Körfubolti

Ljótt brot í Hellinum: Capers traðkar á Viðari | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stólarnir ekki sáttir eftir brotið.
Stólarnir ekki sáttir eftir brotið. mynd/stöð 2 sport
Kevin Capers, leikmaður ÍR í Domino´s-deild karla í körfbolta, gæti verið á leið í leikbann fyrir ljótt brot í leik ÍR og Tindastóls í gærkvöldi sem Stólarnir unnu í framlengingu, 90-85.

Capers fékk dæmdan á sig ruðning í framlengingunni þegar að hann keyrði niður Viðar en hann endaði með fótinn ofan á ökklanum á Viðari. Í staðinn fyrir að taka fótinn af Skagfirðingnum bætti hann um betur og traðkaði enn frekar á fæti Viðars.

Dómarar leiksins sáu ekki traðkið og því slapp Capers við harða refsingu á meðan að leik stóð en spurningin er nú hvort að aganefndin skoði atvikið á myndbandi og dæmi eftir því.

Hér að neðan má sjá brotið úr leiknum í gærkvöldi en fjallað verður um málið í Domino´s-Körfuboltakvöldi klukkan 21.15 í kvöld á Stöð 2 Spot HD.

Klippa: Brot í Hellinum

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×