Fótbolti

Kristófer í bikarúrslit eftir vítaspyrnukeppni gegn Alberti og félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Willem fagna í kvöld.
Willem fagna í kvöld. vísir/getty
Kristófer Ingi Kristinsson og félagar í Willem II eru komnir í bikarúrslit í Hollandi eftir sigur á Alberti Guðmundssyni og félögum í AZ Alkmaar í kvöld. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Albert og Kristófer byrjuðu báðir á bekknum en þar sat Albert allan tímann. Kristófer lék síðustu tíu mínúturnar í framlengingunni.

Calvin Stengs kom gestunum frá AZ yfir á 23. mínútu en á 64. mínútu var það Svíinn Alexander Isak sem jafnaði metin. Lokatölur 1-1 og því þurfti að framlengja.

Í framlengingunni, nánar tiltekið á 110. mínútu, kom Kristófer Ingi inn á og hann komst nærri því að tryggja Willem sæti í bikarúrslitunum er hann skaut í stöngina er tvær mínútur voru eftir.







Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni en í Hollandi er ABBA-aðferðin enn við líði. Í vítaspyrnukeppni höfðu Willem betur en Timon Wellenreuther, markvörður Willem, varði þrjár vítaspyrnur.

Úrslitaleikurinn fer fram og Kristófer Ingi og félagar mæta þar Ajax sem vann 3-0 sigur á Feyenoord í hinni undanúrslitaviðureigninni. Leikið verður fimmta maí.

Vítaspyrnukeppnin:

AZ klúðrar

Willem skorar

Willem klúðrar

AZ klúðrar

AZ klúðrar

Willem klúðrar

Willem skorar

AZ skorar

AZ klúðrar og Willem er komið í bikarúrslit










Fleiri fréttir

Sjá meira


×