Allt að 25 stig í dag og „fínasta veður“ um verslunarmannahelgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2019 07:48 Það lítur út fyrir mikil hlýindi í dag. Skjáskot/veðurstofa íslands Búast má við áframhaldandi hlýindum í dag en veður fer síðan smám saman kólnandi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá lítur út fyrir að veðrið um næstu helgi, verslunarmannahelgina, verði gott víðast hvar á landinu. Í dag verður austlæg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri þegar líður daginn og hiti 18 til 25 stig. „Ekki njóta þó öll landsvæði veðurblíðunnar því búast má við þrálátu þokulofti við Húnaflóa og austantil á landinu með mun svalara veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá verða stöku skúradembur suðvestantil á landinu síðdegis í dag og á öllu sunnanverðu landinu í nótt. Heldur hvassari vindur á morgun og víða skúrir, síst þó norðan- og norðvestanlands.Í hæðarsvæði um verslunarmannahelgi Nú styttist jafnframt óðum í verslunarmannahelgina sem ber upp um næstu helgi. „Ekki er annað að sjá en að boðið verði upp á fínasta veður um allt land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings um verslunarmannahelgarveðrið. Er vísað til þess að „ágætur stöðugleiki“ hafi verið í spám undanfarna daga en um verslunarmannahelgina verði landið inni í hæðarsvæði. Því verði hægur vindur og víða þurrt og bjart á föstudag og laugardag og hiti að 20 stigum. Þó verður heldur skýjaðra og dálitlar skúrir á sunnudag og mánudag. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Austlæg átt 5-13 m/s og skúrir, en úrkomulítið norðantil. Hiti 10 til 22 stig að deginum, hlýjast í innsveitum vestanlands, en svalast við A-ströndina. Á miðvikudag:Austlæg átt 5-10 m/s, en hvassara við suður- og norðurströndina. Skúrir sunnantil á landinu, en annars bjartviðri. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag, föstudag og laugardag:Austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt, en þokubakkar við norður- og austurströndina. Hiti 12 til 20 stig. Á sunnudag:Austlæg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Kólnar lítið eitt. Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Búast má við áframhaldandi hlýindum í dag en veður fer síðan smám saman kólnandi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá lítur út fyrir að veðrið um næstu helgi, verslunarmannahelgina, verði gott víðast hvar á landinu. Í dag verður austlæg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri þegar líður daginn og hiti 18 til 25 stig. „Ekki njóta þó öll landsvæði veðurblíðunnar því búast má við þrálátu þokulofti við Húnaflóa og austantil á landinu með mun svalara veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá verða stöku skúradembur suðvestantil á landinu síðdegis í dag og á öllu sunnanverðu landinu í nótt. Heldur hvassari vindur á morgun og víða skúrir, síst þó norðan- og norðvestanlands.Í hæðarsvæði um verslunarmannahelgi Nú styttist jafnframt óðum í verslunarmannahelgina sem ber upp um næstu helgi. „Ekki er annað að sjá en að boðið verði upp á fínasta veður um allt land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings um verslunarmannahelgarveðrið. Er vísað til þess að „ágætur stöðugleiki“ hafi verið í spám undanfarna daga en um verslunarmannahelgina verði landið inni í hæðarsvæði. Því verði hægur vindur og víða þurrt og bjart á föstudag og laugardag og hiti að 20 stigum. Þó verður heldur skýjaðra og dálitlar skúrir á sunnudag og mánudag. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Austlæg átt 5-13 m/s og skúrir, en úrkomulítið norðantil. Hiti 10 til 22 stig að deginum, hlýjast í innsveitum vestanlands, en svalast við A-ströndina. Á miðvikudag:Austlæg átt 5-10 m/s, en hvassara við suður- og norðurströndina. Skúrir sunnantil á landinu, en annars bjartviðri. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag, föstudag og laugardag:Austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt, en þokubakkar við norður- og austurströndina. Hiti 12 til 20 stig. Á sunnudag:Austlæg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Kólnar lítið eitt.
Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira