Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Guðni Ágústsson skrifar 2. ágúst 2019 08:30 Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. Af einhverjum ástæðum hefur mönnum tekist að kjafta upp skortstöðu sem er ekki rétt. Lambakjötið okkar er einstök vara sem við berum á borð fyrir gesti okkar með stolti. Þessi staða sem nú er uppkomin er einstök og alvarleg að því leyti að sauðfjárbændur búa við önnur og verri lífskjör en flestar aðrar stéttir og þarf lítið til að sparka undan þeim löppunum og hrun gæti blasað við í framleiðslu á lambakjöti og byggðunum. Nú hefur einstakt sólarsumar ríkt og saman fer sól og að grilla lamb þannig að söluaukning er mikil í lambakjöti og framtíðin var farin að brosa við bændum á ný. Meðan laun hafa hækkað hefur afurðaverð lækkað eða staðið í stað til þeirra í nokkur ár. Þá skellur reiðarslagið yfir að hafinn er innflutningur og enn meiri í kortunum ef landbúnaðarráðherra slær ekki í borðið og segir að auðvitað fullnægi íslenskir sauðfjárbændur sínum aðdáendum neytendunum og erlendum gestum, deila á milli sín hryggjum í afurðastöðvunum og hefja innan nokkurra daga sumarslátrun. Nýtt lambakjöt með nýjum kartöflum og íslensku grænmeti fyllir diskinn minn og þinn. Neytendur vilja alls ekki að svona átök eigi sér stað, þeir standa með sauðfjárbændum, þekki ég þá rétt. Þeir virða þrautseigju bændanna og varðstöðu þeirra í matvælaöryggi landsins og að auki að mati okkar allra ein öruggustu matvæli í veröldinni. Við þurfum ekki í dauðlegum heimi að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn, guð forði okkur frá slíkri glópsku. Ég skora á landbúnaðarráðherra að hefja smölun sumarlamba með bændunum í kjördæmi sínu, þar liggur hans stærsta skylda og tækifæri sem landbúnaðarráðherra sem falin var varðstaða með landbúnaði landsins í ríkisstjórninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðni Ágústsson Landbúnaður Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. Af einhverjum ástæðum hefur mönnum tekist að kjafta upp skortstöðu sem er ekki rétt. Lambakjötið okkar er einstök vara sem við berum á borð fyrir gesti okkar með stolti. Þessi staða sem nú er uppkomin er einstök og alvarleg að því leyti að sauðfjárbændur búa við önnur og verri lífskjör en flestar aðrar stéttir og þarf lítið til að sparka undan þeim löppunum og hrun gæti blasað við í framleiðslu á lambakjöti og byggðunum. Nú hefur einstakt sólarsumar ríkt og saman fer sól og að grilla lamb þannig að söluaukning er mikil í lambakjöti og framtíðin var farin að brosa við bændum á ný. Meðan laun hafa hækkað hefur afurðaverð lækkað eða staðið í stað til þeirra í nokkur ár. Þá skellur reiðarslagið yfir að hafinn er innflutningur og enn meiri í kortunum ef landbúnaðarráðherra slær ekki í borðið og segir að auðvitað fullnægi íslenskir sauðfjárbændur sínum aðdáendum neytendunum og erlendum gestum, deila á milli sín hryggjum í afurðastöðvunum og hefja innan nokkurra daga sumarslátrun. Nýtt lambakjöt með nýjum kartöflum og íslensku grænmeti fyllir diskinn minn og þinn. Neytendur vilja alls ekki að svona átök eigi sér stað, þeir standa með sauðfjárbændum, þekki ég þá rétt. Þeir virða þrautseigju bændanna og varðstöðu þeirra í matvælaöryggi landsins og að auki að mati okkar allra ein öruggustu matvæli í veröldinni. Við þurfum ekki í dauðlegum heimi að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn, guð forði okkur frá slíkri glópsku. Ég skora á landbúnaðarráðherra að hefja smölun sumarlamba með bændunum í kjördæmi sínu, þar liggur hans stærsta skylda og tækifæri sem landbúnaðarráðherra sem falin var varðstaða með landbúnaði landsins í ríkisstjórninni.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar