Þrír látnir í skotárás á matarhátíð í Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2019 06:54 Frá vettvangi í Gilroy í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Þrír eru látnir og fimmtán særðir eftir skotárás á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu skömmu eftir að hann hóf skothríð. Lögregla rannsakar nú hvort byssumaðurinn hafi átt sér vitorðsmann sem hafi flúið vettvang. Hvítlaukshátíðinni í Gilroy var við það að ljúka í gærkvöldi, eða um hálf sex að staðartíma, þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Vitni segja manninn hafa verið hvítan, á fertugsaldri og notað riffil við verknaðinn.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Michael Paz, hattasölumanni á hátíðinni, að árásarmaðurinn hafi jafnframt verið íklæddur skotheldu vesti og því greinilega mætt í þeim tilgangi að skjóta á fólk. Í umfjöllun CNN um árásina frá því í gær má sjá myndbönd af vettvangi þar sem hátíðargestir flýja undan árásarmanninum. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan.Scot Smithee, lögreglustjóri í Gilroy, sagði á blaðamannafundi í gær að árásarmaðurinn hafi komist inn á hátíðarsvæðið með því að klippa gat á girðingu. Lögreglumenn voru þegar á vettvangi vegna hátíðarinnar og brugðust þeir skjótt við þegar árásarmaðurinn hóf skothríð. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar biðlaði hann til hátíðargesta að „fara varlega“.Law Enforcement is at the scene of shootings in Gilroy, California. Reports are that shooter has not yet been apprehended. Be careful and safe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019 Gilroy er um fimmtíu kílómetra suður af borginni San Jose. Hvítlaukshátíðin hefur verið haldin árlega í bænum síðan árið 1979. Skotárásin í borginni í gærkvöldi er sú 246. í Bandaríkjunum það sem af er ári. Tölurnar ná yfir þær árásir þar sem fjórir eða fleiri látast eða særast. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Þrír eru látnir og fimmtán særðir eftir skotárás á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu skömmu eftir að hann hóf skothríð. Lögregla rannsakar nú hvort byssumaðurinn hafi átt sér vitorðsmann sem hafi flúið vettvang. Hvítlaukshátíðinni í Gilroy var við það að ljúka í gærkvöldi, eða um hálf sex að staðartíma, þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Vitni segja manninn hafa verið hvítan, á fertugsaldri og notað riffil við verknaðinn.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Michael Paz, hattasölumanni á hátíðinni, að árásarmaðurinn hafi jafnframt verið íklæddur skotheldu vesti og því greinilega mætt í þeim tilgangi að skjóta á fólk. Í umfjöllun CNN um árásina frá því í gær má sjá myndbönd af vettvangi þar sem hátíðargestir flýja undan árásarmanninum. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan.Scot Smithee, lögreglustjóri í Gilroy, sagði á blaðamannafundi í gær að árásarmaðurinn hafi komist inn á hátíðarsvæðið með því að klippa gat á girðingu. Lögreglumenn voru þegar á vettvangi vegna hátíðarinnar og brugðust þeir skjótt við þegar árásarmaðurinn hóf skothríð. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar biðlaði hann til hátíðargesta að „fara varlega“.Law Enforcement is at the scene of shootings in Gilroy, California. Reports are that shooter has not yet been apprehended. Be careful and safe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019 Gilroy er um fimmtíu kílómetra suður af borginni San Jose. Hvítlaukshátíðin hefur verið haldin árlega í bænum síðan árið 1979. Skotárásin í borginni í gærkvöldi er sú 246. í Bandaríkjunum það sem af er ári. Tölurnar ná yfir þær árásir þar sem fjórir eða fleiri látast eða særast.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira