Íslenski boltinn

Rúmlega tveggja metra króatískur markvörður til ÍA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, er búinn að bæta markverði við leikmannahóp Akurnesinga.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, er búinn að bæta markverði við leikmannahóp Akurnesinga. vísir/daníel
ÍA hefur samið við króatíska markvörðinn Dino Hodzic. Samningurinn gildir til loka tímabilsins.

Hodzic, sem er 23 ára, er hugsaður sem varamarkvörður fyrir Árna Snæ Ólafsson.

Árni hefur leikið alla leiki ÍA í sumar en hinn 18 ára Aron Bjarki Kristjánsson hefur jafnan verið á varamannabekknum.

Hodzic var síðast á mála hjá Mezőkövesd í Ungverjalandi. Þar áður lék hann með Velje og Frederica í Danmörku. Hodzic er engin smásmíði en hann er 2,05 metrar á hæð.

ÍA er í 3. sæti Pepsi Max-deildar karla. Næsti leikur liðsins er gegn Val annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×