Níddist á brotnum stúlkum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. ágúst 2019 08:45 Mótmælendur með myndir af Epstein við dómhús í New York í júlí. Fréttablaðið/Getty Fyrir rúmum tveimur áratugum festi viðskiptajöfurinn og kynferðisafbrotamaðurinn Jeffrey Epstein kaup á lítilli eyju sem tilheyrir Bandarísku Jómfrúaeyjunum, Little St. James Island. Heimamenn á nærliggjandi eyjum sögðu þá við héraðsmiðla að miklar breytingar væru að verða á eyjunni við eigendaskiptin; gróðri var rutt burt, bandarískir fánar blöktu við hún og öryggisverðir stóðu vörð um strandlínuna.Barnaníðseyjan Little St. James Island hefur undanfarið verið einstaklega áberandi í fjölmiðlum eftir að meint kynferðisbrot Epsteins komust í hámæli. Eyjan hefur verið uppnefnd Svalleyjan, Barnaníðseyjan og Eyja syndanna. Bloomberg greinir frá því að sjálfur hafi Epstein viljað kallað eyjuna Little St. Jeff’s. Þó að umtal um eyjuna alræmdu hafi að mestu verið byggt á orðrómi undanfarin ár verður að teljast líklegt að frekara ljósi verði varpað á staðreyndir málsins á næstunni, en á mánudag réðust tugir alríkislögreglumanna inn á heimili Epsteins á eyjunni til þess að afla sér frekari gagna um þær alvarlegu sakir sem bornar hafa verið á hann og samverkafólk hans, meðal annars Ghislaine Maxwell. Sú er talin hafa sigtað út ungar stúlkur sem hún seldi svo mansali. Maxwell er dóttir Ians Roberts Maxwell sem var um tíma þingmaður og fyrirferðarmikill í bresku viðskiptalífi, en eftir dauða hans kom í ljós að veldið var byggt á sandi. Hann hafði stolið hundruðum milljóna punda úr rekstrinum og veldið hrundi skömmu eftir dauða hans, þrátt fyrir tilraunir barna hans til að endurreisa viðskiptaveldi föður síns.Frá Litlu St. James-eyju.Yngstu tólf ára Samkvæmt heimildum Miami Herald raðaði Epstein í kringum sig dyggum samstarfsfélögum á eyjunni sem seldu stúlkur mansali, þær yngstu sem vitað er um um 12 ára aldur, til vændiskaupenda. Þeim stúlkum og konum sem stigið hafa fram og sagst fórnarlömb Epsteins og félaga á eyjunni illræmdu ber saman um að þær hafi verið þvingaðar til kynferðislegra athafna og í sumum tilvikum haldið í gíslingu. Sarah Ransome, sem hefur sakað Epstein um að þvinga sig til samræðis við frægan lögmann, Alan Dershowitz, þegar hún var á tvítugsaldri, lýsti því að hafa reynt að flýja af eyjunni með því að synda á brott. Hún lýsti því að hópur manna, þar á meðal Epstein og Maxwell, hefði fundið hana og komið henni fyrir á eyjunni á ný. Hún lýsti því hvernig þau tóku af henni vegabréfið til að aftra henni för. Fleiri stúlkur hafa lýst sambærilegri framkomu af hálfu Epsteins og félaga. Enn fleiri stúlkur og starfsmenn í kringum þá ólöglegu og óhugnanlegu starfsemi sem fram fór á eyjunni hafa lýst því að vegabréf hafi verið gerð upptæk og lýst því að fjöldi stúlkna undir lögaldri hafi gengið um eyjuna fáklæddur. Dershowitz er þekktastur fyrir að hafa verið hluti lögfræðiteymis O.J. Simpson, þegar sá síðarnefndi var sýknaður eftir að hafa verið gefið að sök að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína og vin hennar.Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum um síðustu helgi. Réttarlæknir New York-borgar greindi frá því í gær að krufning hefði staðfest að hann hefði hengt sig.Fréttablaðið/EpsteinLifði í vellystingum í afplánun Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Alex Acosta, sagði embætti sínu lausu á dögunum vegna tengsla við mál Epsteins, en hann starfaði sem saksóknari í Flórída þegar Epstein var til rannsóknar hjá alríkislögreglunni fyrir rúmum áratug vegna ásakana um kynferðisbrot á stúlkum undir lögaldri og gruns um mansal. Acosta hafði milligöngu um samning sem gerður var við Epstein í leyni. Þannig var samið um að Epstein sæti inni í 13 mánuði fyrir minni brot og í staðinn var rannsókn á málum hans hætt. Epstein átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi á þessum tíma. Á meðan lögfræðiteymi Epsteins vann að samningnum var auðjöfurinn hins vegar önnum kafinn við að gera upp eignir sínar á eyjunni. Á þessum tíma byggði hann heilsulind, nýtt eldhús, tvö gestaherbergi og stofu sem leiddi niður kjallara inn á eins konar leiksvið á setri hans á Svalleyjunni.Stórir leikmenn hjá Epstein Virginia Roberts, ein þeirra sem saka Epstein um að hafa haldið sér föngnum, sagði lögmönnum sínum í viðtali árið 2011 að hún hefði séð fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton, á gangi með tveimur ungum stúlkum á eyjunni. Clinton hefur neitað ásökununum og kveðst aldrei hafa stigið fæti á eyjuna. Það er hins vegar óumdeilt að Bill Clinton var vinur Epsteins, flaug oft með lúxusþotu hans og heimsótti hann til Little St. James eyjunnar. Ásakanir gegn Andrew Bretaprins er að finna í skjölum vegna málsóknar á hendur Epstein. Einn þolenda Epsteins greindi frá því fyrir dómi að Epstein hefði haldið sér sem kynlífsþræl á árunum 1999 til 2002 og lánað sig út til valdamikilla manna, meðal annars breska prinsins. Þá hefur komið í ljós að Epstein lánaði fyrrverandi eiginkonu Andrews, Söruh Ferguson, 24.000 pund til að greiða upp skuldir sínar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nágranni hans á Palm Beach. Hann flaug eins og margir í einkaþotu Epsteins og hefur verið orðaður við heimsóknir til eyjunnar.Epstein með Donald og Melaniu Trump, þá Knauss, í Mar-a-Lago-klúbbi Trump á Flórída árið 2000. Við hlið Epstein er Ghislaine Maxwell sem hefur verið bendluð við glæpi hans.FréttablaðiðSamsæriskenningarnar Epstein var 66 ára gamall þegar hann fannst látinn í klefa sínum í Metropolitan-fangelsinu á Manhattan. Hann horfði fram á langan dóm og að mæta þolendum sínum í réttarsal undir smásjá alheimspressunnar. Hann var meðvitaður um að hann myndi í þetta sinn ekki njóta forréttinda. Af þeim sökum er talið líklegt að hann hafi fyrirfarið sér. Það voru lögfræðingar Epsteins sem báðu um að hann yrði tekinn af sjálfsmorðsvakt í fangelsinu. Og það þrátt fyrir að hann fáeinum vikum áður hefði misst meðvitund í klefanum og þá með áverka á hálsi. Margar samsæriskenningar hafa litið dagsins ljós í kjölfar dauða Epsteins og þær spretta úr frjóum jarðvegi enda slapp hann vel frá fyrri brotum sínum. Þá vekur það spurningar hvers vegna ekki var nægjanlegt eftirlit með Epstein daginn sem hann lést. Fangaverðirnir sem gættu hans hafa verið reknir og fangelsisstjórinn færður til í starfi. Borgarstjóri New York, Bill de Blasio, sagði stuttu eftir andlát Epsteins að það væri „aðeins of heppilegt“ fyrir ákveðna einstaklinga að hann væri látinn. Hann gæti ekki lengur ljóstrað því upp hverjum hann hefði veitt aðgang að stúlkunum sem hann níddist á. „Það sem mörg okkar vilja vita er, hvað vissum við í raun og veru mikið?“ sagði borgarstjórinn við fjölmiðla í Bandaríkjunum. „Hversu margir aðrir milljarðamæringar tóku þátt í ólöglegri starfsemi hans? Þær upplýsingar dóu ekki með Jeffrey Epstein. Það þarf að rannsaka þetta nánar.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35 Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21 Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur áratugum festi viðskiptajöfurinn og kynferðisafbrotamaðurinn Jeffrey Epstein kaup á lítilli eyju sem tilheyrir Bandarísku Jómfrúaeyjunum, Little St. James Island. Heimamenn á nærliggjandi eyjum sögðu þá við héraðsmiðla að miklar breytingar væru að verða á eyjunni við eigendaskiptin; gróðri var rutt burt, bandarískir fánar blöktu við hún og öryggisverðir stóðu vörð um strandlínuna.Barnaníðseyjan Little St. James Island hefur undanfarið verið einstaklega áberandi í fjölmiðlum eftir að meint kynferðisbrot Epsteins komust í hámæli. Eyjan hefur verið uppnefnd Svalleyjan, Barnaníðseyjan og Eyja syndanna. Bloomberg greinir frá því að sjálfur hafi Epstein viljað kallað eyjuna Little St. Jeff’s. Þó að umtal um eyjuna alræmdu hafi að mestu verið byggt á orðrómi undanfarin ár verður að teljast líklegt að frekara ljósi verði varpað á staðreyndir málsins á næstunni, en á mánudag réðust tugir alríkislögreglumanna inn á heimili Epsteins á eyjunni til þess að afla sér frekari gagna um þær alvarlegu sakir sem bornar hafa verið á hann og samverkafólk hans, meðal annars Ghislaine Maxwell. Sú er talin hafa sigtað út ungar stúlkur sem hún seldi svo mansali. Maxwell er dóttir Ians Roberts Maxwell sem var um tíma þingmaður og fyrirferðarmikill í bresku viðskiptalífi, en eftir dauða hans kom í ljós að veldið var byggt á sandi. Hann hafði stolið hundruðum milljóna punda úr rekstrinum og veldið hrundi skömmu eftir dauða hans, þrátt fyrir tilraunir barna hans til að endurreisa viðskiptaveldi föður síns.Frá Litlu St. James-eyju.Yngstu tólf ára Samkvæmt heimildum Miami Herald raðaði Epstein í kringum sig dyggum samstarfsfélögum á eyjunni sem seldu stúlkur mansali, þær yngstu sem vitað er um um 12 ára aldur, til vændiskaupenda. Þeim stúlkum og konum sem stigið hafa fram og sagst fórnarlömb Epsteins og félaga á eyjunni illræmdu ber saman um að þær hafi verið þvingaðar til kynferðislegra athafna og í sumum tilvikum haldið í gíslingu. Sarah Ransome, sem hefur sakað Epstein um að þvinga sig til samræðis við frægan lögmann, Alan Dershowitz, þegar hún var á tvítugsaldri, lýsti því að hafa reynt að flýja af eyjunni með því að synda á brott. Hún lýsti því að hópur manna, þar á meðal Epstein og Maxwell, hefði fundið hana og komið henni fyrir á eyjunni á ný. Hún lýsti því hvernig þau tóku af henni vegabréfið til að aftra henni för. Fleiri stúlkur hafa lýst sambærilegri framkomu af hálfu Epsteins og félaga. Enn fleiri stúlkur og starfsmenn í kringum þá ólöglegu og óhugnanlegu starfsemi sem fram fór á eyjunni hafa lýst því að vegabréf hafi verið gerð upptæk og lýst því að fjöldi stúlkna undir lögaldri hafi gengið um eyjuna fáklæddur. Dershowitz er þekktastur fyrir að hafa verið hluti lögfræðiteymis O.J. Simpson, þegar sá síðarnefndi var sýknaður eftir að hafa verið gefið að sök að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína og vin hennar.Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum um síðustu helgi. Réttarlæknir New York-borgar greindi frá því í gær að krufning hefði staðfest að hann hefði hengt sig.Fréttablaðið/EpsteinLifði í vellystingum í afplánun Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Alex Acosta, sagði embætti sínu lausu á dögunum vegna tengsla við mál Epsteins, en hann starfaði sem saksóknari í Flórída þegar Epstein var til rannsóknar hjá alríkislögreglunni fyrir rúmum áratug vegna ásakana um kynferðisbrot á stúlkum undir lögaldri og gruns um mansal. Acosta hafði milligöngu um samning sem gerður var við Epstein í leyni. Þannig var samið um að Epstein sæti inni í 13 mánuði fyrir minni brot og í staðinn var rannsókn á málum hans hætt. Epstein átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi á þessum tíma. Á meðan lögfræðiteymi Epsteins vann að samningnum var auðjöfurinn hins vegar önnum kafinn við að gera upp eignir sínar á eyjunni. Á þessum tíma byggði hann heilsulind, nýtt eldhús, tvö gestaherbergi og stofu sem leiddi niður kjallara inn á eins konar leiksvið á setri hans á Svalleyjunni.Stórir leikmenn hjá Epstein Virginia Roberts, ein þeirra sem saka Epstein um að hafa haldið sér föngnum, sagði lögmönnum sínum í viðtali árið 2011 að hún hefði séð fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton, á gangi með tveimur ungum stúlkum á eyjunni. Clinton hefur neitað ásökununum og kveðst aldrei hafa stigið fæti á eyjuna. Það er hins vegar óumdeilt að Bill Clinton var vinur Epsteins, flaug oft með lúxusþotu hans og heimsótti hann til Little St. James eyjunnar. Ásakanir gegn Andrew Bretaprins er að finna í skjölum vegna málsóknar á hendur Epstein. Einn þolenda Epsteins greindi frá því fyrir dómi að Epstein hefði haldið sér sem kynlífsþræl á árunum 1999 til 2002 og lánað sig út til valdamikilla manna, meðal annars breska prinsins. Þá hefur komið í ljós að Epstein lánaði fyrrverandi eiginkonu Andrews, Söruh Ferguson, 24.000 pund til að greiða upp skuldir sínar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nágranni hans á Palm Beach. Hann flaug eins og margir í einkaþotu Epsteins og hefur verið orðaður við heimsóknir til eyjunnar.Epstein með Donald og Melaniu Trump, þá Knauss, í Mar-a-Lago-klúbbi Trump á Flórída árið 2000. Við hlið Epstein er Ghislaine Maxwell sem hefur verið bendluð við glæpi hans.FréttablaðiðSamsæriskenningarnar Epstein var 66 ára gamall þegar hann fannst látinn í klefa sínum í Metropolitan-fangelsinu á Manhattan. Hann horfði fram á langan dóm og að mæta þolendum sínum í réttarsal undir smásjá alheimspressunnar. Hann var meðvitaður um að hann myndi í þetta sinn ekki njóta forréttinda. Af þeim sökum er talið líklegt að hann hafi fyrirfarið sér. Það voru lögfræðingar Epsteins sem báðu um að hann yrði tekinn af sjálfsmorðsvakt í fangelsinu. Og það þrátt fyrir að hann fáeinum vikum áður hefði misst meðvitund í klefanum og þá með áverka á hálsi. Margar samsæriskenningar hafa litið dagsins ljós í kjölfar dauða Epsteins og þær spretta úr frjóum jarðvegi enda slapp hann vel frá fyrri brotum sínum. Þá vekur það spurningar hvers vegna ekki var nægjanlegt eftirlit með Epstein daginn sem hann lést. Fangaverðirnir sem gættu hans hafa verið reknir og fangelsisstjórinn færður til í starfi. Borgarstjóri New York, Bill de Blasio, sagði stuttu eftir andlát Epsteins að það væri „aðeins of heppilegt“ fyrir ákveðna einstaklinga að hann væri látinn. Hann gæti ekki lengur ljóstrað því upp hverjum hann hefði veitt aðgang að stúlkunum sem hann níddist á. „Það sem mörg okkar vilja vita er, hvað vissum við í raun og veru mikið?“ sagði borgarstjórinn við fjölmiðla í Bandaríkjunum. „Hversu margir aðrir milljarðamæringar tóku þátt í ólöglegri starfsemi hans? Þær upplýsingar dóu ekki með Jeffrey Epstein. Það þarf að rannsaka þetta nánar.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35 Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21 Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35
Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21
Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57