Í undanúrslitunum mæta þeir Spánverjum en í hinum leiknum mætast Frakkland og Argentína. Frakkland sló Bandaríkin óvænt út í dag.
Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Ástralía var 33-30 yfir í hálfleik.
Góður þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum en þann leikhluta unnu Ástralar með tólf stigum og leikinn að lokum einnig með tólf stigum, 82-70.
HISTORY! THE BOOMERS ARE IN THE #FIBAWC SEMI-FINALS! #AustraliaGotGamepic.twitter.com/u68GSPrx09
— Basketball World Cup (@FIBAWC) September 11, 2019
Patty Mills, leikmaður San Antonio Spurs, var stigahæstur hjá Áströlum með 24 stig en í liði Tékka var það Patrik Auda sem var stigahæstur með 21. Auda spilar með Boulazac Basket Dordogne í Frakklandi.