Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 12:36 Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða hér málin í anddyri hótelsins í hádeginu. vísir/vilhelm Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. Sólveig Anna lýsir því sem ótrúlegri senu þegar hún ásamt félögum sínum í Eflingu mætti á hótelið á sérstökum bíl þar sem félagsmönnum gefst tækifæri á að greiða atkvæði um boðun verkfalls starfsfólks sem starfar við þrif á hótelum og gistiheimilum. Að sögn Sólveigar Önnu tók eigandi hótelsins á móti henni í anddyri þess og segir hún Árna Val hafa meinað starfsfólkinu að greiða atkvæði. Telur hún að um tólf starfsmenn hótelsins hafi ætlað sér að greiða atkvæði en ekkert varð af því. „Eigandinn tók á móti okkur og sendi okkur skýr skilaboð um að við værum ekki velkomin,“ segir Sólveig Anna og bætir við að hóteleigandinn hafi sagt að starfsfólkið mætti ekki greiða atkvæði á vinnutíma. Árni Valur, eigandi hótelsins, segir í samtali við Vísi að Efling hafi ekki rétt á því að koma á hótelið með þessum hætti enda sé verið að trufla starfsmenn við vinnu sína. Þau hafi boðað komu sína á hótelið klukkan 12 en þá væru starfsmennirnir ekki í pásu. Ef þau myndu koma klukkan 14 væru starfsmennirnir hins vegar í pásu og ekki verið að trufla þá við vinnu sína. Atkvæðagreiðslan fer ekki aðeins fram í fyrrnefndum bíl sem keyrir á milli vinnustaða heldur einnig á netinu. Árni Valur vísar því á bug að hann hafi bannað starfsfólki sínu að greiða atkvæði í dag heldur hafi hann þvert á móti undanfarna daga hvatt þau til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. „Því ég veit það að vel flestir ef ekki allir af mínum starfsmönnum vilja ekki fara í verkfall. Við erum búin að ræða þetta og þau eru búin að vera í öngum sínum að tala við mig og spyrja þá „Verðum við að fara í verkfall?““ Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. Sólveig Anna lýsir því sem ótrúlegri senu þegar hún ásamt félögum sínum í Eflingu mætti á hótelið á sérstökum bíl þar sem félagsmönnum gefst tækifæri á að greiða atkvæði um boðun verkfalls starfsfólks sem starfar við þrif á hótelum og gistiheimilum. Að sögn Sólveigar Önnu tók eigandi hótelsins á móti henni í anddyri þess og segir hún Árna Val hafa meinað starfsfólkinu að greiða atkvæði. Telur hún að um tólf starfsmenn hótelsins hafi ætlað sér að greiða atkvæði en ekkert varð af því. „Eigandinn tók á móti okkur og sendi okkur skýr skilaboð um að við værum ekki velkomin,“ segir Sólveig Anna og bætir við að hóteleigandinn hafi sagt að starfsfólkið mætti ekki greiða atkvæði á vinnutíma. Árni Valur, eigandi hótelsins, segir í samtali við Vísi að Efling hafi ekki rétt á því að koma á hótelið með þessum hætti enda sé verið að trufla starfsmenn við vinnu sína. Þau hafi boðað komu sína á hótelið klukkan 12 en þá væru starfsmennirnir ekki í pásu. Ef þau myndu koma klukkan 14 væru starfsmennirnir hins vegar í pásu og ekki verið að trufla þá við vinnu sína. Atkvæðagreiðslan fer ekki aðeins fram í fyrrnefndum bíl sem keyrir á milli vinnustaða heldur einnig á netinu. Árni Valur vísar því á bug að hann hafi bannað starfsfólki sínu að greiða atkvæði í dag heldur hafi hann þvert á móti undanfarna daga hvatt þau til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. „Því ég veit það að vel flestir ef ekki allir af mínum starfsmönnum vilja ekki fara í verkfall. Við erum búin að ræða þetta og þau eru búin að vera í öngum sínum að tala við mig og spyrja þá „Verðum við að fara í verkfall?““
Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07
Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00