Fara fíklar í sumarfrí? Helga Maria Mosty skrifar 2. ágúst 2019 12:30 Segjum sem svo að þú eða einhver nákominn þér sé fíkill. Að sá aðili hafi farið í fáar eða margar meðferðir. Gefum okkur að þessi aðili hafi verið edrú um nokkurt skeið en falli svo og vilji hjálp til að hætta. Hann sé tilbúinn á sínum eigin forsendum, án aðkomu eða þrýstings frá nokkrum öðrum, að fara í meðferð. Hann sækir um innlögn á sjúkrahúsið Vog og fær þau svör að það sé bið. Biðin sé um 2 mánuðir eftir að komast í afeitrun. Hvað gerir hann ? Ef fíkillinn hefur gífurlegan viljastyrk bíður hann, annað hvort edrú eða ekki, eftir að komast í meðferð. Á meðan á bið stendur er fíklinum bent á að mæta í viðtal á göngudeild hjá Vogi og fyrir það greiðir hann komugjald fyrir hvert skipti. Eru margir fíklar sem eiga við fíkn að stríða tilbúnir að eyða peningum í viðtöl við ráðgjafa meðan þeir bíða eftir að komast í afeitrun ? Kýs fíkillinn kannski að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu vegna viðtala við ráðgjafa á meðan á bið stendur og fíkillinn ekki afeitraður eða notar fíkillinn peningana í fíkn sína ? Meðferð og afeitrun hjá Vogi er að jafnaði um 10 dagar. Að loknum þessum 10 dögum hefur fíkillinn oftast val um að fara í eftirmeðferð sem nú fer fram á Vík og er um 2-4 vikur. En ef fíkillinn er tilbúinn í eftirmeðferð er eins gott að það sé ekki að sumri til. Vík fer nefnilega í sumarfrí og staðurinn er lokaður á meðan. Svo ekki einungis er bið eftir að komast í afeitrun heldur tekur svo við ný bið þar til sumarfríum er lokið. Á meðan á þessari bið stendur þ.e. að Vík (eftirmeðferðin) opni aftur eftir sumarfrí er einnig um samtalsmeðferð að ræða. Fíkillinn mætir á göngudeild 4 sinnum í viku og greiðir að sjálfsögðu aftur fyrir það. Enn og aftur er það spurning hvort fíkillinn sem er búinn að fara í 10 daga afeitrun sé tilbúinn að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu fyrir viðtal við ráðgjafa á meðan næsta bið er í gangi ? Hvað ef fíkillinn á engan pening og ekki í nein hús að venda ? Hvar á hann þá að vera á meðan á þessari bið stendur ? Eru ekki miklar líkur á því að fíkillinn falli aftur í sömu gryfju, þá gryfju sem hann kann því miður svo vel ? Því miður er það staðreynd að biðin sjálf getur reynst fíkli mjög erfið og stundum lífshættuleg. Í sumum tilvikum á fíkillinn ekki í nein hús að venda en stundum hefur fíkillinn húsaskjól og þá oft hjá fjölskyldu sem heldur í þá von og trú að þetta sé skiptið, þetta er skiptið sem fíkillinn nær bata. Þessi bið er ekki einungis erfið fíklinum heldur einnig fjölskyldu fíkilsins. Því spyr ég; fara fíklar í sumarfrí? Helga María Mosty þjónustufulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Segjum sem svo að þú eða einhver nákominn þér sé fíkill. Að sá aðili hafi farið í fáar eða margar meðferðir. Gefum okkur að þessi aðili hafi verið edrú um nokkurt skeið en falli svo og vilji hjálp til að hætta. Hann sé tilbúinn á sínum eigin forsendum, án aðkomu eða þrýstings frá nokkrum öðrum, að fara í meðferð. Hann sækir um innlögn á sjúkrahúsið Vog og fær þau svör að það sé bið. Biðin sé um 2 mánuðir eftir að komast í afeitrun. Hvað gerir hann ? Ef fíkillinn hefur gífurlegan viljastyrk bíður hann, annað hvort edrú eða ekki, eftir að komast í meðferð. Á meðan á bið stendur er fíklinum bent á að mæta í viðtal á göngudeild hjá Vogi og fyrir það greiðir hann komugjald fyrir hvert skipti. Eru margir fíklar sem eiga við fíkn að stríða tilbúnir að eyða peningum í viðtöl við ráðgjafa meðan þeir bíða eftir að komast í afeitrun ? Kýs fíkillinn kannski að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu vegna viðtala við ráðgjafa á meðan á bið stendur og fíkillinn ekki afeitraður eða notar fíkillinn peningana í fíkn sína ? Meðferð og afeitrun hjá Vogi er að jafnaði um 10 dagar. Að loknum þessum 10 dögum hefur fíkillinn oftast val um að fara í eftirmeðferð sem nú fer fram á Vík og er um 2-4 vikur. En ef fíkillinn er tilbúinn í eftirmeðferð er eins gott að það sé ekki að sumri til. Vík fer nefnilega í sumarfrí og staðurinn er lokaður á meðan. Svo ekki einungis er bið eftir að komast í afeitrun heldur tekur svo við ný bið þar til sumarfríum er lokið. Á meðan á þessari bið stendur þ.e. að Vík (eftirmeðferðin) opni aftur eftir sumarfrí er einnig um samtalsmeðferð að ræða. Fíkillinn mætir á göngudeild 4 sinnum í viku og greiðir að sjálfsögðu aftur fyrir það. Enn og aftur er það spurning hvort fíkillinn sem er búinn að fara í 10 daga afeitrun sé tilbúinn að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu fyrir viðtal við ráðgjafa á meðan næsta bið er í gangi ? Hvað ef fíkillinn á engan pening og ekki í nein hús að venda ? Hvar á hann þá að vera á meðan á þessari bið stendur ? Eru ekki miklar líkur á því að fíkillinn falli aftur í sömu gryfju, þá gryfju sem hann kann því miður svo vel ? Því miður er það staðreynd að biðin sjálf getur reynst fíkli mjög erfið og stundum lífshættuleg. Í sumum tilvikum á fíkillinn ekki í nein hús að venda en stundum hefur fíkillinn húsaskjól og þá oft hjá fjölskyldu sem heldur í þá von og trú að þetta sé skiptið, þetta er skiptið sem fíkillinn nær bata. Þessi bið er ekki einungis erfið fíklinum heldur einnig fjölskyldu fíkilsins. Því spyr ég; fara fíklar í sumarfrí? Helga María Mosty þjónustufulltrúi
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun