Gríðarlega mikill áhugi er á þýska landsliðinu í handbolta en leikir liðsins á HM í handbolta hafa fengið mikið sjónvarpsáhorf.
Í gær fylgdust 7,87 milljónir sjónvarpsáhorfenda með leik Þýskalands og Íslands sem Þjóðverjar unnu, 24-19, sem er um 24,5% markaðshlutdeild. Enginn annar dagskrárliður fékk meira áhorf í þýsku sjónvarpi í gær.
Það var frábær stemning í Lanxess Arena í Köln í gær þar sem tæplega 20 þúsund áhorfendur voru á bandi þýska liðsins. Íslendingar stóðu þó lengi vel í þýska liðinu en meiðsli Arons Pálmarssonar og Arnórs Þór Gunnarssonar settu þó strik í reikninginn.
Þýskaland er ásamt Frakkland efst í milliriðli 1 með fimm stig. Þjóðverjar spila ekki í dag en mæta næst Króötum annað kvöld. Með sigri í þeim leik taka Þjóðverjar risastórt skref í átt að undanúrslitum keppninnar.
Tæplega átta milljónir horfðu á strákana okkar í Þýskalandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn