Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 4. mars 2019 22:15 vísir/bára Það var um sannkallaðan úrslitaleik í deildarkeppninni að ræða þegar Stjarnan tók á móti Njarðvík í 19. umferð úrvalsdeildar karla. Fyrir leikinn þótti ljóst að það lið sem næði sigri myndi eflaust verða deildarmeistarar ef fram héldi sem horfði. Í æsispennandi leik þar sem hvorugt lið var með öruggt forskot breyttist allt í eftir umdeilt atvik í fjórða leikhluta milli Colin Pryor og Mario Matasovic. Svo fór að lokum að Stjarnan hafði betur og vann með sex stigum, 82-76. Brandon Rozzell, sem hafði byrjað seinasta leik liðanna með 8 stig í fyrsta leikhluta, var heldur hægur í gang í þessum leik og Stjarnan hélt sér inni í leiknum á fyrstu 10 mínútunum með þriggja stiga skotsýningu frá Ægi Þór sem setti þrjá þrista í röð. Njarðvík var hins vegar að rúlla nokkuð vel sóknarlega til að byrja með og höfðu eins stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 18-19. Liðin tóku sitt hvort áhlaupið í byrjun annars leikhluta en Njarðvíkingar höfðu þó alltaf yfirhöndina og misstu Stjörnumenn aldrei fram úr sér. Það sérkennilega atvik gerðist að einn dómari leiksins, Leifur Garðarsson, þurfti að fara út af eftir að hafa fengið íþróttameiðsli þegar mínuta var eftir af fyrri hálfleik. Seinasta mínútan spilaðist með tveimur dómurum á meðan að Gunnlaugur Briem var kallaður úr stúkunni til að hlaupa í skarðið fyrir Leif. Staðan í hálfleik var 40-45 fyrir Njarðvík. Seinni hálfleikurinn fór að mestu vel fram í fyrstu og Njarðvík hélt forystunni allan þriðja leikhlutann með ágætum sóknartilburðum og nægilega góðri vörn til að Stjarnan næði ekki að komast fram úr þeim í stigaskori. Leikhlutinn fór 16-13 og staðan því 56-58 þegar 10 mínútur lifðu leiks. Fljótlega í fjórða leikhluta náðu Stjörnumenn forystunni með sóknartilburðum hjá Colin og Brandon þegar leikurinn hringsnerist skyndilega á einu umdeildu atviki. Mislukkuð sending hjá Njarðvík leiddi til hraðaupphlaups hjá Stjörnunni þar sem smá skruðningur varð undir körfunni milli Colin og Mario. Colin fékk villu í sniðskoti en setti olnbogann í andlitið á Mario á sama tíma. Mario öskraði við áreksturinn og uppskar tæknivillu frá dómurum leiksins. Honum fór að blæða úr sári undir auganu og þjálfara Njarðvíkur, Einari Árna Jóhannssyni, stóð ekki á sama. Hann uppskar tæknivillu sömuleiðis eftir heitt samtal við dómara leiksins og svo til að bæta gráu ofan á svart var þriðja tæknivillan dæmd á bekk Njarðvíkur eftir að aðstoðarþjálfarinn hélt áfram að mótmæla. Stjarnan fékk því þrjú víti sem Antti Kanervo tók og setti þau öll og svo fékk Colin vítaskotin sín tvö og setti þau bæði sömuleiðis. Stjarnan var því skyndilega komin með 5 stig úr einni sókn og Mario hjá Njarðvík kominn út af með 5 villur. Sex stiga forystan sem Stjarnan hafði eftir þetta atvik reyndist vera lokamunurinn á liðunum þó að Njarðvíkingar voru alltaf að reyna að minnka muninn. Lokastaðan varð því 82-76, Stjörnunni í vil.vísir/báraAf hverju vann Stjarnan? Útaf dómurunum ef þú spyrð einhvern í Njarðvík í kvöld. Sóknarleikur Garðbæingana var frábær í fjórða leikhluta, þeir skora 26 stig þrátt fyrir að þeirra besti sóknarmaður, Brandon Rozzell, hafi átt virkilega slakan leik sóknarlega. Njarðvík náðu ekki að nýta sóknirnar jafnvel þegar á reyndi í fjórða leikhluta. Hverjir stóðu upp úr? Collin Pryor steig heldur betur upp í fjórða leikhluta og skoraði í honum 10 stig. Hann var bæði duglegur að ná í sóknarfráköst og síðan á hann