Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2019 10:03 Sigurður ásamt konu sinni i stóra sal Hæstaréttar í morgun. Vísir/Vilhelm Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. Sigurður fékk 18 mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, með þeim afleiðingum að drengurinn lést. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 og vó þar þyngst matsgerð bresks sérfræðings, dr. Waney Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og engin ótvíræð gögn liggja fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi. Ríkissaksóknari hefur þó ekki hátt álit á matsgerð Squier. Þvert á móti sagði Sigríður að sú breska hafi verið „ónákvæm í hlutverki sínu“ og að hún hafi borið á borð „lítt rökstuddar getgátur.“ Squier hafi veitt „loðin svör í skýrslutöku“ fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2014 og að ætla mætti af málflutningi hennar að hún hafi reynt til hins ítrasta að rökstyðja þá trú sína að hið svokallaða „shaken baby syndrome“ sé ekki til. Því hafi hún brugðist hlutverki sínu sem óhlutdrægur matsmaður og því rétt að efast um hæfni hennar að mati ákæruvaldsins.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flytur málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Vísir/VilhelmEkki óvilhallur framburður í sex málum Ríkissaksóknari benti, máli sínu til stuðnings, á að aganefnd lækna í Englandi hafi svipt Squier læknaleyfi sínu árið 2016. Nefndin taldi Squier vísvitandi hafa veitt rangar og villandi upplýsingar þegar hún var kölluð til sem sérfræðingur og að hún hafi ekki veitt óvilhallan framburð í sex málum frá árunum 2006-2010. Squier hafði skilað matsgerðum í 150 til 200 dómsmálum sem tengjast dauða ungra barn frá því á miðjum tíunda áratugnum. Deilt hefur verið um heilkennið í fræðasamfélaginu lengi. Þar fer dr. Squier fremst í flokki meðal efasemdamanna, „en ekki margir aðrir í læknasamfélaginu,“ sagði ríkissaksóknari í Hæstarétti. Þannig sé nokkuð víðtæk samstaða að sögn Sigríðar um það að þrjár tegundir áverka þurfi að vera til staðar, tilteknar heilablæðingar- og skemmdir, til að draga megi þá ályktun að heilkennið hafi orðið einhverjum að bana. Áverkarnir þrír hafi allir verið til staðar í tilfelli drengsins sem Sigurður er talinn hafa myrt af gáleysi á sínum tíma. Dr. Squier var þó ekki sannfærð en náði þó aldrei að sögn Sigríðar að útskýra hvernig „þrennan“ fyrrnefnda væri tilkomin. Það væri auk þess mat ákæruvaldsins að dr. Squier hafi hefur aldrei tekið af skarið með að útskýra hvað það raunverulega var sem varð til þess að barnið dó. „Hún gat ekki sagt til um hvað hafi orðið barninu að bana – bara að það hafi ekki verið shaken baby syndrome.“ Sú niðurstaða er ekki rökstudd,“ sagði Sigríður. „Þetta gengur ekki upp og að þetta [málflutningur dr. Squier] geti orðið til þess að hnekkja dómi Hæstaréttar gengur heldur ekki upp.“Dómarar fá sér sæti í Hæstarétti í dag. Vísir/Vilhelm„Ég veit ekki“ Matsmaðurinn hafi því ekki komist að neinni niðurstöðu um það hvernig barnið dó. Sigríður las þá upp úr vitnisburði dr. Squier þar sem sú breska sagði orðrétt: „Ég veit ekki hvers vegna þetta barn örmagnaðist og dó.“ Ríkissaksóknari sagði að sökum þess hversu loðinn ákæruvaldinu þótti framburður hennar hafi dr. Squier verið gefi færi á að aðlaga málflutning sinn betur að málsatvikum. Hins vegar hafi engin frekari gögn eða rökstuðningur borist frá þeirri bresku. Framburður dr. Squier hafi því ekki verið til þess fallinn að auka gildi matsgerðar hennar, heldur þvert á móti. Erfitt hafi hreinlega verið átta sig á því „hvert hún væri að fara,“ eins og Sigríður komst að orði. Því sé að mat ákæruvaldsins að mat dr. Squier gæti ekki talist það veigamikil gögn að ætla mætti að þau hefðu skipt nokkru máli, hefðu þau komið fram þegar málið var fyrst rekið fyrir dómstólum í upphafi aldarinnar. Það væri ekkert tilefni til að efast um niðurstöðu Hæstaréttar og því hafi það hreinlega verið röng ákvörðun þegar fallist var á endurupptöku málsins árið 2015. Þar að auki hafi endurupptökunefndin gert mistök við meðferð málsins, þar sem nefndin tók ekki fram að fyrri dómur Hæstaréttar skyldi halda gildi sínu þar til nýr dómur væri uppkveðinn. Af þessum sökum beri einnig að vísa málinu frá. Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28 Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. Sigurður fékk 18 mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, með þeim afleiðingum að drengurinn lést. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 og vó þar þyngst matsgerð bresks sérfræðings, dr. Waney Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og engin ótvíræð gögn liggja fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi. Ríkissaksóknari hefur þó ekki hátt álit á matsgerð Squier. Þvert á móti sagði Sigríður að sú breska hafi verið „ónákvæm í hlutverki sínu“ og að hún hafi borið á borð „lítt rökstuddar getgátur.“ Squier hafi veitt „loðin svör í skýrslutöku“ fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2014 og að ætla mætti af málflutningi hennar að hún hafi reynt til hins ítrasta að rökstyðja þá trú sína að hið svokallaða „shaken baby syndrome“ sé ekki til. Því hafi hún brugðist hlutverki sínu sem óhlutdrægur matsmaður og því rétt að efast um hæfni hennar að mati ákæruvaldsins.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flytur málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Vísir/VilhelmEkki óvilhallur framburður í sex málum Ríkissaksóknari benti, máli sínu til stuðnings, á að aganefnd lækna í Englandi hafi svipt Squier læknaleyfi sínu árið 2016. Nefndin taldi Squier vísvitandi hafa veitt rangar og villandi upplýsingar þegar hún var kölluð til sem sérfræðingur og að hún hafi ekki veitt óvilhallan framburð í sex málum frá árunum 2006-2010. Squier hafði skilað matsgerðum í 150 til 200 dómsmálum sem tengjast dauða ungra barn frá því á miðjum tíunda áratugnum. Deilt hefur verið um heilkennið í fræðasamfélaginu lengi. Þar fer dr. Squier fremst í flokki meðal efasemdamanna, „en ekki margir aðrir í læknasamfélaginu,“ sagði ríkissaksóknari í Hæstarétti. Þannig sé nokkuð víðtæk samstaða að sögn Sigríðar um það að þrjár tegundir áverka þurfi að vera til staðar, tilteknar heilablæðingar- og skemmdir, til að draga megi þá ályktun að heilkennið hafi orðið einhverjum að bana. Áverkarnir þrír hafi allir verið til staðar í tilfelli drengsins sem Sigurður er talinn hafa myrt af gáleysi á sínum tíma. Dr. Squier var þó ekki sannfærð en náði þó aldrei að sögn Sigríðar að útskýra hvernig „þrennan“ fyrrnefnda væri tilkomin. Það væri auk þess mat ákæruvaldsins að dr. Squier hafi hefur aldrei tekið af skarið með að útskýra hvað það raunverulega var sem varð til þess að barnið dó. „Hún gat ekki sagt til um hvað hafi orðið barninu að bana – bara að það hafi ekki verið shaken baby syndrome.“ Sú niðurstaða er ekki rökstudd,“ sagði Sigríður. „Þetta gengur ekki upp og að þetta [málflutningur dr. Squier] geti orðið til þess að hnekkja dómi Hæstaréttar gengur heldur ekki upp.“Dómarar fá sér sæti í Hæstarétti í dag. Vísir/Vilhelm„Ég veit ekki“ Matsmaðurinn hafi því ekki komist að neinni niðurstöðu um það hvernig barnið dó. Sigríður las þá upp úr vitnisburði dr. Squier þar sem sú breska sagði orðrétt: „Ég veit ekki hvers vegna þetta barn örmagnaðist og dó.“ Ríkissaksóknari sagði að sökum þess hversu loðinn ákæruvaldinu þótti framburður hennar hafi dr. Squier verið gefi færi á að aðlaga málflutning sinn betur að málsatvikum. Hins vegar hafi engin frekari gögn eða rökstuðningur borist frá þeirri bresku. Framburður dr. Squier hafi því ekki verið til þess fallinn að auka gildi matsgerðar hennar, heldur þvert á móti. Erfitt hafi hreinlega verið átta sig á því „hvert hún væri að fara,“ eins og Sigríður komst að orði. Því sé að mat ákæruvaldsins að mat dr. Squier gæti ekki talist það veigamikil gögn að ætla mætti að þau hefðu skipt nokkru máli, hefðu þau komið fram þegar málið var fyrst rekið fyrir dómstólum í upphafi aldarinnar. Það væri ekkert tilefni til að efast um niðurstöðu Hæstaréttar og því hafi það hreinlega verið röng ákvörðun þegar fallist var á endurupptöku málsins árið 2015. Þar að auki hafi endurupptökunefndin gert mistök við meðferð málsins, þar sem nefndin tók ekki fram að fyrri dómur Hæstaréttar skyldi halda gildi sínu þar til nýr dómur væri uppkveðinn. Af þessum sökum beri einnig að vísa málinu frá.
Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28 Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28
Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01