Íslenski boltinn

Erlendur gefið 28 gul spjöld í síðustu þremur leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erlendur gaf tíu gul spjöld í leik Fylkis og KR í gær.
Erlendur gaf tíu gul spjöld í leik Fylkis og KR í gær. vísir/vilhelm
Erlendur Eiríksson hefur haft í nógu að snúast í síðustu þremur leikjum sem hann hefur dæmt í Pepsi Max-deild karla. Í þessum þremur leikjum hefur hann gefið samtals 28 gul spjöld.

Í gær dæmdi Erlendur leik Fylkis og KR í Árbænum. KR-ingar unnu leikinn, 1-4, og náði tíu stiga forskoti á toppi deildarinnar. Erlendur lyfti gula spjaldinu tíu sinnum, þar af sex sinnum í fyrri hálfleik. Málarameistarinn spjaldaði fimm leikmenn úr hvoru liði.

Á sunnudaginn fyrir viku dæmdi Erlendur leik KA og ÍA á Akureyri sem endaði með 1-1 jafntefli. Erlendur gaf níu gul spjöld í leiknum. Fimm Skagamenn fengu áminningu og fjórir KA-menn.

Laugardaginn 13. júlí dæmdi Erlendur svo leik ÍBV og FH í Eyjum sem gestirnir unnu, 1-2. Þá lyfti málarameistarinn gula spjaldinu níu sinnum.

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson fékk tvö gul spjöld og þar með rautt. Hann fékk bæði spjöldin í uppbótartíma.

Erlendur dæmdi ekkert í fyrra en hefur komið sterkur inn í dómgæsluna í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×