liðsfélaga sem komu honum í frábær færi nokkrum sinnum. Þetta er leikmaður sem gerir alltaf mjög vel í vörninni og þegar hann nær líka að skora svona er það frábær bónus fyrir liðið hans. Ægir Þór Steinarsson skilaði 15 mjög skilvirkum stigum. Auk þess var hann gríðarlega mikilvægur í að halda Elvari Má niðri varnarlega. Hann var líka með 4 stoðsendingar og stýrði sóknarleik Stjörnunnar mjög vel í kvöld. Jeb Ivey setti niður fullt af erfiðum skotum fyrir Njarðvík í kvöld. Það er þó spurning hvort hann gæti verið með hærri skotnýtingu ef hann myndi reyna að komast í auðveldari skot. Elvar Már Friðriksson skilaði sínu varnarlega og lét boltann ganga vel. Hann skoraði hinsvegar bara eitt stig seinasta korterið í leiknum sem er einfaldlega ekki nóg frá leikmanni eins og honum í svona leik. Hvað gekk illa? Brandon Rozzell var ekki sjálfum sér líkur í kvöld. Hann var ekki að setja niður skotin sín og lét það klárlega pirra sig mikið. Tók oft allan takt úr sóknarleik Stjörnunnar með að drippla heilu sóknirnar. Hann er hinsvegar heppinn að eiga góða liðsfélaga sem unnu leikinn í kvöld. Varnarleikur Njarðvík í fjórða leikhluta var alls ekki góður. Stjarnan tók 16 sóknarfráköst í kvöld sem er klárlega áhyggjuatriði fyrir Njarðvík. Sóknarleikur Njarðvíkur varð rosalega oft bara allir að horfa og bíða eftir að einhver gerði eitthvað. Þegar þeir duttu í þann gír þá skoruðu þeir einfaldlega jafn mikið og þegar þeir létu boltann ganga. Hvað gerist næst? Stjörnumenn geta fagnað því að vera á toppnum í kvöld ef þeir vilja. Njarðvík fær ÍR í heimsókn næsta fimmtudag klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni. Síðan heimsækir Stjarnan KR í stórleik umferðarinnar á föstudaginn klukkan 20:00. Sá leikur er auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport. vísir/báraCollin: Erum ekki eftir af ástæðulausu„Við vissum eftir bikarúrslitin að þetta yrði erfiður leikur. Við vissum að þeir myndu vilja hefna sín og að bæði lið væru að fara að berjast. Við erum ekki efstir í deildinni af ástæðulausu og við sýndum það klárlega í kvöld,” sagði Collin Pryor leikmaður Stjörnunnar eftir leik kvöldsins. Stjarnan er ekki búin að spila keppnisleik síðan í bikarúrsiltunum á móti Njarðvík fyrir rúmlega tveimur vikum síðan. Collin taldi það samt ekki trufla Stjörnuna mikið.„Ég held að við séum eitt af liðum sem þetta hafði minnst áhrif á þar sem við erum með svo marga landsliðsmenn. Við vorum allir að spila á svo háu gæðastigi í fríinu svo það truflaði okkur ekki mikið. Liðsheildin er okkar er bara svo frábær svo það var ekkert mál fyrir okkur að koma úr fríinu og spila frábærlega saman aftur.” Njarðvík voru að hitta mjög vel úr þriggja stiga skotunum sínum í fyrri hálfleik en þeir hittu síðan ekki jafn vel í fjórða leikhluta. Collin var ekki ánægður með varnarleikinn framan af.„Við vorum klárlega ekki að spila nógu vel varnarlega en þeir eiga klárlega líka hrós skilið fyrir að vera frábærir skotmenn. Þeir voru að hitta bæði úr opnum og dekkuðum skotum. Við verðum að taka til í varnarleiknum okkar til að tryggja að við leyfa svona mikið af opnum skotum í framhaldinu.” Þið tókuð semsagt til í varnarleiknum ykkar í fjórða leikhluta?