Hvítlaukshátíðinni í Gilroy var við það að ljúka í gærkvöldi, eða um hálf sex að staðartíma, þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Vitni segja manninn hafa verið hvítan, á fertugsaldri og notað riffil við verknaðinn.
Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Michael Paz, hattasölumanni á hátíðinni, að árásarmaðurinn hafi jafnframt verið íklæddur skotheldu vesti og því greinilega mætt í þeim tilgangi að skjóta á fólk. Í umfjöllun CNN um árásina frá því í gær má sjá myndbönd af vettvangi þar sem hátíðargestir flýja undan árásarmanninum. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan.
Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar biðlaði hann til hátíðargesta að „fara varlega“.
Law Enforcement is at the scene of shootings in Gilroy, California. Reports are that shooter has not yet been apprehended. Be careful and safe!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019