Hárteygjan fyrir dótturina rauk upp í verði hjá Íslandspósti Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2019 16:49 Veru brá þegar heildarkostnaður við drasl sem hún pantaði fyrir dóttur sína frá Ali Express lá fyrir. Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarmanni brá í brún þegar hún fór til Íslandspósts að sækja dót sem hún hafði keypt fyrir dóttur sína á netinu. „Ég er ekki búin að opna pakkann. Þetta er e-ð drasl frá Ali Express sem ég held ég hafi pantað fyrir dóttur mína. Teygja í hárið eða eitthvað álíka ómerkilegt. Sem kostaði 0.57USD,“ segir Vera í samtali við Vísi og veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta.Verðið hljóp upp úr öll valdi með aðkomu Íslandspósts Í íslenskum krónum leggur það sig á tæpar 72 krónur sú upphæð var ekkert í líkingu við það sem Veru var gert að borga fyrir pakkann. Með milligöngu Íslandspósts hljóp sá reikningur upp í 1.212 krónur. Ofan á kostnað við sjálf kaupin á hárteygjunni leggjast aðflutningsgjöld, umsýslugjöld og sendingargjald. „Mjög spes. Ég spurði afgreiðslumanninn hvað gert væri ef ég tæki ekki við honum og hann sagði að þetta yrði bara sent til baka. Ég sagði: Kostar það ekki eitthvað fyrir umheiminn? Og hann sagði jú.“Aðflutningsgjöld, umsýslugjald, sendingargjald ... menn ættu að hafa þetta allt í huga vilji þeir panta sér dót á netinu.Vera segist vera mjög feginn að hún hafi ekki pantað meira dót á netinu. En, borgaði hún reikninginn?„Jájá,“ segir Vera og hlær. „Ég bara greiddi og fór út í hláturskasti og svo fattaði ég hvað þetta var fáránlegt.“ Ætlar ekki að panta meira í bráð Vera segir að „fattarinn“ eins og hún orðar það, hafi verið langur og svo hafi hún brjálast á Facebook til að ná þessu úr kerfinu. En, Vera birti mynd af nótunni á Facebooksíðu sinni og þar blöskrar mannskapnum. „Miðaldra gráðugur kall er búinn að setja Póstinn á hausinn og neytendur eiga að borga. Íslenzka bissnissmódelið,“ segir Ragnheiður Pálsdóttir, til að mynda. Vísir hefur fjallað um þennan rausnarlega kostnað sem leggst ofan á varning sem saklausir Íslendingar sem vilja panta sér eitt og annað á netinu þurfa að greiða. Frá og með 3. júní lagðist svokallað sendingargjald á og er innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið er 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. Alþingi samþykkti fyrir ekki svo löngu viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Vera segir að hún hefði mátt vita þetta og hefur ekki í hyggju að panta sér meira dót af netinu. Ekki í bráð. Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarmanni brá í brún þegar hún fór til Íslandspósts að sækja dót sem hún hafði keypt fyrir dóttur sína á netinu. „Ég er ekki búin að opna pakkann. Þetta er e-ð drasl frá Ali Express sem ég held ég hafi pantað fyrir dóttur mína. Teygja í hárið eða eitthvað álíka ómerkilegt. Sem kostaði 0.57USD,“ segir Vera í samtali við Vísi og veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta.Verðið hljóp upp úr öll valdi með aðkomu Íslandspósts Í íslenskum krónum leggur það sig á tæpar 72 krónur sú upphæð var ekkert í líkingu við það sem Veru var gert að borga fyrir pakkann. Með milligöngu Íslandspósts hljóp sá reikningur upp í 1.212 krónur. Ofan á kostnað við sjálf kaupin á hárteygjunni leggjast aðflutningsgjöld, umsýslugjöld og sendingargjald. „Mjög spes. Ég spurði afgreiðslumanninn hvað gert væri ef ég tæki ekki við honum og hann sagði að þetta yrði bara sent til baka. Ég sagði: Kostar það ekki eitthvað fyrir umheiminn? Og hann sagði jú.“Aðflutningsgjöld, umsýslugjald, sendingargjald ... menn ættu að hafa þetta allt í huga vilji þeir panta sér dót á netinu.Vera segist vera mjög feginn að hún hafi ekki pantað meira dót á netinu. En, borgaði hún reikninginn?„Jájá,“ segir Vera og hlær. „Ég bara greiddi og fór út í hláturskasti og svo fattaði ég hvað þetta var fáránlegt.“ Ætlar ekki að panta meira í bráð Vera segir að „fattarinn“ eins og hún orðar það, hafi verið langur og svo hafi hún brjálast á Facebook til að ná þessu úr kerfinu. En, Vera birti mynd af nótunni á Facebooksíðu sinni og þar blöskrar mannskapnum. „Miðaldra gráðugur kall er búinn að setja Póstinn á hausinn og neytendur eiga að borga. Íslenzka bissnissmódelið,“ segir Ragnheiður Pálsdóttir, til að mynda. Vísir hefur fjallað um þennan rausnarlega kostnað sem leggst ofan á varning sem saklausir Íslendingar sem vilja panta sér eitt og annað á netinu þurfa að greiða. Frá og með 3. júní lagðist svokallað sendingargjald á og er innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið er 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. Alþingi samþykkti fyrir ekki svo löngu viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Vera segir að hún hefði mátt vita þetta og hefur ekki í hyggju að panta sér meira dót af netinu. Ekki í bráð.
Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18
Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51