„Klárlega. Varnarleikurinn er okkar einkennismerki. Þegar sóknarleikurinn er ekki að ganga verðum við að geta treyst á varnarleikinn okkar. Sóknarleikurinn mun aldrei vera of mikið vandamál með þennan mannskap en varnarleikurinn verður alltaf að vera á sínum stað.” Collin sem er ekki endilega alltaf lykilmaður sóknarlega fyrir Stjörnuna skoraði í kvöld 16 stig þar af 10 í fjórða leikhluta. Hann vill samt meina að liðsfélagar sínir eigi heiðurinn fyrir meirihlutann af þessum stigum enda hógvær maður að eðlisfari. „Bara liðsfélagar mínir. Þeir komu mér í góð færi og ég náði síðan velja ágætlega hvenær ég skaut. Síðan bara að vera duglegur að berjast allan leikinn.” vísir/báraJeb:Ef þú hittir ertu hetja en ef ekki ertu rekinn „Ég er bara mjög vonsvikinn. Á allri leikævinni minni hef ég aldrei upplifað svona áður, þrjár tæknivillur í einni sókn. Ég skildi ekki hvað var í gangi, leitaðist eftir útskýringum en fékk þær ekki að mínu mati,“ sagði Jeb Ivey um umdeilt atvik í fjórða leikhluta. Honum fannst þetta hafa verið vendipunkturinn í leiknum en lagði jafnframt áherslu á að liðið þyrfti að vera andlega reiðubúið fyrir svona högg. „Það væri ágætt að hafa innbyrðis viðureignina á þá, en deildarmeistaratitilinn er ekki sá titill sem skiptir mestu máli.“ Jeb skildi mikilvægi leiksins en sagði þó að öll lið yrðu að geta unnið útileiki í úrslitakeppninni, sama hvaða sæti þau væru í. „Heimavöllurinn hjálpar en þú verður að geta unnið úti líka.“Það sást að Einar Árni þjálfari Njarðvíkur öskraði á Jeb eftir að Jeb klikkaði á þriggja stiga skoti þegar tæplega tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Eftir smá umhugsun var þetta það sem Jeb hafði að segja um hvað Einar hafi sagt.„Hann sagði, Jeb settu niður fjárans skotið." Vildi hann að þú myndir taka skotið seinna eða annað skot?„Við vorum með kerfi tilbúið sem gekk ekki alveg upp. Eftir að það mistókst var ég með boltann í höndunum og þurfti að hugsa hratt. Ég ákvað láta vaða og boltinn fór ekki niður. Ef þú hittir ertu hetja en ef ekki ertu rekinn." Dominos-deild karla
Það var um sannkallaðan úrslitaleik í deildarkeppninni að ræða þegar Stjarnan tók á móti Njarðvík í 19. umferð úrvalsdeildar karla. Fyrir leikinn þótti ljóst að það lið sem næði sigri myndi eflaust verða deildarmeistarar ef fram héldi sem horfði. Í æsispennandi leik þar sem hvorugt lið var með öruggt forskot breyttist allt í eftir umdeilt atvik í fjórða leikhluta milli Colin Pryor og Mario Matasovic. Svo fór að lokum að Stjarnan hafði betur og vann með sex stigum, 82-76. Brandon Rozzell, sem hafði byrjað seinasta leik liðanna með 8 stig í fyrsta leikhluta, var heldur hægur í gang í þessum leik og Stjarnan hélt sér inni í leiknum á fyrstu 10 mínútunum með þriggja stiga skotsýningu frá Ægi Þór sem setti þrjá þrista í röð. Njarðvík var hins vegar að rúlla nokkuð vel sóknarlega til að byrja með og höfðu eins stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 18-19. Liðin tóku sitt hvort áhlaupið í byrjun annars leikhluta en Njarðvíkingar höfðu þó alltaf yfirhöndina og misstu Stjörnumenn aldrei fram úr sér. Það sérkennilega atvik gerðist að einn dómari leiksins, Leifur Garðarsson, þurfti að fara út af eftir að hafa fengið íþróttameiðsli þegar mínuta var eftir af fyrri hálfleik. Seinasta mínútan spilaðist með tveimur dómurum á meðan að Gunnlaugur Briem var kallaður úr stúkunni til að hlaupa í skarðið fyrir Leif. Staðan í hálfleik var 40-45 fyrir Njarðvík. Seinni hálfleikurinn fór að mestu vel fram í fyrstu og Njarðvík hélt forystunni allan þriðja leikhlutann með ágætum sóknartilburðum og nægilega góðri vörn til að Stjarnan næði ekki að komast fram úr þeim í stigaskori. Leikhlutinn fór 16-13 og staðan því 56-58 þegar 10 mínútur lifðu leiks. Fljótlega í fjórða leikhluta náðu Stjörnumenn