Læmingjar í Reykjavík Jón Hálfdanarson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Læmingjar eru lítil nagdýr sem lifa á norðlægum slóðum, þó ekki á Íslandi. Þegar þeir eru orðnir nógu margir segir þjóðsagan að þeir fylgi foringjanum í blindni út í hvað sem er og kasti sér í stríðum straumi fram af björgum ef það er hans vilji. Högum við okkur eins og læmingjar? Já, við gerum það. Við sáum það í aðdraganda hruns bankanna fyrir rúmum áratug. Og nú eru sömu teikn uppi í ferðaiðnaðinum. Það er fyrirsjánlegt að hann á eftir að dragast saman. Línurit sýna að hann hefur náð hápunkti og á sumum sviðum er niðursveiflan farin að koma fram. Ég nefni þrjú flugfélög sem Íslendingar hafa komið nálægt. Primera Air er komið á hausinn með pompi og prakt. WOW air er í raun gjaldþrota, hefur dregið saman rekstur og berst fyrir að fá inn nýtt fjármagn. Við fylgjumst með þeirri baráttu og vonum að allt fari vel. Og hvað með Icelandair? Hver er staðan þar? Samt halda menn áfram að byggja hótel eins og engin veðrabrigði hafi orðið og hraða heldur ferðinni. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins í síðasta mánuði er áformað að taka um 1500 ný hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Í kvosinni er verið að reisa stórt hótel skáhallt fyrir neðan Menntaskólann. Við Hörpu er lúxushótel í byggingu. Í frétt í Fréttablaðinu frá því í sumar er sagt að verkefnið sé komið 50 milljónir dollara fram úr upphaflegri áætlun, m.a. vegna hækkunar krónunnar. Ekki litlar upphæðir þar á ferðinni. Og þá er komið að stóra hótelinu við Austurvöll. Heiðursborgarar Reykjavíkur hafa sameinast og mótmælt framkvæmdunum margsinnis. Þau benda á að verið sé að vinna óbætanleg spjöll á viðkvæmum og söguhelgum reit í hjarta höfuðborgarinnar, - Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Erró. En engan bilbug er að finna á þeim sem sjá um framkvæmdirnar, Lindarvatni ehf. Forstjóri Icelandair er stjórnarformaður Lindarvatns. Icelandair Group á helmingshlut í Lindarvatni. Lífeyrissjóðirnir eiga meirihluta í Icelandair Group. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur upplýst að eina fjármagnið sem eytt hafi verið í framkvæmdirnar komi frá kaupum lífeyrissjóða á skuldabréfum sem Lindarvatn gaf út. Þá segir hann: „Um er að ræða gríðarlega áhættusama framkvæmd og ekki fæst séð að félagið sé full fjármagnað fyrir þeim flóknu og miklu framkvæmdum sem eftir eru. Þeir einu sem sitja eftir með alla áhættuna af þessu áhættusama verkefni eru því lífeyrissjóðirnir.“ Ráð fjallamanna er skýrt: Þegar veður skipast í lofti þá skaltu snúa við. Það er engin skömm að því. Erum við eins og læmingjar? Nei, sagan um læmingjana er þjóðsaga. Þeir haga sér ekki svona. Ef til vill eru þeir skynsamari en við.Höfundur er eðlisfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Læmingjar eru lítil nagdýr sem lifa á norðlægum slóðum, þó ekki á Íslandi. Þegar þeir eru orðnir nógu margir segir þjóðsagan að þeir fylgi foringjanum í blindni út í hvað sem er og kasti sér í stríðum straumi fram af björgum ef það er hans vilji. Högum við okkur eins og læmingjar? Já, við gerum það. Við sáum það í aðdraganda hruns bankanna fyrir rúmum áratug. Og nú eru sömu teikn uppi í ferðaiðnaðinum. Það er fyrirsjánlegt að hann á eftir að dragast saman. Línurit sýna að hann hefur náð hápunkti og á sumum sviðum er niðursveiflan farin að koma fram. Ég nefni þrjú flugfélög sem Íslendingar hafa komið nálægt. Primera Air er komið á hausinn með pompi og prakt. WOW air er í raun gjaldþrota, hefur dregið saman rekstur og berst fyrir að fá inn nýtt fjármagn. Við fylgjumst með þeirri baráttu og vonum að allt fari vel. Og hvað með Icelandair? Hver er staðan þar? Samt halda menn áfram að byggja hótel eins og engin veðrabrigði hafi orðið og hraða heldur ferðinni. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins í síðasta mánuði er áformað að taka um 1500 ný hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Í kvosinni er verið að reisa stórt hótel skáhallt fyrir neðan Menntaskólann. Við Hörpu er lúxushótel í byggingu. Í frétt í Fréttablaðinu frá því í sumar er sagt að verkefnið sé komið 50 milljónir dollara fram úr upphaflegri áætlun, m.a. vegna hækkunar krónunnar. Ekki litlar upphæðir þar á ferðinni. Og þá er komið að stóra hótelinu við Austurvöll. Heiðursborgarar Reykjavíkur hafa sameinast og mótmælt framkvæmdunum margsinnis. Þau benda á að verið sé að vinna óbætanleg spjöll á viðkvæmum og söguhelgum reit í hjarta höfuðborgarinnar, - Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Erró. En engan bilbug er að finna á þeim sem sjá um framkvæmdirnar, Lindarvatni ehf. Forstjóri Icelandair er stjórnarformaður Lindarvatns. Icelandair Group á helmingshlut í Lindarvatni. Lífeyrissjóðirnir eiga meirihluta í Icelandair Group. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur upplýst að eina fjármagnið sem eytt hafi verið í framkvæmdirnar komi frá kaupum lífeyrissjóða á skuldabréfum sem Lindarvatn gaf út. Þá segir hann: „Um er að ræða gríðarlega áhættusama framkvæmd og ekki fæst séð að félagið sé full fjármagnað fyrir þeim flóknu og miklu framkvæmdum sem eftir eru. Þeir einu sem sitja eftir með alla áhættuna af þessu áhættusama verkefni eru því lífeyrissjóðirnir.“ Ráð fjallamanna er skýrt: Þegar veður skipast í lofti þá skaltu snúa við. Það er engin skömm að því. Erum við eins og læmingjar? Nei, sagan um læmingjana er þjóðsaga. Þeir haga sér ekki svona. Ef til vill eru þeir skynsamari en við.Höfundur er eðlisfræðingur
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun