Hver er besti vinur fjármálaráðherra? Þórir Garðarsson skrifar 15. febrúar 2019 14:18 Því er fljótsvarað. Það er erlendi ferðamaðurinn. Enginn annar skattgreiðandi skilar jafn miklum tekjum í ríkissjóð þann tíma sem hann dvelur hér. Enginn annar skattgreiðandi kostar ríkissjóð jafn lítið og erlendi ferðamaðurinn. Hvaða fjármálaráðherra kann ekki að meta slíkan gjaldanda? Erlendi ferðamaðurinn kemur hingað með fúlgur fjár. Þetta eru brakandi nýjar tekjur inn í þjóðarbúið. Fyrir aðeins 5 árum höfðum ekki nema brot af þessum tekjum.Virðisaukaskatturinn er kóngurinn Það er fyrst og fremst gegnum virðisaukaskattinn sem erlendi ferðamaðurinn sker sig úr sem skattgreiðandi. Virðisaukaskattur er neytendaskattur. Erlendi ferðamaðurinn er neytandi vöru og þjónustu hér á landi. Hann borgar alla upphæðina og fær lítið sem ekkert til baka. Fyrirtækin sem skila virðisaukaskattinum sjá bara um innheimtuna fyrir ríkissjóð. Þau borga hann ekki, það gerir erlendi ferðamaðurinn.Borga 20% af virðisaukaskattinum Hvernig er hægt að fullyrða að erlendi ferðamaðurinn skili meiri tekjum í ríkissjóð en við hin sem hér búum? Því er til að svara að erlendir ferðamenn eru að jafnaði um 10% af mannfjöldanum á degi hverjum. En þeir borga 20% af virðisaukaskattinum, sem er stærsti tekjustofn ríkissjóðs. Þeir eyða semsagt helmingi meiru á hverjum degi en við heimamenn. Ekkert ósvipað því sem við gerum sjálf á okkar ferðalögum erlendis. Í heildina borgum við íbúar landsins þó auðvitað meginþungann af sköttunum.Tekjurnar hækkuðu með fjölgun ferðamanna Árið 2017 innheimti ríkissjóður 230 milljarða króna í virðisaukaskatt. Af þeirri upphæð greiddu erlendir ferðamenn um 46 milljarða króna, eða 20%. Það skiptir ríkissjóð því afar miklu máli þegar nýir vel borgandi gjaldendur bætast við, eins og raunin er með erlenda ferðamenn. Þetta sést kannski best á því að frá 2013 til 2017 hækkuðu virðisaukaskattstekjur um 43% - á tímabili sem erlendum ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta milli ára.Ruglið í umræðunni Hvers vegna er ég að benda á þetta? Vita ekki allir hvað erlendir ferðamenn skipta þjóðarbúið miklu máli? Nei, því fer fjarri og erfiðast virðast margir stjórnmálamenn með að átta sig á því. Það sem virðist rugla þá í ríminu er hvernig ríkissjóður hagar uppgjöri sínu. Ríkið flokkar þessar tekjur eftir því hvað atvinnugreinar skila, en ekki eftir því hvað þær innheimta. Sú flokkun segir ekkert um það hvar neytendur borga virðisaukaskattinn eða hvort um innlenda eða erlenda neytendur er að ræða. Til að mynda borguðu neytendur 28 milljarða króna í virðisaukaskatt í stórmörkuðum og matvöruverslunum árið 2017. Þau fyrirtæki skiluðu 1,3 milljörðum króna í virðisaukaskatt. Segja skil verslananna eitthvað um virðisaukaskattinn sem neytendur greiddu við kassann? Að sjálfsögðu ekki. Það sama á við um ferðaþjónustuna. Virðisaukaskattsskil fyrirtækja í þeirri atvinnugrein (um 5 milljarðar króna árið 2017) segir ekkert um hvað ferðamennirnir sannanlega greiddu. Þar að auki eiga ferðamenn viðskipti við marga aðra en beint í ferðaþjónustunni, þar á meðal matvöruverslanir og olíufélög.Vanhugsaðar hugmyndir um aukagjöld Þegar stjórnmálamenn og aðrir fara enn einu sinni að tala um þörfina á því að ná meiri peningum af erlendum ferðamönnum með aukagjöldum þá virðist sem þeir hafi engan veginn áttað sig á því hvað ferðamennirnir eru nú þegar drjúg tekjulind fyrir hið opinbera. En um leið er kostnaður ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamanna mjög lítið hlutfall af tekjunum. Þeir eru fyrst og fremst gróðalind. Það er mun mikilvægara að fjárfesta í áframhaldandi komu þessara gesta og tryggja þannig enn meiri tekjur af þeim. Það gerum við ekki með tilviljanakenndri aukagjaldtöku, einfaldlega vegna þess að skattkerfið dugar alveg ágætlega til þessÞórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Því er fljótsvarað. Það er erlendi ferðamaðurinn. Enginn annar skattgreiðandi skilar jafn miklum tekjum í ríkissjóð þann tíma sem hann dvelur hér. Enginn annar skattgreiðandi kostar ríkissjóð jafn lítið og erlendi ferðamaðurinn. Hvaða fjármálaráðherra kann ekki að meta slíkan gjaldanda? Erlendi ferðamaðurinn kemur hingað með fúlgur fjár. Þetta eru brakandi nýjar tekjur inn í þjóðarbúið. Fyrir aðeins 5 árum höfðum ekki nema brot af þessum tekjum.Virðisaukaskatturinn er kóngurinn Það er fyrst og fremst gegnum virðisaukaskattinn sem erlendi ferðamaðurinn sker sig úr sem skattgreiðandi. Virðisaukaskattur er neytendaskattur. Erlendi ferðamaðurinn er neytandi vöru og þjónustu hér á landi. Hann borgar alla upphæðina og fær lítið sem ekkert til baka. Fyrirtækin sem skila virðisaukaskattinum sjá bara um innheimtuna fyrir ríkissjóð. Þau borga hann ekki, það gerir erlendi ferðamaðurinn.Borga 20% af virðisaukaskattinum Hvernig er hægt að fullyrða að erlendi ferðamaðurinn skili meiri tekjum í ríkissjóð en við hin sem hér búum? Því er til að svara að erlendir ferðamenn eru að jafnaði um 10% af mannfjöldanum á degi hverjum. En þeir borga 20% af virðisaukaskattinum, sem er stærsti tekjustofn ríkissjóðs. Þeir eyða semsagt helmingi meiru á hverjum degi en við heimamenn. Ekkert ósvipað því sem við gerum sjálf á okkar ferðalögum erlendis. Í heildina borgum við íbúar landsins þó auðvitað meginþungann af sköttunum.Tekjurnar hækkuðu með fjölgun ferðamanna Árið 2017 innheimti ríkissjóður 230 milljarða króna í virðisaukaskatt. Af þeirri upphæð greiddu erlendir ferðamenn um 46 milljarða króna, eða 20%. Það skiptir ríkissjóð því afar miklu máli þegar nýir vel borgandi gjaldendur bætast við, eins og raunin er með erlenda ferðamenn. Þetta sést kannski best á því að frá 2013 til 2017 hækkuðu virðisaukaskattstekjur um 43% - á tímabili sem erlendum ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta milli ára.Ruglið í umræðunni Hvers vegna er ég að benda á þetta? Vita ekki allir hvað erlendir ferðamenn skipta þjóðarbúið miklu máli? Nei, því fer fjarri og erfiðast virðast margir stjórnmálamenn með að átta sig á því. Það sem virðist rugla þá í ríminu er hvernig ríkissjóður hagar uppgjöri sínu. Ríkið flokkar þessar tekjur eftir því hvað atvinnugreinar skila, en ekki eftir því hvað þær innheimta. Sú flokkun segir ekkert um það hvar neytendur borga virðisaukaskattinn eða hvort um innlenda eða erlenda neytendur er að ræða. Til að mynda borguðu neytendur 28 milljarða króna í virðisaukaskatt í stórmörkuðum og matvöruverslunum árið 2017. Þau fyrirtæki skiluðu 1,3 milljörðum króna í virðisaukaskatt. Segja skil verslananna eitthvað um virðisaukaskattinn sem neytendur greiddu við kassann? Að sjálfsögðu ekki. Það sama á við um ferðaþjónustuna. Virðisaukaskattsskil fyrirtækja í þeirri atvinnugrein (um 5 milljarðar króna árið 2017) segir ekkert um hvað ferðamennirnir sannanlega greiddu. Þar að auki eiga ferðamenn viðskipti við marga aðra en beint í ferðaþjónustunni, þar á meðal matvöruverslanir og olíufélög.Vanhugsaðar hugmyndir um aukagjöld Þegar stjórnmálamenn og aðrir fara enn einu sinni að tala um þörfina á því að ná meiri peningum af erlendum ferðamönnum með aukagjöldum þá virðist sem þeir hafi engan veginn áttað sig á því hvað ferðamennirnir eru nú þegar drjúg tekjulind fyrir hið opinbera. En um leið er kostnaður ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamanna mjög lítið hlutfall af tekjunum. Þeir eru fyrst og fremst gróðalind. Það er mun mikilvægara að fjárfesta í áframhaldandi komu þessara gesta og tryggja þannig enn meiri tekjur af þeim. Það gerum við ekki með tilviljanakenndri aukagjaldtöku, einfaldlega vegna þess að skattkerfið dugar alveg ágætlega til þessÞórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun