tengsl einkageiranna. Pompeo sagðist telja að samráðsvettvangurinn myndi skila árangri strax en einnig til lengri framtíðar. Viðskiptasamband ríkjanna væri sterkt en hægt væri að bæta það enn frekar. Mikilvægt væri að fá einkaaðila til að tala saman og sjá tækifærin og markaðina sem væru til staðar í hvoru landinu fyrir sig. „Hvort sem það verður með formlegum viðskiptasamningi, sem væri mjög góð útkoma ef okkur tækist það, eða með almennum skilningi á að draga úr kostnaði, fyrirstöðum og hindrunum í vegi fyrirtækja að vinna í löndunum þá væri það líka gott,“ sagði Pompeo þegar hann var spurður hvort að fríverslunarsamningur á milli Íslands og Bandaríkjanna væri jafnvel í spilunum. Guðlaugur Þór sagði að aðild Íslands að Evrópska efnahagsbandalaginu kæmi ekki í veg fyrir að hægt væri að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin þar sem Ísland væri ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins. „Auðvitað viljum við náið viðskiptasamband við Bandaríkin og fríverslunarsamningur er auðvitað eitthvað sem við sækjumst eftir,“ sagði Guðlaugur Þór.Vanrækja ekki lengur vini sína Pompeo lofaði hlutverk Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og skaut í leiðinni á fyrri ríkisstjórn Baracks Obama forseta sem hann gaf í skyn að hefði vanrækt bandalagsþjóðir eins og Íslands og Austur-Evrópuþjóðir sem hann heimsótti fyrr í ferð sinni til Evrópu. „Við tökum ekki lengur vini okkar, sanna bandamenn, félaga okkar sem gefnum hlut. Við höfum einfaldlega ekki efni á að vanrækja þá. Til þess eru hagkerfi okkar bundin of nánum böndum,“ sagði bandaríski utanríkisráðherrann.Hægt er að horfa á blaðamannafund Pompeo og Guðlaugs Þórs í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Klippa: Blaðamannafundur Mike Pompeo og Guðlaugs Þórs
Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira