Guaidó í farbann og eignir frystar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2019 07:21 Juan Guaidó segir forseta landsins, Nicolás Maduro, vera valdaræningja. vísir/afp Hæstiréttur Venesúela hefur bannað leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Juan Guaídó, að yfirgefa landið og þá hafa bankareikningar hans verið frystir. Í erlendum miðlum er ákvörðunin rakin beint til ólgunnar sem komin er upp í þarlendum stjórnmálum, ekki síst eftir að Guaidó lýsti því yfir í síðustu viku að hann væri hinn réttkjörni forseti þjóðarinnar. Guaidó nýtur stuðnings fjölda vestrænna ríkja, þeirra stærst eru Bandaríkin sem lögðu á dögunum viðskiptaþvinganir á ríkiolíufélag Venesúela. Forseti landsins, Nicolás Maduro, á sér þó einnig öfluga bandamenn, til að mynda Rússa. Maduro sagði í samtali við rússneska fjölmiðla að hann væri reiðubúinn að setjast niður með fulltrúum stjórnarandstöðunnar með það fyrir augum að höggva á hnútinn. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að stuðningsmenn hennar taki þátt í friðsælum fjöldamótmælum í dag. Til stendur að mótmælin standi yfir í tvær klukkustundir en óljóst er hvort Guaidó sjái sér fært að taka þátt. Þrátt fyrir að fjöldamótmæli hafi sett svip sinn á Venesúela á undanförnum árum hafa þau færst í aukana frá 10. janúar síðastliðnum, þegar annað kjörtímabil Maduro hófst formlega. Talið er að hið minnsta 40 manns hafi látið lífið og að hundruð mótmælenda hafi verið handteknir í tengslum við mótmælin frá 21.janúar. Þá hafa milljónir flúið landið vegna bágs efnahagsástands, sem endurspeglast meðal annars í matar- og lyfjaskorti. Venesúela Tengdar fréttir Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52 Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Hæstiréttur Venesúela hefur bannað leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Juan Guaídó, að yfirgefa landið og þá hafa bankareikningar hans verið frystir. Í erlendum miðlum er ákvörðunin rakin beint til ólgunnar sem komin er upp í þarlendum stjórnmálum, ekki síst eftir að Guaidó lýsti því yfir í síðustu viku að hann væri hinn réttkjörni forseti þjóðarinnar. Guaidó nýtur stuðnings fjölda vestrænna ríkja, þeirra stærst eru Bandaríkin sem lögðu á dögunum viðskiptaþvinganir á ríkiolíufélag Venesúela. Forseti landsins, Nicolás Maduro, á sér þó einnig öfluga bandamenn, til að mynda Rússa. Maduro sagði í samtali við rússneska fjölmiðla að hann væri reiðubúinn að setjast niður með fulltrúum stjórnarandstöðunnar með það fyrir augum að höggva á hnútinn. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að stuðningsmenn hennar taki þátt í friðsælum fjöldamótmælum í dag. Til stendur að mótmælin standi yfir í tvær klukkustundir en óljóst er hvort Guaidó sjái sér fært að taka þátt. Þrátt fyrir að fjöldamótmæli hafi sett svip sinn á Venesúela á undanförnum árum hafa þau færst í aukana frá 10. janúar síðastliðnum, þegar annað kjörtímabil Maduro hófst formlega. Talið er að hið minnsta 40 manns hafi látið lífið og að hundruð mótmælenda hafi verið handteknir í tengslum við mótmælin frá 21.janúar. Þá hafa milljónir flúið landið vegna bágs efnahagsástands, sem endurspeglast meðal annars í matar- og lyfjaskorti.
Venesúela Tengdar fréttir Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52 Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52
Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00
Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00