Tilkynna „skammarlistann“ til Persónuverndar og saka forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 18:11 Listinn sést hér hanga á töflu, að því er virðist í almennu rými á Grand hótel. Mynd/Efling Efling sendi í gær kvörtun til Persónuverndar um „skammarlista“ sem hékk á vegg í starfsmannarými Grand Hótels. Á listanum var starfsfólki raðað eftir fjölda veikindadaga sem það hafði tekið árið 2018. Þá sakar Efling forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur í fjölmiðlum í umfjöllun um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Telur Efling að um sé að ræða óeðlilega meðhöndlun viðkvæmra persónuupplýsinga sem brjóti í bága við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. „Efling lítur málið mjög alvarlegum augum og skorar á Persónuvernd að beita þeim refsiúrræðum sem stofnunin hefur lögum samkvæmt. Forsvarsmenn Grand Hótel hafa brugðist við frásögnum af þessum lista með rangfærslum í fjölmiðlum. Þetta hefur vakið alvarlegar spurningar um starfsanda og meðferð starfsfólks á hótelinu,“ segir í tilkynningu Eflingar. Í tilkynningu segir einnig að nokkrir félagsmenn Eflingar hafi leitað til félagsins eftir að rekstrarstjóri hengdi listann upp í opnu rými. Starfsmennirnir hafi furðað sig á ummælum yfirmanna um málið, þar á meðal ummælum framkvæmdastjóra mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel. Hann fullyrti í samtali við Mbl í vikunni að listinn hefði ekki hangið neins staðar uppi heldur aðeins verið inni á lokaðri skrifstofu yfirmanns. Efling segir starfsmennina hins vegar hafna þessum fullyrðingum. Þeir hafi nafngreint stjórnandann sem hengdi listann upp og jafnframt haldið því fram að listinn hefði hangið á veggnum vikum saman. Í vikunni birti Efling einnig mynd af listanum, þar sem hann sást hanga uppi í almennu rými, máli sínu til stuðnings í kjölfar ummæla framkvæmdastjórans. Ekki náðist í Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar. Kjaramál Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Sjá meira
Efling sendi í gær kvörtun til Persónuverndar um „skammarlista“ sem hékk á vegg í starfsmannarými Grand Hótels. Á listanum var starfsfólki raðað eftir fjölda veikindadaga sem það hafði tekið árið 2018. Þá sakar Efling forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur í fjölmiðlum í umfjöllun um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Telur Efling að um sé að ræða óeðlilega meðhöndlun viðkvæmra persónuupplýsinga sem brjóti í bága við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. „Efling lítur málið mjög alvarlegum augum og skorar á Persónuvernd að beita þeim refsiúrræðum sem stofnunin hefur lögum samkvæmt. Forsvarsmenn Grand Hótel hafa brugðist við frásögnum af þessum lista með rangfærslum í fjölmiðlum. Þetta hefur vakið alvarlegar spurningar um starfsanda og meðferð starfsfólks á hótelinu,“ segir í tilkynningu Eflingar. Í tilkynningu segir einnig að nokkrir félagsmenn Eflingar hafi leitað til félagsins eftir að rekstrarstjóri hengdi listann upp í opnu rými. Starfsmennirnir hafi furðað sig á ummælum yfirmanna um málið, þar á meðal ummælum framkvæmdastjóra mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel. Hann fullyrti í samtali við Mbl í vikunni að listinn hefði ekki hangið neins staðar uppi heldur aðeins verið inni á lokaðri skrifstofu yfirmanns. Efling segir starfsmennina hins vegar hafna þessum fullyrðingum. Þeir hafi nafngreint stjórnandann sem hengdi listann upp og jafnframt haldið því fram að listinn hefði hangið á veggnum vikum saman. Í vikunni birti Efling einnig mynd af listanum, þar sem hann sást hanga uppi í almennu rými, máli sínu til stuðnings í kjölfar ummæla framkvæmdastjórans. Ekki náðist í Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar.
Kjaramál Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Sjá meira
Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47