Vilja auðvelda flutning milli verðbréfamiðstöðva Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. september 2019 08:45 Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði. Fréttablaðið/Anton Brink Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) hefur rekið sig á lagalegar og tæknilegar samkeppnishindranir, og telur fyrirtækið nauðsynlegt að við fyrirhugaða lagasetningu verði horft til samkeppnissjónarmiða. Þetta kemur fram í umsögn VBM um frumvarpsdrög sem ætlað er að innleiða Evrópureglugerðina CSDR en hún felur í sér auknar kröfur til verðbréfamiðstöðva. Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði. „Þess má geta að eftir að VBM boðaði innreið sína á markaðinn hefur Nasdaq verðbréfamiðstöð a.m.k. í þrígang lækkað gjaldskrá sína,“ segir í umsögninni. VBM bendir á að Nasdaq hafi reynt að byggja upp lagalegar og tæknilegar hindranir sem standa í vegi fyrir flutningi milli verðbréfamiðstöðva. „Þess merki má raunar sjá í reglum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar þar sem segir að óski útgefandi afskráningar þurfi fullnægjandi samþykki eigenda rafbréfanna í stað þess að ákvörðun stjórnar nægi líkt og þegar bréf eru tekin til skráningar. Sömuleiðis, að Nasdaq verðbréfamiðstöð leggur mat á það hverju sinni hvort forsendur séu til staðar til að afskrá bréfin. Miðað við reglur Nasdaq gæti t.d. einn eigandi rafbréfa staðið flutningi í vegi.“ VBM telur að einfaldasta leiðin til að tryggja samkeppni á markaðinum sé sú að útgefandi rafbréfa geti sagt upp útgáfusamningi og tekið bréfin í heild sinni til skráningar í annarri verðbréfamiðstöð. Hefur fyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóða og einkafjárfesta, nú þegar kært Nasdaq verðbréfamiðstöð til Samkeppniseftirlitsins fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Misnotkunin felist í óbreyttri varðveisluþóknun úr hendi reikningsstofnana, jafnvel þótt þær kjósi að færa réttindaskráningu yfir til VBM. Ákvað Samkeppniseftirlitið að taka málið til sérstakrar skoðunar. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) hefur rekið sig á lagalegar og tæknilegar samkeppnishindranir, og telur fyrirtækið nauðsynlegt að við fyrirhugaða lagasetningu verði horft til samkeppnissjónarmiða. Þetta kemur fram í umsögn VBM um frumvarpsdrög sem ætlað er að innleiða Evrópureglugerðina CSDR en hún felur í sér auknar kröfur til verðbréfamiðstöðva. Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði. „Þess má geta að eftir að VBM boðaði innreið sína á markaðinn hefur Nasdaq verðbréfamiðstöð a.m.k. í þrígang lækkað gjaldskrá sína,“ segir í umsögninni. VBM bendir á að Nasdaq hafi reynt að byggja upp lagalegar og tæknilegar hindranir sem standa í vegi fyrir flutningi milli verðbréfamiðstöðva. „Þess merki má raunar sjá í reglum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar þar sem segir að óski útgefandi afskráningar þurfi fullnægjandi samþykki eigenda rafbréfanna í stað þess að ákvörðun stjórnar nægi líkt og þegar bréf eru tekin til skráningar. Sömuleiðis, að Nasdaq verðbréfamiðstöð leggur mat á það hverju sinni hvort forsendur séu til staðar til að afskrá bréfin. Miðað við reglur Nasdaq gæti t.d. einn eigandi rafbréfa staðið flutningi í vegi.“ VBM telur að einfaldasta leiðin til að tryggja samkeppni á markaðinum sé sú að útgefandi rafbréfa geti sagt upp útgáfusamningi og tekið bréfin í heild sinni til skráningar í annarri verðbréfamiðstöð. Hefur fyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóða og einkafjárfesta, nú þegar kært Nasdaq verðbréfamiðstöð til Samkeppniseftirlitsins fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Misnotkunin felist í óbreyttri varðveisluþóknun úr hendi reikningsstofnana, jafnvel þótt þær kjósi að færa réttindaskráningu yfir til VBM. Ákvað Samkeppniseftirlitið að taka málið til sérstakrar skoðunar.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira