Þú vilt vanda þig svo ofsalega í öllu sem þú gerir og það er frábært því þú vinnur þína vinnu svo vel, en það getur stoppað þig, svona eins og ef þú værir að mála málverk, bættir alltaf við nýjum strikum, litum, bogum eða húsum en þér fyndist það aldrei nógu gott, þá verður það málverkið endalausa, svo þess vegna þarftu að byrja, gefa þér smá tíma og klára, það er lausnin frekar en að reyna að fullkomna.
Þetta tímabil sem þú ert að stíga inn í er upphafið að öðruvísi þér, þú finnur þú býrð yfir meiri hæfileikum en þú sást og sérð núna þú getur lokið þeim verkefnum sem þú þarft á miklu skemmri tíma en þú bjóst við. Þú ert nefnilega „multi-tasker“, það býr í þér óstjórnleg þörf og þrá að kanna nýja staði, flytja þig til og vera á hreyfingu og þetta er akkúrat tíminn sem gefur þér kraft til að stökkva.
Næstu sex mánuðir eru uppfullir af spennandi áskorunum og þú gefur þér miklu meiri tíma í að láta þig bara vaða til að breyta því sem þú vilt breyta. Þú hefur ekki borið nógu mikið traust til þín og verið skelkaður og þar af leiðandi ekki kastað þér út í hringiðuna, en þér berast merkileg skilaboð innan tveggja mánaða og þú þarft að taka stóra ákvörðun. Yfir þessu tímabili virðast vera einhverskonar galdrar eða töfrar svo eitt leiðir af öðru og nýir eða gamlir tengiliðir opna hjá þér nýjar gáttir við Alheiminn og þá verðurðu alveg beintengdur eins og verið sé að lesa fyrir þig sögu; þú fyllist þakklæti því það er lykillinn því: Þegar þú þakkar fyrir það sem þú hefur, þá Almættið þér meira gefur.
Knús og kossar, Sigga Kling

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember
Ingvar E. Sigurðsson leikari, 22. nóvemberBjörgvin Franz Gíslason leikari, 9. desember
Edda Heiðrún Backman leikkona, 27. nóvember
Steindi, grínisti, 9. desember
Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, 11. desember
Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, 2. desember
Jói á Fabrikkunni, 28. nóvember
Taylor Swift, söngkona, 13. desember
Nicki Minaj, rappari, 8. desember
Tina Turner, söngkona, 26. nóvember
Zoë Kravitz, leikkona, 1. desember
Miley Cyrus, leik- og söngkona, 23. nóvember
Billie Eilish, söngkona, 18. desember