Brasilía hafði betur gegn Króatíu │Patrekur tók nítjánda sætið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 18:45 Brasilíumenn unnu sannfærandi sigur á Króatíu vísir/getty Brasilíumenn unnu óvæntan en mjög verðskuldaðan sigur á Króatíu í milliriðli okkar Íslendinga á HM í Þýskalandi og Danmörku í dag. Brasilíumenn mættu miklu sterkari til leiks og það gekk bókstaflega ekkert upp hjá Króötum í sókninni. Króatar völdu að spila með sjö sóknarmenn og taka markmanninn út af og það kom hressilega í bakið á þeim því Brasilíumenn skoruðu ítrekað í tómt markið eftir mistök í sókninni hjá Króatíu. Eftir tæpar tuttugu mínútur var staðan 12-6 fyrir Brasilíu. Króatar náðu þá aðeins að laga stöðuna en í hálfleik munaði fjórum mörkum á liðunum 17-13. Brasilíumenn héldu áfram af krafti í seinni hálfleik en þegar tíu mínútur voru eftir munaði fimm mörkum. Þá tóku Króatar sterkan kafla, skoruðu fjögur mörk í röð og gerðu lokamínúturnar spennandi. Þeir náðu þó aldrei að jafna leikinn og þegar upp var staðið munaði þremur mörkum, 29-26. Brasilíumenn eru því komnir með tvö stig í milliriðlinum en Króatar eru áfram með fjögur. Ísland er nú eina liðið án stiga í riðlinum.Brazil show great performance and claim their first two points at the main round as they defeat Croatia 29:26 #handball19#GERDEN2019#BRACROpic.twitter.com/TJVWSZT79o — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Í hinum milliriðlinum vann Ungverjaland fimm marka sigur á Túnis 26-21. Zsolt Balogh átti frábæran leik fyrir Ungverja og skoraði níu mörk og Mate Lekai bætti sjö við. Ungverjar voru 16-14 yfir í hálfleik og þeir héldu Túnis í aðeins sjö mörkum í seinni hálfleik. Ungverjar eru nú komnir með þrjú stig í milliriðlinum og fara upp í þriðja sæti hans, stigi á undan Norðmönnum sem mæta Egyptum í kvöld.Hungary are three points now at #handball19 main round after beating the African champions Tunisia 26:22#handball19#GERDEN2019#HUNTUNpic.twitter.com/nLXsi50NXs — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Austurríki tryggði sér 19. sæti mótsins með sigri á Barein þar sem tveir íslensku þjálfaranna á mótinu mættust í mjög sveiflukenndum leik. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en komust þó aldrei í meira en þriggja marka forystu. Strákarnir hans Arons Kristjánssonar tóku áhlaup undir lok hálfleiksins og Husain Alsayyad jafnaði leikinn undir lok hálfleiksins og var staðan 17-17 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleik byrjuðu Bareinar á fyrsta markinu en Austurríkismenn fóru á 5-0 kafla og komu stöðunni í 19-23. Þá tók Barein áhlaup og komst tveimur mörkum yfir 27-25. Austurríkismenn skoruðu hins vegar síðustu fjögur mörk leiksins og tóku 27-29 sigur og þar með 19. sæti mótsins.Austria defeat Bahrain 29:27 and rank 19th at #handball19#GERDEN2019#BRNAUTpic.twitter.com/jUPpi3FAIl — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Sjá meira
Brasilíumenn unnu óvæntan en mjög verðskuldaðan sigur á Króatíu í milliriðli okkar Íslendinga á HM í Þýskalandi og Danmörku í dag. Brasilíumenn mættu miklu sterkari til leiks og það gekk bókstaflega ekkert upp hjá Króötum í sókninni. Króatar völdu að spila með sjö sóknarmenn og taka markmanninn út af og það kom hressilega í bakið á þeim því Brasilíumenn skoruðu ítrekað í tómt markið eftir mistök í sókninni hjá Króatíu. Eftir tæpar tuttugu mínútur var staðan 12-6 fyrir Brasilíu. Króatar náðu þá aðeins að laga stöðuna en í hálfleik munaði fjórum mörkum á liðunum 17-13. Brasilíumenn héldu áfram af krafti í seinni hálfleik en þegar tíu mínútur voru eftir munaði fimm mörkum. Þá tóku Króatar sterkan kafla, skoruðu fjögur mörk í röð og gerðu lokamínúturnar spennandi. Þeir náðu þó aldrei að jafna leikinn og þegar upp var staðið munaði þremur mörkum, 29-26. Brasilíumenn eru því komnir með tvö stig í milliriðlinum en Króatar eru áfram með fjögur. Ísland er nú eina liðið án stiga í riðlinum.Brazil show great performance and claim their first two points at the main round as they defeat Croatia 29:26 #handball19#GERDEN2019#BRACROpic.twitter.com/TJVWSZT79o — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Í hinum milliriðlinum vann Ungverjaland fimm marka sigur á Túnis 26-21. Zsolt Balogh átti frábæran leik fyrir Ungverja og skoraði níu mörk og Mate Lekai bætti sjö við. Ungverjar voru 16-14 yfir í hálfleik og þeir héldu Túnis í aðeins sjö mörkum í seinni hálfleik. Ungverjar eru nú komnir með þrjú stig í milliriðlinum og fara upp í þriðja sæti hans, stigi á undan Norðmönnum sem mæta Egyptum í kvöld.Hungary are three points now at #handball19 main round after beating the African champions Tunisia 26:22#handball19#GERDEN2019#HUNTUNpic.twitter.com/nLXsi50NXs — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Austurríki tryggði sér 19. sæti mótsins með sigri á Barein þar sem tveir íslensku þjálfaranna á mótinu mættust í mjög sveiflukenndum leik. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en komust þó aldrei í meira en þriggja marka forystu. Strákarnir hans Arons Kristjánssonar tóku áhlaup undir lok hálfleiksins og Husain Alsayyad jafnaði leikinn undir lok hálfleiksins og var staðan 17-17 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleik byrjuðu Bareinar á fyrsta markinu en Austurríkismenn fóru á 5-0 kafla og komu stöðunni í 19-23. Þá tók Barein áhlaup og komst tveimur mörkum yfir 27-25. Austurríkismenn skoruðu hins vegar síðustu fjögur mörk leiksins og tóku 27-29 sigur og þar með 19. sæti mótsins.Austria defeat Bahrain 29:27 and rank 19th at #handball19#GERDEN2019#BRNAUTpic.twitter.com/jUPpi3FAIl — IHF (@ihf_info) January 20, 2019
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Sjá meira