Norwegian aflar sér ríflega 40 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Rekstrartap Norwegian var 53 milljarðar króna í fyrra. Vísir/Getty Forsvarsmenn Norwegian Air Shuttle tilkynntu í gær að til stæði að auka hlutafé flugfélagsins um þrjá milljarða norskra króna, jafnvirði um 42 milljarða íslenskra króna, til þess að skjóta styrkari stoðum undir fjárhag félagsins. Um leið greindu þeir frá því að rekstrartap norska flugfélagsins hefði numið ríflega 3,8 milljörðum norskra króna, um 53 milljörðum króna, á síðasta ári. Í tilkynningu frá stjórn Norwegian var tekið fram að hún ætti ekki í viðræðum við neina mögulega kaupendur eftir að IAG, móðurfélag British Airways, sagðist í liðinni viku ekki ætla að gera yfirtökutilboð í félagið. Stjórnin væri hins vegar reiðubúin til þess að ræða við áhugasama fjárfesta. Hlutabréf í norska flugfélaginu hríðféllu um þriðjung í verði þegar hlutabréfamarkaðurinn í Ósló var opnaður í gærmorgun en lækkunin gekk að hluta til baka eftir því sem leið á daginn og nam um 12 prósentum um miðjan dag. Hlutabréfin lækkuðu sem kunnugt er um liðlega fimmtung í verði í síðustu viku í kjölfar þess að IAG sagðist hafa fallið frá yfirtökuáformum sínum og selt hlut sinn í Norwegian. Milljarðamæringurinn John Frederiksen, Björn Kjos, forstjóri Norwegian, og Björn Kise, stjórnarformaður flugfélagsins, hafa skuldbundið sig til þess að taka þátt í fyrirhuguðu forkaupsréttarútboði, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Björn Kjos sagði í samtali við norska fjölmiðla í gær að félagið ætlaði nú að leggja áherslu á arðsemi í stað vaxtar með því að selja frá sér flugvélar, fresta móttöku nýrra flugvéla og ná að öðru leyti fram sparnaði upp á allt að tveimur milljörðum norskra króna. – kij Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Fjórtán milljarða þota Norwegian föst í Íran Glæný 14 milljarða króna Boeing-þota Norwegian situr enn föst á flugvelli í Íran eftir að hafa nauðlent þar vegna bilunar fyrir fjörutíu dögum. 23. janúar 2019 06:45 Vonbrigði með Norwegian Sætanýting norska flugfélagsins hefur ekki verið lakari í meira en fjögur ár. 8. desember 2018 07:45 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Forsvarsmenn Norwegian Air Shuttle tilkynntu í gær að til stæði að auka hlutafé flugfélagsins um þrjá milljarða norskra króna, jafnvirði um 42 milljarða íslenskra króna, til þess að skjóta styrkari stoðum undir fjárhag félagsins. Um leið greindu þeir frá því að rekstrartap norska flugfélagsins hefði numið ríflega 3,8 milljörðum norskra króna, um 53 milljörðum króna, á síðasta ári. Í tilkynningu frá stjórn Norwegian var tekið fram að hún ætti ekki í viðræðum við neina mögulega kaupendur eftir að IAG, móðurfélag British Airways, sagðist í liðinni viku ekki ætla að gera yfirtökutilboð í félagið. Stjórnin væri hins vegar reiðubúin til þess að ræða við áhugasama fjárfesta. Hlutabréf í norska flugfélaginu hríðféllu um þriðjung í verði þegar hlutabréfamarkaðurinn í Ósló var opnaður í gærmorgun en lækkunin gekk að hluta til baka eftir því sem leið á daginn og nam um 12 prósentum um miðjan dag. Hlutabréfin lækkuðu sem kunnugt er um liðlega fimmtung í verði í síðustu viku í kjölfar þess að IAG sagðist hafa fallið frá yfirtökuáformum sínum og selt hlut sinn í Norwegian. Milljarðamæringurinn John Frederiksen, Björn Kjos, forstjóri Norwegian, og Björn Kise, stjórnarformaður flugfélagsins, hafa skuldbundið sig til þess að taka þátt í fyrirhuguðu forkaupsréttarútboði, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Björn Kjos sagði í samtali við norska fjölmiðla í gær að félagið ætlaði nú að leggja áherslu á arðsemi í stað vaxtar með því að selja frá sér flugvélar, fresta móttöku nýrra flugvéla og ná að öðru leyti fram sparnaði upp á allt að tveimur milljörðum norskra króna. – kij
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Fjórtán milljarða þota Norwegian föst í Íran Glæný 14 milljarða króna Boeing-þota Norwegian situr enn föst á flugvelli í Íran eftir að hafa nauðlent þar vegna bilunar fyrir fjörutíu dögum. 23. janúar 2019 06:45 Vonbrigði með Norwegian Sætanýting norska flugfélagsins hefur ekki verið lakari í meira en fjögur ár. 8. desember 2018 07:45 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00
Fjórtán milljarða þota Norwegian föst í Íran Glæný 14 milljarða króna Boeing-þota Norwegian situr enn föst á flugvelli í Íran eftir að hafa nauðlent þar vegna bilunar fyrir fjörutíu dögum. 23. janúar 2019 06:45
Vonbrigði með Norwegian Sætanýting norska flugfélagsins hefur ekki verið lakari í meira en fjögur ár. 8. desember 2018 07:45