Innlent

Hvassviðri og rigning í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Nokkuð hvasst eða slydda verður á Suður-og Vesturlandi eftir hádegi í dag en sunnan strekkingur í kvöld og víða dálítil rigning.
Nokkuð hvasst eða slydda verður á Suður-og Vesturlandi eftir hádegi í dag en sunnan strekkingur í kvöld og víða dálítil rigning. Vísir/Vilhelm
Nokkuð hvasst eða slydda verður á Suður-og Vesturlandi eftir hádegi í dag en sunnan strekkingur í kvöld og víða dálítil rigning.

Þetta kemur fram í veðurfarspistli dagsins.

Suðaustan 10-18 m/s og áfram rigning vestantil á landinu á morgun en hægari vindur og þurrt eystra. Vaxandi suðaustanátt og rigning annað kvöld en milt veður.

Aðfararnótt þriðjudags fer síðan kröpp lægð norður yfir landið og í kjölfar hennar útlit fyrir hvassa suðvestanátt.

Gul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði. Gengur í austan 10-18 m/s líkt og áður sagði með rigningu eða slyddu á láglendi en talsverðri snjókomu og skafrenningi á fjallvegum með lélegu skyggni og akstursskilyrði því ekki góð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×