forystunni með sóknartilburðum hjá Colin og Brandon þegar leikurinn hringsnerist skyndilega á einu umdeildu atviki. Mislukkuð sending hjá Njarðvík leiddi til hraðaupphlaups hjá Stjörnunni þar sem smá skruðningur varð undir körfunni milli Colin og Mario. Colin fékk villu í sniðskoti en setti olnbogann í andlitið á Mario á sama tíma. Mario öskraði við áreksturinn og uppskar tæknivillu frá dómurum leiksins. Honum fór að blæða úr sári undir auganu og þjálfara Njarðvíkur, Einari Árna Jóhannssyni, stóð ekki á sama. Hann uppskar tæknivillu sömuleiðis eftir heitt samtal við dómara leiksins og svo til að bæta gráu ofan á svart var þriðja tæknivillan dæmd á bekk Njarðvíkur eftir að aðstoðarþjálfarinn hélt áfram að mótmæla. Stjarnan fékk því þrjú víti sem Antti Kanervo tók og setti þau öll og svo fékk Colin vítaskotin sín tvö og setti þau bæði sömuleiðis. Stjarnan var því skyndilega komin með 5 stig úr einni sókn og Mario hjá Njarðvík kominn út af með 5 villur. Sex stiga forystan sem Stjarnan hafði eftir þetta atvik reyndist vera lokamunurinn á liðunum þó að Njarðvíkingar voru alltaf að reyna að minnka muninn. Lokastaðan varð því 82-76, Stjörnunni í vil.vísir/báraAf hverju vann Stjarnan? Útaf dómurunum ef þú spyrð einhvern í Njarðvík í kvöld. Sóknarleikur Garðbæingana var frábær í fjórða leikhluta, þeir skora 26 stig þrátt fyrir að þeirra besti sóknarmaður, Brandon Rozzell, hafi átt virkilega slakan leik sóknarlega. Njarðvík náðu ekki að nýta sóknirnar jafnvel þegar á reyndi í fjórða leikhluta. Hverjir stóðu upp úr? Collin Pryor steig heldur betur upp í fjórða leikhluta og skoraði í honum 10 stig. Hann var bæði duglegur að ná í sóknarfráköst og síðan á hann liðsfélaga sem komu honum í frábær færi nokkrum sinnum. Þetta er leikmaður sem gerir alltaf mjög vel í vörninni og þegar hann nær líka að skora svona er það frábær bónus fyrir liðið hans. Ægir Þór Steinarsson skilaði 15 mjög skilvirkum stigum. Auk þess var hann gríðarlega mikilvægur í að halda Elvari Má niðri varnarlega. Hann var líka með 4 stoðsendingar og stýrði sóknarleik Stjörnunnar mjög vel í kvöld. Jeb Ivey setti niður fullt af erfiðum skotum fyrir Njarðvík í kvöld. Það er þó spurning hvort hann gæti verið með hærri skotnýtingu ef hann myndi reyna að komast í auðveldari skot. Elvar Már Friðriksson skilaði sínu varnarlega og lét boltann ganga vel. Hann skoraði hinsvegar bara eitt stig seinasta korterið í leiknum sem er einfaldlega ekki nóg frá leikmanni eins og honum í svona leik. Hvað gekk illa? Brandon Rozzell var ekki sjálfum sér líkur í kvöld. Hann var ekki að setja niður skotin sín og lét það klárlega pirra sig mikið. Tók oft allan takt úr sóknarleik Stjörnunnar með að drippla heilu sóknirnar. Hann er hinsvegar heppinn að eiga góða liðsfélaga sem unnu leikinn í kvöld. Varnarleikur Njarðvík í fjórða leikhluta var alls ekki góður. Stjarnan tók 16 sóknarfráköst í kvöld sem er klárlega áhyggjuatriði fyrir Njarðvík. Sóknarleikur Njarðvíkur varð rosalega oft bara allir að horfa og bíða eftir að einhver gerði eitthvað. Þegar þeir duttu í þann gír þá skoruðu þeir einfaldlega jafn mikið og þegar þeir létu boltann ganga. Hvað gerist næst? Stjörnumenn geta fagnað því að vera á toppnum í kvöld ef þeir vilja. Njarðvík fær ÍR í heimsókn næsta fimmtudag klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni. Síðan heimsækir Stjarnan KR í stórleik umferðarinnar á föstudaginn klukkan 20:00. Sá leikur er auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport. vísir/báraCollin: Erum ekki eftir af ástæðulausu„Við vissum eftir bikarúrslitin að þetta yrði erfiður leikur. Við vissum að þeir myndu vilja hefna sín og að bæði lið væru að fara að berjast. Við erum ekki efstir í deildinni af ástæðulausu og við sýndum það klárlega í kvöld,” sagði Collin Pryor leikmaður Stjörnunnar eftir leik kvöldsins. Stjarnan er ekki búin að spila keppnisleik síðan í bikarúrsiltunum á móti Njarðvík fyrir rúmlega tveimur vikum síðan. Collin taldi það samt ekki trufla Stjörnuna mikið.„Ég held að við séum eitt af liðum sem þetta hafði minnst áhrif á þar sem við erum með svo marga landsliðsmenn. Við vorum allir að spila á svo háu gæðastigi í fríinu svo það truflaði okkur ekki mikið. Liðsheildin er okkar er bara svo frábær svo það var ekkert mál fyrir okkur að koma úr fríinu og spila frábærlega saman aftur.” Njarðvík voru að hitta mjög vel úr þriggja stiga skotunum sínum í fyrri hálfleik en þeir hittu síðan ekki jafn vel í fjórða leikhluta. Collin var ekki ánægður með varnarleikinn framan af.„Við vorum klárlega ekki að spila nógu vel varnarlega en þeir eiga klárlega líka hrós skilið fyrir að vera frábærir skotmenn. Þeir voru að hitta bæði úr opnum og dekkuðum skotum. Við verðum að taka til í varnarleiknum okkar til að tryggja að við leyfa svona mikið af opnum skotum í framhaldinu.” Þið tókuð semsagt til í varnarleiknum ykkar í fjórða leikhluta?„Klárlega. Varnarleikurinn er okkar einkennismerki. Þegar sóknarleikurinn er ekki að ganga verðum við að geta treyst á varnarleikinn okkar. Sóknarleikurinn mun aldrei vera of mikið vandamál með þennan mannskap en varnarleikurinn verður alltaf að vera á sínum stað.” Collin sem er ekki endilega alltaf lykilmaður sóknarlega fyrir Stjörnuna skoraði í kvöld 16 stig þar af 10 í fjórða leikhluta. Hann vill samt meina að liðsfélagar sínir eigi heiðurinn fyrir meirihlutann af þessum stigum enda hógvær maður að eðlisfari. „Bara liðsfélagar mínir. Þeir komu mér í góð færi og ég náði síðan velja ágætlega hvenær ég skaut. Síðan bara að vera duglegur að berjast allan leikinn.” vísir/báraJeb:Ef þú hittir ertu hetja en ef ekki ertu rekinn „Ég er bara mjög vonsvikinn. Á allri leikævinni minni hef ég aldrei upplifað svona áður, þrjár tæknivillur í einni sókn. Ég skildi ekki hvað var í gangi, leitaðist eftir útskýringum en fékk þær ekki að mínu mati,“ sagði Jeb Ivey um umdeilt atvik í fjórða leikhluta. Honum fannst þetta hafa verið vendipunkturinn í leiknum en lagði jafnframt áherslu á að liðið þyrfti að vera andlega reiðubúið fyrir svona högg. „Það væri ágætt að hafa innbyrðis viðureignina á þá, en deildarmeistaratitilinn er ekki sá titill sem skiptir mestu máli.“ Jeb skildi mikilvægi leiksins en sagði þó að öll lið yrðu að geta unnið útileiki í úrslitakeppninni, sama hvaða sæti þau væru í. „Heimavöllurinn hjálpar en þú verður að geta unnið úti líka.“Það sást að Einar Árni þjálfari Njarðvíkur öskraði á Jeb eftir að Jeb klikkaði á þriggja stiga skoti þegar tæplega tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Eftir smá umhugsun var þetta það sem Jeb hafði að segja um hvað Einar hafi sagt.„Hann sagði, Jeb settu niður fjárans skotið." Vildi hann að þú myndir taka skotið seinna eða annað skot?„Við vorum með kerfi tilbúið sem gekk ekki alveg upp. Eftir að það mistókst var ég með boltann í höndunum og þurfti að hugsa hratt. Ég ákvað láta vaða og boltinn fór ekki niður. Ef þú hittir ertu hetja en ef ekki ertu rekinn."
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum