Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. febrúar 2019 14:18 Eins og sjá má eru veðurviðvaranir í gildi um nánast allt land. veðurstofa íslands Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. Appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðausturland, Austurland, Austfirði og Suðausturland auk miðhálendisins að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings. „Þar erum við að spá vindi upp í allt að 30 metra á sekúndu og vindhviður um og yfir 50 metrar á sekúndu staðbundið þannig að þetta er vonskuveður sem er að ganga yfir. Það byrjar þá í fyrramálið og stendur megnið af deginum á morgun,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir mögulega hættu á foktjóni þegar vindur nær þeim styrk sem spáð er. „Já, vissulega. Við erum með þéttbýlisstaði þarna á Norður- og Austurlandi, Akureyri og Egilsstaði, það má reikna með foktjóni, við getum ekkert dregið fjöður yfir það.“ Auk þess má gera ráð fyrir hvassvirði á Norðvesturlandi og Suðurlandi og verða gular veðurviðvaranir í gildi þar á morgun. „Það gengur eiginlega mjög hægt yfir á morgun. Það er ekki fyrr en undir kvöld sem það fer að draga úr því á austanverðu landinu.“ Þorsteinn segir að veðrið á morgun þar sem það verður verst vera byljótt. Hvassviðrið gæti náð til höfuðborgarsvæðisins. „Suðvestanáttin er mjög slæm víða þarna, til dæmis við Eyjafjörðinn, á Austurlandi og Austfjörðum. Hún verður mjög byljótt þegar hún steypist af fjöllunum og niður í þéttbýlið. Það þarf ekki miklu að muna ef lægðin fer aðeins vestar þá kemur hvassviðrið og stormurinn yfir höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Þorsteinn.En fylgir þessu einhver ofankoma? „Það er nú aðallega rigning og talsverð rigning á sunnaverðu landinu, Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Svo kólnar annað kvöld en þetta er mest bara rigning á láglendi.“Gerið þið ráð fyrir því að þetta komi til með að hafa áhrif á samgöngur? „Já, við gerum ráð fyrir því. Flugsamgöngur allavega innanlands eru svona frekar í uppnámi myndi ég segja fyrir morgundaginn,“ segir Þorsteinn. Veður Tengdar fréttir Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. Appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðausturland, Austurland, Austfirði og Suðausturland auk miðhálendisins að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings. „Þar erum við að spá vindi upp í allt að 30 metra á sekúndu og vindhviður um og yfir 50 metrar á sekúndu staðbundið þannig að þetta er vonskuveður sem er að ganga yfir. Það byrjar þá í fyrramálið og stendur megnið af deginum á morgun,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir mögulega hættu á foktjóni þegar vindur nær þeim styrk sem spáð er. „Já, vissulega. Við erum með þéttbýlisstaði þarna á Norður- og Austurlandi, Akureyri og Egilsstaði, það má reikna með foktjóni, við getum ekkert dregið fjöður yfir það.“ Auk þess má gera ráð fyrir hvassvirði á Norðvesturlandi og Suðurlandi og verða gular veðurviðvaranir í gildi þar á morgun. „Það gengur eiginlega mjög hægt yfir á morgun. Það er ekki fyrr en undir kvöld sem það fer að draga úr því á austanverðu landinu.“ Þorsteinn segir að veðrið á morgun þar sem það verður verst vera byljótt. Hvassviðrið gæti náð til höfuðborgarsvæðisins. „Suðvestanáttin er mjög slæm víða þarna, til dæmis við Eyjafjörðinn, á Austurlandi og Austfjörðum. Hún verður mjög byljótt þegar hún steypist af fjöllunum og niður í þéttbýlið. Það þarf ekki miklu að muna ef lægðin fer aðeins vestar þá kemur hvassviðrið og stormurinn yfir höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Þorsteinn.En fylgir þessu einhver ofankoma? „Það er nú aðallega rigning og talsverð rigning á sunnaverðu landinu, Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Svo kólnar annað kvöld en þetta er mest bara rigning á láglendi.“Gerið þið ráð fyrir því að þetta komi til með að hafa áhrif á samgöngur? „Já, við gerum ráð fyrir því. Flugsamgöngur allavega innanlands eru svona frekar í uppnámi myndi ég segja fyrir morgundaginn,“ segir Þorsteinn.
Veður Tengdar fréttir Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent