Forgangsröðun Davíð Stefánsson skrifar 29. júlí 2019 07:00 Heilbrigðisþjónusta varðar það sem mestu skiptir, hamingju og lífsgæði fólks. Flest erum við sammála um að nýta sameiginlega sjóði til að tryggja örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu aðgengilega öllum landsmönnum. En þetta kostar sitt. Nýir möguleikar til greiningar og meðferðar sjúkdóma kalla á æ meiri kostnað. Næstu áratugi aukast áskoranirnar enn með meiri öldrun þjóðarinnar og lægri fæðingartíðni. Þar sem fjármagn er af skornum skammti verður stóra málið forgangsröðun fjármuna og hagkvæmasta nýting þeirra. Sú heilbrigðisstefna til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti nú í sumar fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu betri þjónustu við sjúklinga. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við þá ofurtrú ráðherrans að ríkisvaldið eitt eigi að sinna heilbrigðismálum. Gagnrýnt var að lítið samráð væri haft við hryggjarstykkið í íslenskri heilbrigðisþjónustu, það er alla þá sem standa utan ríkisrekinna stofnana. Kröfunni um fyrsta flokks þjónustu við sjúklinga með hagkvæmni að leiðarljósi verður best svarað með því að hvetja til samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Þannig nýtast fjármunir skattgreiðenda best. Þróa þarf áfram sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á vegum annarra en hins opinbera með greiðsluþátttöku ríkisvaldsins á sömu forsendum og þjónusta hins opinbera. Þannig kaupi ríkið fyrir fram skilgreinda þjónustu en nýti samkeppni og fjölbreytt rekstrarform til að ná fram hagræðingu, aukinni hagkvæmni og gæðum. Heilbrigðisráðherra ritaði nýlega grein um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Þar sagði hún kröfur um forgangsröðun aukast og mikilvægt sé að byggt sé á skýrum viðmiðum og siðferðilegum gildum sem sátt ríki um. Undir þetta skal tekið. Þessi forgangsröðun er eitt af erfiðari viðfangsefnum stjórnmála komandi ára. Það var því eftir því tekið þegar Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, ritaði nýlega grein þar sem hann rifjar upp fyrri stefnumörkun og litlar efndir. Dæmi þar um er skýrsla um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu frá árinu 1998 sem unnin var af þingmönnum allra flokka, þverfaglegum hópi heilbrigðisstarfsmanna og siðfræðingum frá Háskóla Íslands. Eftir samþykkt Alþingis hefur ríkt grafarþögn. Sama gildir um ýmis fyrri verk, svo sem heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og 2020, ásamt stefnumótun í málefnum aldraðra. Stefnum er ekki fylgt. „Hefur einu gilt hvort áraði vel eða illa í þjóðarbúskapnum. Nú hefur verið birt heilbrigðisstefna til ársins 2030. Höfum við tryggingu fyrir því að þeirri heilbrigðisstefnu eða nýrri stefnumótun um forgangsröðun verði fylgt, fremur en fyrr?“ spyr Pálmi. Prófessorinn hvetur til þess að opinber stjórnsýsla, sem hafi vaxið fiskur um hrygg, skoði árangur fyrri stefnumótunarvinnu á sviði heilbrigðisþjónustu. Hvað hafi gengið eftir og hvað ekki og koma með tillögur með áherslu á ábyrga eftirfylgd. – Er það ekki skynsamlegt áður en lengra er haldið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Skoðun Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta varðar það sem mestu skiptir, hamingju og lífsgæði fólks. Flest erum við sammála um að nýta sameiginlega sjóði til að tryggja örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu aðgengilega öllum landsmönnum. En þetta kostar sitt. Nýir möguleikar til greiningar og meðferðar sjúkdóma kalla á æ meiri kostnað. Næstu áratugi aukast áskoranirnar enn með meiri öldrun þjóðarinnar og lægri fæðingartíðni. Þar sem fjármagn er af skornum skammti verður stóra málið forgangsröðun fjármuna og hagkvæmasta nýting þeirra. Sú heilbrigðisstefna til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti nú í sumar fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu betri þjónustu við sjúklinga. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við þá ofurtrú ráðherrans að ríkisvaldið eitt eigi að sinna heilbrigðismálum. Gagnrýnt var að lítið samráð væri haft við hryggjarstykkið í íslenskri heilbrigðisþjónustu, það er alla þá sem standa utan ríkisrekinna stofnana. Kröfunni um fyrsta flokks þjónustu við sjúklinga með hagkvæmni að leiðarljósi verður best svarað með því að hvetja til samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Þannig nýtast fjármunir skattgreiðenda best. Þróa þarf áfram sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á vegum annarra en hins opinbera með greiðsluþátttöku ríkisvaldsins á sömu forsendum og þjónusta hins opinbera. Þannig kaupi ríkið fyrir fram skilgreinda þjónustu en nýti samkeppni og fjölbreytt rekstrarform til að ná fram hagræðingu, aukinni hagkvæmni og gæðum. Heilbrigðisráðherra ritaði nýlega grein um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Þar sagði hún kröfur um forgangsröðun aukast og mikilvægt sé að byggt sé á skýrum viðmiðum og siðferðilegum gildum sem sátt ríki um. Undir þetta skal tekið. Þessi forgangsröðun er eitt af erfiðari viðfangsefnum stjórnmála komandi ára. Það var því eftir því tekið þegar Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, ritaði nýlega grein þar sem hann rifjar upp fyrri stefnumörkun og litlar efndir. Dæmi þar um er skýrsla um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu frá árinu 1998 sem unnin var af þingmönnum allra flokka, þverfaglegum hópi heilbrigðisstarfsmanna og siðfræðingum frá Háskóla Íslands. Eftir samþykkt Alþingis hefur ríkt grafarþögn. Sama gildir um ýmis fyrri verk, svo sem heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og 2020, ásamt stefnumótun í málefnum aldraðra. Stefnum er ekki fylgt. „Hefur einu gilt hvort áraði vel eða illa í þjóðarbúskapnum. Nú hefur verið birt heilbrigðisstefna til ársins 2030. Höfum við tryggingu fyrir því að þeirri heilbrigðisstefnu eða nýrri stefnumótun um forgangsröðun verði fylgt, fremur en fyrr?“ spyr Pálmi. Prófessorinn hvetur til þess að opinber stjórnsýsla, sem hafi vaxið fiskur um hrygg, skoði árangur fyrri stefnumótunarvinnu á sviði heilbrigðisþjónustu. Hvað hafi gengið eftir og hvað ekki og koma með tillögur með áherslu á ábyrga eftirfylgd. – Er það ekki skynsamlegt áður en lengra er haldið?
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun