Það var vitað að það væri áfall fyrir íslenska landsliðið að missa þá Arnór Þór Gunnarsson og fyrirliðann Aron Pálmarsson. Báðir meiddust í leik Þýskalands og Íslands á HM í gær.
Tölurnar sýna það einnig sem og einkunnagjöf tölfræðiforritsins HB Statz. Arnór Þór er með bestu einkunn leikmanna Íslands úr fyrstu sex leikjunum eða 7,12 að meðaltali. Aron er svo næstur með 7,06 en aðrir leikmenn Íslands eru undir sjö í meðaleinkunn.
Arnór, sem leikur í hægra horni, er markahæsti leikmaður Íslands á mótinu með 37 mörk en skotnýting hans var afbragðsgóð eða 82 prósent.
Aron hefur verið burðarásinn í sóknarleik Íslands en hann er næstmarkahæstur í íslenska liðinu með 22 mörk. Þá er hann langstoðsendingahæsti leikmaður Íslands með 21 stoðsendingu. Næstur er Gísli Þorgeir Kristjánsson með tíu.
Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson voru kallaðir í íslenska landsliðið í stað þeirra Arnórs og Arons.
Meiddu mennirnir með bestu tölfræðina
Tengdar fréttir
Aron og Arnór ekki með gegn Frakklandi í kvöld
Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson hafa verið kallaðir í leikmannahóp íslenska landsliðsins á HM í handbolta.
Arnór er svekktur en þakklátur
Arnór Þór Gunnarsson mun ekki koma meira við sögu á HM í handbolta í Þýskalandi.
Tæplega átta milljónir horfðu á strákana okkar í Þýskalandi
Mikill áhugi er á HM í handbolta í Þýskalandi. Leikur Þýskalands og Íslands fékk mest áhorf í þýsku sjónvarpi í gær.