R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 18:45 Kelly gefur sig fram við lögreglu á föstudag. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af eru níu brot gegn stúlkum undir lögaldri. Sjá einnig: R. Kelly handtekinn í Chicago Handtökuskipun var gefin út á hendur R. Kelly á föstudag og gaf hann sig fram við lögregluyfirvöld í Chicago í kjölfarið. Hann var leiddur fyrir dómara í dag eftir að hafa eytt helginni í fangelsinu í Cook-sýslu. Á laugardag var tryggingargjald hans ákvarðað og nemur það einni milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. BREAKING: Attorney pleads not guilty on behalf of R&B singer R. Kelly, who faces 10 counts of aggravated sexual abuse. — The Associated Press (@AP) 25 February 2019 Steven Greenberg, lögmaður tónlistarmannsins, sagði í samtali við fréttamenn á laugardaginn að skjólstæðingur hans væri saklaus, hann væri rokkstjarna og þyrfti því ekki að stunda „ósamþykkt kynlíf“.Steven Greenberg, lögmaður R. Kelly.Vísir/GettyFleiri myndbönd líta dagsins ljósMichael Avenatti er lögmaður sex fórnarlamba Kelly. Hann segist hafa nú þegar afhent saksóknara eitt myndband sem sýni Kelly í kynlífsathöfnum við ólögráða stúlku og hyggst afhenda annað myndband sem færi sönnur fyrir brotum Kelly.I can confirm that we will be providing a second video showing R. Kelly engaged in sexual assault of a minor to prosecutors this morning. This tape was recently uncovered in connection with our ongoing nationwide investigation on behalf of victims. Justice must be done. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) 25 February 2019 „Ég get staðfest að við munum afhenda annað myndband sem sýnir að R. Kelly tók þátt í kynferðislegri árás á ólögráða stúlku,“ skrifaði Avenatti á Twitter-síðu sína og sagði myndbandið hafa komið í ljós eftir að farið var að rannsaka brot Kelly á landsvísu. Þá segir hann mikilvægt að réttlætinu sé fullnægt. Avenatti deildi skjáskotum úr einu myndbandinu á Twitter-síðu sinni á föstudag. Þá segir hann það vera ljóst að Kelly var meðvitaður um aldur fórnarlambsins en hún kallar hann ítrekað „pabba“ í myndbandinu og hann minnist á að hún sé aðeins fjórtán ára gömul í rúmlega tíu skipti. Á blaðamannafundi sem Avenatti hélt í kjölfar birtingu skjáskotanna segir hann myndbandið einnig sýna Kelly í munnmökum við stúlkuna, samförum og endaþarmsmökum. Verði Kelly sakfelldur í öllum ákæruliðum gæti hann átt yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsi þar sem hvert brot nemur um sjö ára refsingu. Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af eru níu brot gegn stúlkum undir lögaldri. Sjá einnig: R. Kelly handtekinn í Chicago Handtökuskipun var gefin út á hendur R. Kelly á föstudag og gaf hann sig fram við lögregluyfirvöld í Chicago í kjölfarið. Hann var leiddur fyrir dómara í dag eftir að hafa eytt helginni í fangelsinu í Cook-sýslu. Á laugardag var tryggingargjald hans ákvarðað og nemur það einni milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. BREAKING: Attorney pleads not guilty on behalf of R&B singer R. Kelly, who faces 10 counts of aggravated sexual abuse. — The Associated Press (@AP) 25 February 2019 Steven Greenberg, lögmaður tónlistarmannsins, sagði í samtali við fréttamenn á laugardaginn að skjólstæðingur hans væri saklaus, hann væri rokkstjarna og þyrfti því ekki að stunda „ósamþykkt kynlíf“.Steven Greenberg, lögmaður R. Kelly.Vísir/GettyFleiri myndbönd líta dagsins ljósMichael Avenatti er lögmaður sex fórnarlamba Kelly. Hann segist hafa nú þegar afhent saksóknara eitt myndband sem sýni Kelly í kynlífsathöfnum við ólögráða stúlku og hyggst afhenda annað myndband sem færi sönnur fyrir brotum Kelly.I can confirm that we will be providing a second video showing R. Kelly engaged in sexual assault of a minor to prosecutors this morning. This tape was recently uncovered in connection with our ongoing nationwide investigation on behalf of victims. Justice must be done. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) 25 February 2019 „Ég get staðfest að við munum afhenda annað myndband sem sýnir að R. Kelly tók þátt í kynferðislegri árás á ólögráða stúlku,“ skrifaði Avenatti á Twitter-síðu sína og sagði myndbandið hafa komið í ljós eftir að farið var að rannsaka brot Kelly á landsvísu. Þá segir hann mikilvægt að réttlætinu sé fullnægt. Avenatti deildi skjáskotum úr einu myndbandinu á Twitter-síðu sinni á föstudag. Þá segir hann það vera ljóst að Kelly var meðvitaður um aldur fórnarlambsins en hún kallar hann ítrekað „pabba“ í myndbandinu og hann minnist á að hún sé aðeins fjórtán ára gömul í rúmlega tíu skipti. Á blaðamannafundi sem Avenatti hélt í kjölfar birtingu skjáskotanna segir hann myndbandið einnig sýna Kelly í munnmökum við stúlkuna, samförum og endaþarmsmökum. Verði Kelly sakfelldur í öllum ákæruliðum gæti hann átt yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsi þar sem hvert brot nemur um sjö ára refsingu.
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11
R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53
Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50