Fékk tvö hjartaáföll á leið til Íslands Sighvatur Jónsson skrifar 20. janúar 2019 20:30 Hjartveikur Bandaríkjamaður tók þá áhættu að ferðast til Íslands á tölvuleikjasamkomu. Hann segist hafa fengið tvö minniháttar hjartaáföll á leiðinni en ferðin hafi samt verið þess virði. Blacklotastz er notendanafn James Pattersons í íslenska tölvuleiknum Starborne. Framleiðendur leiksins og WOW air buðu hinum 41 árs Bandaríkjamanni til landsins á árlega samkomu aðdáenda leiksins. James hafði ekkert spilað leikinn í nokkra daga þegar fréttastofa hitti hann í dag. Þegar hann skráði sig inn komst hann að því að hann hafði misst nokkur skip úr flota sínum. „Þau voru sprengd upp á meðan ég var í burtu. Ég gat ekki skráð mig inn. Ég var ekki með fartölvuna með mér, bara farsímann,“ segir Patterson. Það þarf sem sagt að taka til og viðhalda hlutum í stafræna heiminum líka. Um 4.000 manns spila Starborne leikinn á hverjum degi. „Af því ég var svo lengi í burtu hafði ég farið yfir mörkin í stöðvunum. Nú verð ég að sitja hér og reyna að laga þetta. Ég fékk tvö smávægileg hjartaáföll á leiðinni hingað. Ég er hjartveikur og ég verð stressaður á flugvöllum en það er þess virði svo ég gæti komið hingað og ég hitti vini mína og sé allt fólkið sem ég hef spilað þennan leik við og hefur komið vel fram við mig síðustu árin.“ James segir ferðina hafa verið áhættunnar virði. Hann segir það besta við leikinn vera að vinningslíkur séu ekki háðar fjármunum fólks. „Það eru þægindi sem maður getur valið ef maður vill. Mér finnst vera nokkur atriði sem gera þetta miklu betra. En þar að auki eru ekki svo mikil vandræði með vandræðaseggi því samfélagið stjórnar því hverjir eru á netþjóninum. Ef einhver er til vandræða taka sig allir saman og sparka honum út,“ segir Patterson sem hefur sterkar skoðanir á þróun tölvuleikja. „Viðskiptamódelið hefur breytt tölvuleikjum síðustu áratugi úr listformi og því sem er til skemmtunar yfir í peningaplokk. Það veldur miklum vandræðum hvað varðar gæði leikjanna og fyrir fólk eins og mig sem er ekki vel stætt þar sem maður getur ekki keppt því það eru stærri veskin sem vinna.“ Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Leikjavísir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hjartveikur Bandaríkjamaður tók þá áhættu að ferðast til Íslands á tölvuleikjasamkomu. Hann segist hafa fengið tvö minniháttar hjartaáföll á leiðinni en ferðin hafi samt verið þess virði. Blacklotastz er notendanafn James Pattersons í íslenska tölvuleiknum Starborne. Framleiðendur leiksins og WOW air buðu hinum 41 árs Bandaríkjamanni til landsins á árlega samkomu aðdáenda leiksins. James hafði ekkert spilað leikinn í nokkra daga þegar fréttastofa hitti hann í dag. Þegar hann skráði sig inn komst hann að því að hann hafði misst nokkur skip úr flota sínum. „Þau voru sprengd upp á meðan ég var í burtu. Ég gat ekki skráð mig inn. Ég var ekki með fartölvuna með mér, bara farsímann,“ segir Patterson. Það þarf sem sagt að taka til og viðhalda hlutum í stafræna heiminum líka. Um 4.000 manns spila Starborne leikinn á hverjum degi. „Af því ég var svo lengi í burtu hafði ég farið yfir mörkin í stöðvunum. Nú verð ég að sitja hér og reyna að laga þetta. Ég fékk tvö smávægileg hjartaáföll á leiðinni hingað. Ég er hjartveikur og ég verð stressaður á flugvöllum en það er þess virði svo ég gæti komið hingað og ég hitti vini mína og sé allt fólkið sem ég hef spilað þennan leik við og hefur komið vel fram við mig síðustu árin.“ James segir ferðina hafa verið áhættunnar virði. Hann segir það besta við leikinn vera að vinningslíkur séu ekki háðar fjármunum fólks. „Það eru þægindi sem maður getur valið ef maður vill. Mér finnst vera nokkur atriði sem gera þetta miklu betra. En þar að auki eru ekki svo mikil vandræði með vandræðaseggi því samfélagið stjórnar því hverjir eru á netþjóninum. Ef einhver er til vandræða taka sig allir saman og sparka honum út,“ segir Patterson sem hefur sterkar skoðanir á þróun tölvuleikja. „Viðskiptamódelið hefur breytt tölvuleikjum síðustu áratugi úr listformi og því sem er til skemmtunar yfir í peningaplokk. Það veldur miklum vandræðum hvað varðar gæði leikjanna og fyrir fólk eins og mig sem er ekki vel stætt þar sem maður getur ekki keppt því það eru stærri veskin sem vinna.“
Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Leikjavísir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira