Íslenski boltinn

Gary Martin hyggst spila með ÍBV í Inkasso

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gary Martin staldraði stutt við hjá Val en virðist vera tilbúinn að ílengjast í Vestmannaeyjum
Gary Martin staldraði stutt við hjá Val en virðist vera tilbúinn að ílengjast í Vestmannaeyjum vísir/vilhelm
Enski sóknarmaðurinn Gary Martin hyggst tilbúinn til að taka slaginn með ÍBV í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð, fari svo að liðið falli úr Pepsi-Max deildinni í sumar eins og stefnir í.

Staða ÍBV er mjög slæm þar sem Eyjamenn eru ellefu stigum frá öruggu sæti þegar átta umferðir eru eftir af mótinu.

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, gaf í skyn á Twitter reikningi sínum að Eyjaliðið væri fallið eftir 2-1 tap gegn Grindavík í gær. Hann fékk svar um hæl frá Gary Martin að ef það yrði tilfellið myndi hann verða með Eyjaliðinu í Inkasso-deildinni að ári.

Hinn 29 ára gamli Martin gekk í raðir ÍBV í byrjun þessa mánaðar og hefur skorað tvö mörk í fjórum leikjum en hann hefur skorað 47 mörk í 100 leikjum í efstu deild hér á landi með ÍA, KR, Víkingi R. og Val auk ÍBV.

Þá hefur Martin skorað 19 mörk í þeim 25 leikjum sem hann hefur spilað í B-deild en það gerði hann með Skagamönnum 2010 og 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×