Lífið

For­dóma­full tíst send út í nafni Jessicu Alba

Sylvía Hall skrifar
Jessica Alba.
Jessica Alba. Vísir/Getty
Leikkonan Jessica Alba varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að óprúttinn aðili komst inn á Twitter-aðgang hennar. Aðdáendur leikkonunnar fóru allt í einu að verða varir við tíst sem voru ekki í takt við fyrri færslur leikkonunnar, sem hingað til hafa snúið að daglegu lífi hennar og verið í jákvæðari kantinum.

Í einni færslu var því haldið fram að Þýskaland nasismans hafi „ekki gert neitt rangt“ og síðar var spjótunum beint að fötluðum og samkynhneigðum á niðrandi hátt. Þá var einnig skrifað að Bush væri ekki ábyrgur fyrir hryðjuverkaárásunum þann 9. september 2001 þar sem það væri fötluðum og samkynhneigðum einstaklingum að kenna.









Þá var kallað eftir því að rapparinn YNW Melly yrði sleppt úr fangelsi en hann var dæmdur fyrir morð tveggja vina sinna fyrr á árinu, aðeins 19 ára gamall. Var í því samhengi notað neikvætt orð um þá sem eru dökkir á hörund.

Færslunum hefur nú verið eytt af síðu leikkonunnar. Hvorki hún né fjölmiðlafulltrúar hennar hafa tjáð sig um færslurnar sem stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×