Sannarlega gráupplagt Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 „Gráupplagt og eitthvað sem hefði átt að gerast fyrir löngu síðan,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, á forsíðu þessa blaðs á mánudag um nýtt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem segir að sálfræðiþjónusta skuli niðurgreidd af ríkinu. Rúmlega þriðjungur þingmanna hefur boðað að flytja frumvarpið með Þorgerði Katrínu, úr öllum flokkum. Með frumvarpinu verður sálfræðiþjónusta felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga og veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, á borð við heilsugæslu, þjónustu sérgreinalækna og sjúkraþjálfun. Með þessu er undirstrikað að andlegir sjúkdómar séu ekki minna verðir en líkamlegir og lögð áhersla á að greiða aðgengi allra að nauðsynlegum meðferðum. Evrópsk tölfræði gefur til kynna að um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma í allri álfunni glími við geðraskanir. Talið er að einn af hverjum fimm þjáist af þunglyndi og kvíða á ári hverju. Engin ástæða er til annars en að ætla að íslenskur veruleiki sé svipaður því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Raunar eiga Íslendingar Evrópumet í notkun þunglyndislyfja. Vandinn er hins vegar sá að þótt geðlyfin séu fín fyrir sinn hatt, þá virka þau ekki ein og sér. Rannsóknir sýna nefnilega að samtalsmeðferðir skila mestum árangri þegar kemur að því að meðhöndla kvíða og þunglyndi, sem eru jafnframt algengustu geðraskanirnar. Það er því í besta falli tímaskekkja að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu, en geðlæknar til að mynda fái á sama tíma greitt úr opinberum sjóðum. Þrátt fyrir rúmlega þrettánfaldan vöxt á notkun geðlyfja frá árinu 1975 hér á landi hefur þeim ekki fækkað sem fremja sjálfsvíg og öryrkjum vegna til að mynda þunglyndis og kvíða hefur fjölgað. Raunar eru tæp 40 prósent af örorku á Íslandi til komin vegna geðrænna veikinda og það fjölgar hratt í þeim hópi. Fundið hefur verið að því að ekki sé búið að áætla kostnað við frumvarp Þorgerðar Katrínar. Eldri tölur, frá aldamótum, sýna að beinn og óbeinn kostnaður eingöngu vegna þunglyndis á Íslandi var varfærnislega áætlaður um sex milljarðar króna. Framreiknað mætti sennilega tvöfalda þá tölu. Það hefur sýnt sig að fyrirbyggjandi aðferðir, svo sem sálfræðiþjónusta, skila árangri og auka líkur á að einstaklingar nái heilsu og virkni í samfélaginu. Svigrúmið hlýtur því að vera að minnsta kosti eitthvað – svo ekki sé minnst á að erfitt er að setja verðmiða á hamingju fólks. Engum flýgur í hug að einkatímar hjá sálfræðingum séu ávísun á það að allri óhamingju Íslendinga verði afstýrt. Hins vegar geta samtöl við fagmenn gert kraftaverk. Það sanna dæmin. Þorgerður Katrín hittir einfaldlega naglann á höfuðið í þetta sinn. Frumvarpið er þjóðþrifamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Gráupplagt og eitthvað sem hefði átt að gerast fyrir löngu síðan,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, á forsíðu þessa blaðs á mánudag um nýtt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem segir að sálfræðiþjónusta skuli niðurgreidd af ríkinu. Rúmlega þriðjungur þingmanna hefur boðað að flytja frumvarpið með Þorgerði Katrínu, úr öllum flokkum. Með frumvarpinu verður sálfræðiþjónusta felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga og veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, á borð við heilsugæslu, þjónustu sérgreinalækna og sjúkraþjálfun. Með þessu er undirstrikað að andlegir sjúkdómar séu ekki minna verðir en líkamlegir og lögð áhersla á að greiða aðgengi allra að nauðsynlegum meðferðum. Evrópsk tölfræði gefur til kynna að um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma í allri álfunni glími við geðraskanir. Talið er að einn af hverjum fimm þjáist af þunglyndi og kvíða á ári hverju. Engin ástæða er til annars en að ætla að íslenskur veruleiki sé svipaður því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Raunar eiga Íslendingar Evrópumet í notkun þunglyndislyfja. Vandinn er hins vegar sá að þótt geðlyfin séu fín fyrir sinn hatt, þá virka þau ekki ein og sér. Rannsóknir sýna nefnilega að samtalsmeðferðir skila mestum árangri þegar kemur að því að meðhöndla kvíða og þunglyndi, sem eru jafnframt algengustu geðraskanirnar. Það er því í besta falli tímaskekkja að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu, en geðlæknar til að mynda fái á sama tíma greitt úr opinberum sjóðum. Þrátt fyrir rúmlega þrettánfaldan vöxt á notkun geðlyfja frá árinu 1975 hér á landi hefur þeim ekki fækkað sem fremja sjálfsvíg og öryrkjum vegna til að mynda þunglyndis og kvíða hefur fjölgað. Raunar eru tæp 40 prósent af örorku á Íslandi til komin vegna geðrænna veikinda og það fjölgar hratt í þeim hópi. Fundið hefur verið að því að ekki sé búið að áætla kostnað við frumvarp Þorgerðar Katrínar. Eldri tölur, frá aldamótum, sýna að beinn og óbeinn kostnaður eingöngu vegna þunglyndis á Íslandi var varfærnislega áætlaður um sex milljarðar króna. Framreiknað mætti sennilega tvöfalda þá tölu. Það hefur sýnt sig að fyrirbyggjandi aðferðir, svo sem sálfræðiþjónusta, skila árangri og auka líkur á að einstaklingar nái heilsu og virkni í samfélaginu. Svigrúmið hlýtur því að vera að minnsta kosti eitthvað – svo ekki sé minnst á að erfitt er að setja verðmiða á hamingju fólks. Engum flýgur í hug að einkatímar hjá sálfræðingum séu ávísun á það að allri óhamingju Íslendinga verði afstýrt. Hins vegar geta samtöl við fagmenn gert kraftaverk. Það sanna dæmin. Þorgerður Katrín hittir einfaldlega naglann á höfuðið í þetta sinn. Frumvarpið er þjóðþrifamál.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun