Börn og álag Teitur Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2019 08:00 Sem foreldri vill maður börnum sínum allt hið besta, vonar að þeim gangi vel í hverju sem þau taka sér fyrir hendur og að þau dafni og þroskist eðlilega. Í þessu samhengi er eðlilegt að fylgjast vel með því sem þau eru að gera og einnig finna flestir foreldrar fyrir vissum kvíðahnút í maga þegar þau krossa fingur og átta sig í leiðinni að þau geta ekki stýrt öllu eins og þau kannski gjarnan vildu. Þá verða breytingar eftir því sem þau eldast og engin tvö börn eru eins. Við berum mikla ábyrgð á þessum einstaklingum og að skila þeim út í samfélagið á báðum fótum þannig að þau geti séð um sig sjálf og hugsanlega okkur eldra fólkið þegar fram í sækir. Hægt er að misstíga sig víða, maður lærir af slíku, svo lengi sem ekki er dvalið um of á sama stað heldur þroskast áfram. Það er engin töfraformúla til og hver og einn verður að feta sína braut. Því er áhugavert að fylgjast með foreldrum fullum af stolti við hvern áfanga í skólagöngu þegar allt hefur blessast. Foreldrar horfa til baka og gleðjast yfir að hafa staðist „prófið“, að koma barni á legg, sjálfstæðum einstaklingi sem nýtir sína hæfileika, líður vel og dafnar í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Andleg jafnt sem líkamleg heilsa er vissulega grundvallaratriði í því að vel takist til og því þurfum við sem berum ábyrgðina að tryggja að svo sé. Mikið hefur verið fjallað um mismunandi áherslur í menntamálum og það hvernig verði að koma til móts við þá sem standa höllum fæti á ýmsum sviðum, t.d. les- og skrifblinda. Opin umræða um einelti og viðbrögð við því hefur líka skilað miklu, en betur má ef duga skal. Við höfum býsna lengi hampað þeim sem duglegir eru og gengur vel, sérstaklega í bóknámi en verknám sækir á og er það af hinu góða. Við þurfum fagfólk á öllum sviðum og því betri menntun og þjálfun, því meiri ávinningur fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma og börnin eru í skóla þá eru mörg sem stunda íþróttir og hefur verið mikil sókn í því undanfarin ár sem er gott enda hugtakið heilbrigð sál í hraustum líkama okkur öllum vel þekkt og má hvetja til hreyfingar fyrir alla aldurshópa. Eftir því sem börnin mín eldast sé ég að bæði lengist skólatíminn, kröfurnar varðandi námið aukast og meiri tíma er varið í heimanám. Á sama tíma og slíkt gerist aukast kröfurnar í íþróttunum og bæði viðvera og fjöldi tíma á æfingum eykst og álagið þar með. Mér er ljóst sem fagmanni að á viðkvæmum tíma uppvaxtaráranna er nauðsynlegt að leggja talsvert inn fyrir seinni tíma og er ég þar að vísa í beinastyrk, þroska ónæmiskerfisins og margt fleira. Sá sem æfir of mikið eykur hættuna á því að meiðast, fá vöðvaverki og jafnvel niðurbrot, svefntruflun og depurðareinkenni, aukna veikindatíðni og minnkaða einbeitingu. Þessu fylgir oft líkamleg og andleg þreyta sem aftur skapar vandamál í skóla og lærdómi. Mjög hefur verið fjallað um ofþjálfun í heimi læknavísinda undanfarið og er líklegt að meiri skaði en ávinningur hljótist af sé ekki gætt hófs. Samvera fjölskyldu er einnig grundvallarþáttur í þroskaferli barna, sú samvera er mismunandi en flestir ættu að temja sér þá reglu að borða saman að kvöldi geti þeir það og halda þá stund hátíðlega. Því ættu t.a.m. íþróttafélög að forðast æfingatíma á milli 18.30 og 20.00 sem ég tel ekki uppbyggilegan. Æfingar að kvöldi hafa tíðkast lengi, en ættu ekki að vera í boði fyrir yngri hópa og allra síst að vera eftir 21.30 þar sem slíkt getur ýtt undir svefntruflun og sömuleiðis dregið úr möguleikum til ástundunar heimanáms sem eykst með aldrinum. Jafnvægi er lykilatriði hér sem annars staðar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Teitur Guðmundsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sem foreldri vill maður börnum sínum allt hið besta, vonar að þeim gangi vel í hverju sem þau taka sér fyrir hendur og að þau dafni og þroskist eðlilega. Í þessu samhengi er eðlilegt að fylgjast vel með því sem þau eru að gera og einnig finna flestir foreldrar fyrir vissum kvíðahnút í maga þegar þau krossa fingur og átta sig í leiðinni að þau geta ekki stýrt öllu eins og þau kannski gjarnan vildu. Þá verða breytingar eftir því sem þau eldast og engin tvö börn eru eins. Við berum mikla ábyrgð á þessum einstaklingum og að skila þeim út í samfélagið á báðum fótum þannig að þau geti séð um sig sjálf og hugsanlega okkur eldra fólkið þegar fram í sækir. Hægt er að misstíga sig víða, maður lærir af slíku, svo lengi sem ekki er dvalið um of á sama stað heldur þroskast áfram. Það er engin töfraformúla til og hver og einn verður að feta sína braut. Því er áhugavert að fylgjast með foreldrum fullum af stolti við hvern áfanga í skólagöngu þegar allt hefur blessast. Foreldrar horfa til baka og gleðjast yfir að hafa staðist „prófið“, að koma barni á legg, sjálfstæðum einstaklingi sem nýtir sína hæfileika, líður vel og dafnar í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Andleg jafnt sem líkamleg heilsa er vissulega grundvallaratriði í því að vel takist til og því þurfum við sem berum ábyrgðina að tryggja að svo sé. Mikið hefur verið fjallað um mismunandi áherslur í menntamálum og það hvernig verði að koma til móts við þá sem standa höllum fæti á ýmsum sviðum, t.d. les- og skrifblinda. Opin umræða um einelti og viðbrögð við því hefur líka skilað miklu, en betur má ef duga skal. Við höfum býsna lengi hampað þeim sem duglegir eru og gengur vel, sérstaklega í bóknámi en verknám sækir á og er það af hinu góða. Við þurfum fagfólk á öllum sviðum og því betri menntun og þjálfun, því meiri ávinningur fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma og börnin eru í skóla þá eru mörg sem stunda íþróttir og hefur verið mikil sókn í því undanfarin ár sem er gott enda hugtakið heilbrigð sál í hraustum líkama okkur öllum vel þekkt og má hvetja til hreyfingar fyrir alla aldurshópa. Eftir því sem börnin mín eldast sé ég að bæði lengist skólatíminn, kröfurnar varðandi námið aukast og meiri tíma er varið í heimanám. Á sama tíma og slíkt gerist aukast kröfurnar í íþróttunum og bæði viðvera og fjöldi tíma á æfingum eykst og álagið þar með. Mér er ljóst sem fagmanni að á viðkvæmum tíma uppvaxtaráranna er nauðsynlegt að leggja talsvert inn fyrir seinni tíma og er ég þar að vísa í beinastyrk, þroska ónæmiskerfisins og margt fleira. Sá sem æfir of mikið eykur hættuna á því að meiðast, fá vöðvaverki og jafnvel niðurbrot, svefntruflun og depurðareinkenni, aukna veikindatíðni og minnkaða einbeitingu. Þessu fylgir oft líkamleg og andleg þreyta sem aftur skapar vandamál í skóla og lærdómi. Mjög hefur verið fjallað um ofþjálfun í heimi læknavísinda undanfarið og er líklegt að meiri skaði en ávinningur hljótist af sé ekki gætt hófs. Samvera fjölskyldu er einnig grundvallarþáttur í þroskaferli barna, sú samvera er mismunandi en flestir ættu að temja sér þá reglu að borða saman að kvöldi geti þeir það og halda þá stund hátíðlega. Því ættu t.a.m. íþróttafélög að forðast æfingatíma á milli 18.30 og 20.00 sem ég tel ekki uppbyggilegan. Æfingar að kvöldi hafa tíðkast lengi, en ættu ekki að vera í boði fyrir yngri hópa og allra síst að vera eftir 21.30 þar sem slíkt getur ýtt undir svefntruflun og sömuleiðis dregið úr möguleikum til ástundunar heimanáms sem eykst með aldrinum. Jafnvægi er lykilatriði hér sem annars staðar!
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun