Innslag um íslenska landsliðið í fréttaþætti EM Anton Ingi Leifsson skrifar 11. október 2019 11:00 Hannes Þór Halldórsson. vísir/skjáskot Íslenska landsliðið var til umfjöllunar í fréttaþætti undankeppni EM 2020 fyrir leik liðsins gegn heimsmeisturum Frakka. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Laugardalnum í kvöld en að því tilefni kíktu framleiðendur fréttaþáttarins til Íslands og spjölluðu við þá Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson. Hannes er ekki bara markvörður heldur einnig er hann leikstjóri og fyrsta spurningin var hvenær hann hafi ákveðið að verða knattspyrnumaður. „Þegar ég var 19-20 ára var ég ekkert að pæla í því að verða fótboltamaður. Ég vildi verða leikstjóri og ég vann sem leikstjóri og gerði auglýsingar, tónlistarmyndbönd og sjónvarpsþætti á sama tíma og ég lék með landsliðinu,“ sagði Hannes. Ísland tapaði fyrri leiknum í riðlinum gegn Frakklandi 4-0 á útivelli en Hannes varði einu sinni stórkostlega frá Oliver Giroud. „Ég var ánægður með vörsluna. Hún er ein af mínum betri. Það var heldur ekki leiðinlegt að mæta á leikvanginn með 40 myndavélar á manni og fulla stúku.“ „Ég er hrifin af þessum hægu myndum og augnablik sem þessi verða en stórkostlegri. Það er frábært hvernig kvikmyndataka getur tekið hversdagslegan hlut og gert hann svo dramatískan.“ Hannes viðurkennir það að hann viti yfirleitt hvar myndavélarnar eru þegar hann spilar fótboltaleiki enda hugsar hann bæði sem leikstjóri og fótboltamaður. „Ég hugsa til þess að þegar ég ver þá hugsa ég hvar myndavélarnar eru staðsettar. Ég veit sirka hvar þær eru og veit að sum sjónarhorn eru betri en önnur.“ Gylfi Sigurðsson verður með fyrirliðabandið í kvöld þar sem Aron Einar Gunnarsson er meiddur og Everton-maðurinn horfir björtum augum til kvöldsins. „Ég er spenntur fyrir leiknum og það verður gaman að mæta þeim á heimavelli. Það verður líklega dálítið kalt fyrir þá og við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarið. Þetta er besta landslið heims.“ Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Innslag um Ísland í fréttaþætti undankeppni EM EM 2020 í fótbolta Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Íslenska landsliðið var til umfjöllunar í fréttaþætti undankeppni EM 2020 fyrir leik liðsins gegn heimsmeisturum Frakka. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Laugardalnum í kvöld en að því tilefni kíktu framleiðendur fréttaþáttarins til Íslands og spjölluðu við þá Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson. Hannes er ekki bara markvörður heldur einnig er hann leikstjóri og fyrsta spurningin var hvenær hann hafi ákveðið að verða knattspyrnumaður. „Þegar ég var 19-20 ára var ég ekkert að pæla í því að verða fótboltamaður. Ég vildi verða leikstjóri og ég vann sem leikstjóri og gerði auglýsingar, tónlistarmyndbönd og sjónvarpsþætti á sama tíma og ég lék með landsliðinu,“ sagði Hannes. Ísland tapaði fyrri leiknum í riðlinum gegn Frakklandi 4-0 á útivelli en Hannes varði einu sinni stórkostlega frá Oliver Giroud. „Ég var ánægður með vörsluna. Hún er ein af mínum betri. Það var heldur ekki leiðinlegt að mæta á leikvanginn með 40 myndavélar á manni og fulla stúku.“ „Ég er hrifin af þessum hægu myndum og augnablik sem þessi verða en stórkostlegri. Það er frábært hvernig kvikmyndataka getur tekið hversdagslegan hlut og gert hann svo dramatískan.“ Hannes viðurkennir það að hann viti yfirleitt hvar myndavélarnar eru þegar hann spilar fótboltaleiki enda hugsar hann bæði sem leikstjóri og fótboltamaður. „Ég hugsa til þess að þegar ég ver þá hugsa ég hvar myndavélarnar eru staðsettar. Ég veit sirka hvar þær eru og veit að sum sjónarhorn eru betri en önnur.“ Gylfi Sigurðsson verður með fyrirliðabandið í kvöld þar sem Aron Einar Gunnarsson er meiddur og Everton-maðurinn horfir björtum augum til kvöldsins. „Ég er spenntur fyrir leiknum og það verður gaman að mæta þeim á heimavelli. Það verður líklega dálítið kalt fyrir þá og við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarið. Þetta er besta landslið heims.“ Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Innslag um Ísland í fréttaþætti undankeppni EM
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira