Vildi drepa sem flesta vantrúaða en engin börn Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2019 11:19 Lögreglan réðst til atlögu gegn mönnunum í morgun. AP/Karsten Schroeder Lögreglan í Þýskalandi handtók í morgun þrjá menn frá Írak sem ætluðu sér að fremja hryðjuverk þar í landi. Saksóknarar segja tvo af mönnunum hafa ákveðið í fyrra að fremja árás með sprengiefnum, skotvopnum og bíl. Þeir munu þó ekki hafa valið sér skotmark enn og voru ekki komnir langt við skipulagningu árásarinnar.Samkvæmt AFP fréttaveitunni vinnur lögreglan nú að því uppgötva hvort mennirnir tilheyra hryðjuverkasamtökum.-Mennirnir eru sagðir heita Shahin F og Hersh F og eru þeir báðir 23 ára gamlir. Sá þriðji er sagður vera 36 ára stuðningsmaður þeirra og heita Rauf S. Ekki er búið að opinbera full nöfn þeirra en þeir voru handteknir í Dithmarschen nærri landamærum Danmerkur. Shahin F er sagður hafa skoðað leiðbeiningar á netinu um hvernig búa megi til sprengjur og bað hann tengilið sinn í Bretlandi um að senda sér mikilvægan hlut fyrir sprengjugerðina. Lögreglan í Bretlandi komst þó á snoðir um það og kom í veg fyrir sendinguna. Báðir munu þeir hafa safnað púðri úr flugeldum og báðu þeir Rauf S. um að útvega þeim skotvopn. Þar að auki var annar þeirra að læra að keyra bíl vegna árásarinnar sem þeir vildu framkvæma. Spiegel segir hina meintu hryðjuverkamenn tvo hafa komið til Þýskalands sem flóttamenn árið 2015. Þá hefur fjölmiðillinn þýski eftir heimildarmönnum sínum að annar árásarmannanna hafi sagst vilja myrða sem flesta vantrúaða en engin börn. Hryðjuverk í Evrópu Írak Þýskaland Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Lögreglan í Þýskalandi handtók í morgun þrjá menn frá Írak sem ætluðu sér að fremja hryðjuverk þar í landi. Saksóknarar segja tvo af mönnunum hafa ákveðið í fyrra að fremja árás með sprengiefnum, skotvopnum og bíl. Þeir munu þó ekki hafa valið sér skotmark enn og voru ekki komnir langt við skipulagningu árásarinnar.Samkvæmt AFP fréttaveitunni vinnur lögreglan nú að því uppgötva hvort mennirnir tilheyra hryðjuverkasamtökum.-Mennirnir eru sagðir heita Shahin F og Hersh F og eru þeir báðir 23 ára gamlir. Sá þriðji er sagður vera 36 ára stuðningsmaður þeirra og heita Rauf S. Ekki er búið að opinbera full nöfn þeirra en þeir voru handteknir í Dithmarschen nærri landamærum Danmerkur. Shahin F er sagður hafa skoðað leiðbeiningar á netinu um hvernig búa megi til sprengjur og bað hann tengilið sinn í Bretlandi um að senda sér mikilvægan hlut fyrir sprengjugerðina. Lögreglan í Bretlandi komst þó á snoðir um það og kom í veg fyrir sendinguna. Báðir munu þeir hafa safnað púðri úr flugeldum og báðu þeir Rauf S. um að útvega þeim skotvopn. Þar að auki var annar þeirra að læra að keyra bíl vegna árásarinnar sem þeir vildu framkvæma. Spiegel segir hina meintu hryðjuverkamenn tvo hafa komið til Þýskalands sem flóttamenn árið 2015. Þá hefur fjölmiðillinn þýski eftir heimildarmönnum sínum að annar árásarmannanna hafi sagst vilja myrða sem flesta vantrúaða en engin börn.
Hryðjuverk í Evrópu Írak Þýskaland Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira