Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. ágúst 2019 12:00 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Kennsla hefst í skólanum í næstu viku. Mynd/FB Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. Mistökin uppgötvuðust um leið og tölvupóstur umsjónarkennara við skólann hafði verið sendur út til nemenda og segir Elvar Jónsson, starfandi skólameistari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti að strax hafi verið brugðist við. „Þetta eru bara mannleg mistök þar sem að vitlaust skjal fer í viðhengi frá umsjónarkennara. Við erum í býsna öflugu ferli núna að innleiða ný persónuverndarlög og njótum þar sérfræðiaðstoðar og við munum setja það inn í það ferli að reyna með öllum hætti að fyrirbyggja að þetta geti gerst,“ segir Elvar. Gögnin sem send voru út snerta tuttugu nema við skólann og voru send á aðra tuttugu nema sem eru að hefja skólagöngu við skólann í haust. Gögnin innihéldu meðal annars upplýsingar um mætingu og líðan nemenda. „Þetta eru gögn út viðtölum umsjónarkennara en þarna eru ekki kennitölur eða full nöfn en vissulega fornöfn og í einhverjum tilfellum millinöfn og hluti af þessum upplýsingum geta vissulega talist viðkvæmar persónuupplýsingar en málið er núna hjá Persónuvernd þar sem að við tilkynntum þennan öryggisbrest strax,“ segir Elvar. Strax var haft samband við alla hlutaðeigandi í málinu og þeir sem höfðu fengið póstinn beðnir um að eyða honum. Þá var einnig haft samband við þá sem gögnin vörðuðu. „Við höfðum samband við alla þá sem gögnin varðaði um, alla sem við náðum í símleiðis og ræddum málin við þá og fórum yfir stöðuna og fengum, að ég held að sé óhætt að segja heilt yfir, hlý og góð viðbrögð og skilning á þessu og fólk var ánægt að fá svona persónulegt viðtal strax um málið,“ segir Elvar. Elvar getur ekki svarað því hvort málið mun hafa einhverjar afleiðingar. „Ég á ekkert frekar von á því en auðvitað er það alveg réttur fólks að gera slík og ég virði hann að sjálfsögðu,“ segir Elvar. Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. Mistökin uppgötvuðust um leið og tölvupóstur umsjónarkennara við skólann hafði verið sendur út til nemenda og segir Elvar Jónsson, starfandi skólameistari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti að strax hafi verið brugðist við. „Þetta eru bara mannleg mistök þar sem að vitlaust skjal fer í viðhengi frá umsjónarkennara. Við erum í býsna öflugu ferli núna að innleiða ný persónuverndarlög og njótum þar sérfræðiaðstoðar og við munum setja það inn í það ferli að reyna með öllum hætti að fyrirbyggja að þetta geti gerst,“ segir Elvar. Gögnin sem send voru út snerta tuttugu nema við skólann og voru send á aðra tuttugu nema sem eru að hefja skólagöngu við skólann í haust. Gögnin innihéldu meðal annars upplýsingar um mætingu og líðan nemenda. „Þetta eru gögn út viðtölum umsjónarkennara en þarna eru ekki kennitölur eða full nöfn en vissulega fornöfn og í einhverjum tilfellum millinöfn og hluti af þessum upplýsingum geta vissulega talist viðkvæmar persónuupplýsingar en málið er núna hjá Persónuvernd þar sem að við tilkynntum þennan öryggisbrest strax,“ segir Elvar. Strax var haft samband við alla hlutaðeigandi í málinu og þeir sem höfðu fengið póstinn beðnir um að eyða honum. Þá var einnig haft samband við þá sem gögnin vörðuðu. „Við höfðum samband við alla þá sem gögnin varðaði um, alla sem við náðum í símleiðis og ræddum málin við þá og fórum yfir stöðuna og fengum, að ég held að sé óhætt að segja heilt yfir, hlý og góð viðbrögð og skilning á þessu og fólk var ánægt að fá svona persónulegt viðtal strax um málið,“ segir Elvar. Elvar getur ekki svarað því hvort málið mun hafa einhverjar afleiðingar. „Ég á ekkert frekar von á því en auðvitað er það alveg réttur fólks að gera slík og ég virði hann að sjálfsögðu,“ segir Elvar.
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15