Heyið dettur niður á fóðurganginn í nýju fjósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. febrúar 2019 19:30 Eitt glæsilegasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á Spóastöðum í Biskupstungum en fjósið, sem er hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, var byggt á rúmlega sjö mánuðum. Fóðurkerfi fjóssins vekur sérstaka athygli en það er uppi í loftinu og lætur heyið detta á fóðurganginn þar sem kýrnar taka fagnandi á móti því. Nýja fjósið er stálgrindahús frá Landstólpa í Skeiða og Gnúpverjahreppi, alls um 1550 fermetrar að stærð með plássi fyrir 140 kýr. Það er hátt til lofts í fjósinu, mjög rúmt á gripunum enda vellíðan þeirra sett í fyrsta sæti. Það eru bræðurnir á Spóastöðum, þeir Þórarinn og Ingvi og Þorfinnur, pabbi þeirra sem byggðu nýja fjósi en bræðurnir sjá þó mest um fjósið með aðstoð síns fólks. Tveir mjaltaþjónar eru í fjósinu af fullkomnustu gerð þar sem þeir sjá um að þvo spenana vel og vandlega áður en mjaltaækin fara sjálfkrafa upp á þá. Kýrnar hafa frjálst val um hvenær þær fara í þjónana eins og í öllum mjaltaþjónum. Mjaltaþjónarnir sýna nákvæmlega hversu mikil mjólk kemur úr hverjum spena og hvað kýrin mjólkaði mikið síðast þegar hún var í mjaltaþjóninum.Mjög rúmt er á gripunum í nýja fjósinu og þar líður þeim greinilega vel.Kálfarnir í nýja fjósinu hafa það einstaklega gott á hálminum en þegar fréttamaður skoðaði nýja fjósið var ein kýrin einmitt nýborin og sá Þórarinn um að færa hana og kálfinn í sér stíu, á hálm og í gott pláss.Kýrnar taka fagnandi á móti heyinu þegar það dettur niður til þeirra með nýja fóðurkerfinu.Magnús HlynurFóðurkerfið í nýja fjósinu vekur sérstaka athygli. Á hverjum morgni er fóður gefið í sérstakan matara fyrir daginn, sem sér um að hræra heyinu saman. Það fer síðan á færiband sem liðast um allt fjósið fyrir ofan kýrnar og lætur heyið detta niður á fóðurganginn þeirra þar sem þær taka með glöðu geði á móti því.Þórarinn Þorfinnsson segir að fjölskyldan á Spóastöðunum sé mjög ánægð með nýja fjósið og allan aðbúnað fyrir kýrnar í því.Magnús HlynurÞórarinn segir að kerfið virki mjög vel, það gefi fimm sinnum á dag. Hann segir að mikil ánægja sé með nýja fjósið, feðgarnir séu jú enn að læra á það en greinilegt sé að kúnum líði vel og séu hæstánægðar með nýja heimilið sitt. Fjósið kostaði um 200 milljónir króna. Kýrnar eru alsælar í nýja fjósinu.Magnús Hlynur Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Eitt glæsilegasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á Spóastöðum í Biskupstungum en fjósið, sem er hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, var byggt á rúmlega sjö mánuðum. Fóðurkerfi fjóssins vekur sérstaka athygli en það er uppi í loftinu og lætur heyið detta á fóðurganginn þar sem kýrnar taka fagnandi á móti því. Nýja fjósið er stálgrindahús frá Landstólpa í Skeiða og Gnúpverjahreppi, alls um 1550 fermetrar að stærð með plássi fyrir 140 kýr. Það er hátt til lofts í fjósinu, mjög rúmt á gripunum enda vellíðan þeirra sett í fyrsta sæti. Það eru bræðurnir á Spóastöðum, þeir Þórarinn og Ingvi og Þorfinnur, pabbi þeirra sem byggðu nýja fjósi en bræðurnir sjá þó mest um fjósið með aðstoð síns fólks. Tveir mjaltaþjónar eru í fjósinu af fullkomnustu gerð þar sem þeir sjá um að þvo spenana vel og vandlega áður en mjaltaækin fara sjálfkrafa upp á þá. Kýrnar hafa frjálst val um hvenær þær fara í þjónana eins og í öllum mjaltaþjónum. Mjaltaþjónarnir sýna nákvæmlega hversu mikil mjólk kemur úr hverjum spena og hvað kýrin mjólkaði mikið síðast þegar hún var í mjaltaþjóninum.Mjög rúmt er á gripunum í nýja fjósinu og þar líður þeim greinilega vel.Kálfarnir í nýja fjósinu hafa það einstaklega gott á hálminum en þegar fréttamaður skoðaði nýja fjósið var ein kýrin einmitt nýborin og sá Þórarinn um að færa hana og kálfinn í sér stíu, á hálm og í gott pláss.Kýrnar taka fagnandi á móti heyinu þegar það dettur niður til þeirra með nýja fóðurkerfinu.Magnús HlynurFóðurkerfið í nýja fjósinu vekur sérstaka athygli. Á hverjum morgni er fóður gefið í sérstakan matara fyrir daginn, sem sér um að hræra heyinu saman. Það fer síðan á færiband sem liðast um allt fjósið fyrir ofan kýrnar og lætur heyið detta niður á fóðurganginn þeirra þar sem þær taka með glöðu geði á móti því.Þórarinn Þorfinnsson segir að fjölskyldan á Spóastöðunum sé mjög ánægð með nýja fjósið og allan aðbúnað fyrir kýrnar í því.Magnús HlynurÞórarinn segir að kerfið virki mjög vel, það gefi fimm sinnum á dag. Hann segir að mikil ánægja sé með nýja fjósið, feðgarnir séu jú enn að læra á það en greinilegt sé að kúnum líði vel og séu hæstánægðar með nýja heimilið sitt. Fjósið kostaði um 200 milljónir króna. Kýrnar eru alsælar í nýja fjósinu.Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira